Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2012, Qupperneq 43

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2012, Qupperneq 43
Var algjör lúði Viðtal 43Helgarblað 25.–27. maí 2012 félagsfræðingur. Gísli á eina alsyst­ ur, Rakel, sem starfar mikið með Vesturporti og þau eiga eldri hálf­ systur sem heitir Ágústa. Þegar hann var eins árs flutti fjölskyldan til Noregs þar sem hún dvaldi þar til Gísli var sjö ára. Hann á afa í Noregi og ömmu sem er ný­ flutt til Íslands eftir 40 ára útlegð. Tengsl hans við landið eru því mjög sterk. Samstarfið við Rakel gott Aðspurður segir hann samstarfið við Rakel ganga mjög vel. „Okkar samstarf fer alveg aftur í póstkorta­ bransann. Ég húkkaði hana inn í það og fannst ég vera að gera litlu systur minni mikinn greiða með því að láta hana hlaupa um bæinn með kortin. En allt í einu hætti hún að vera litla systir mín og bara orð­ in alvöru framleiðandi, farin að búa til sjónvarpsseríur, leikrit og eig­ in kvikmyndir. Ég er ótrúlega stolt­ ur af henni. Hún hefur enga þörf fyrir stóra bróður sinn lengur. Það er löngu orðið þannig að ég þarf á henni að halda.“ Allir slakir yfir velgengninni Hann segir foreldra þeirra mæta á allar sýningar. „Þau eru líka mjög oft með okkur erlendis þegar við erum að sýna þar. Auðvitað skiptir mig máli hvað þeim finnst. Ef þau myndu segja að eitthvað væri drepleiðinlegt þá tæki ég mark á því. Þá væri líka eitt­ hvað mikið að. Ég er náttúrulega son­ ur foreldra minna og þau hafa extra mikið umburðarlyndi gagnvart því sem ég er að gera. Ég er samt ekki að segja að þau séu endilega mínir mestu aðdáendur. Það eru allir voðalega slakir yfir þessu öllu saman. Við erum ekkert í því að peppa hvert annað upp. Það sem ég geri er ekkert mikilvægara en það sem pabbi gerir, mamma eða systir mín. Þær starfsstéttir sem ég dáist að umfram aðrar eru leikskólakennarar og hjúkr­ unarfólk. Ég svitna bara við til­ hugsunina,“ segir Gísli sem starf­ aði í eitt af sínu týndu árum á elliheimilinu Grund. Vinna á elliheimili mótaði „Sú reynsla hefur haft rosalega sterk áhrif á mig í gegnum lífið. Inni á svona stofnun er endastöð okkar sem manneskjur blákaldur raunveruleik­ inn. Þarna mætir fólk í vinnuna og þegar það fer heim að vinnu lokinni hefur kannski einhver dáið. Þarna er fólk veikt, búið að missa minnið og þjáist af sjúkdómum. Þarna er lífið fyr­ ir augunum á manni á hverjum degi. Að vinna þarna kenndi mér margt, bæði sem leikara og manneskju. Það er ótrúlegt hvað margir enda einir í ellinni. Þarna inni er annar heimur, annar skilningur á lífinu. Hraðinn er allt annar og því verður mikilvægi alls svo augljóst,“ segir Gísli sem byggði söngleikinn Ást á tímanum á Grund. „Þessi söngleikur á ofsalega stóran bita í hjarta mínu – er í ákveðnu per­ sónulegu uppáhaldi. Persónurnar eru fengnar úr þessu umhverfi sem ég fann þarna og mér þótti mjög vænt um að koma þessari sýningu á svið. Annars er erfitt að gera upp á milli verkefna. Það er nánast eins og að gera upp á milli barnanna sinna. Svo er þetta líka huglægt. Ég er líka rosalega stoltur af því að hafa komið á laggirn­ ar útiveru og leikfimi á elliheimilinu. Það var engin líkamleg þjálfun þarna þegar ég byrjaði. Mér þykir vænt um að hafa getað hjálpað þar. Afslappaður að eðlisfari Gísli og Nína eiga tvö börn, fimm ára stelpu og sex mánaða son. Hann seg­ ir leiklistina fjölskylduvænan bransa upp að vissu marki. „Maður er að leika á kvöldin og er stundum laus á daginn á móti. Þessi bransi er ekki góður hvað rútínu varðar en á móti kemur hvað þetta er lifandi og fjöl­ breytt.“ Hann segist njóta samverustund­ anna með börnunum. „Eins og flest­ ir feður sem eiga dætur á ég voðalega erfitt með að segja nei. Við erum að sjálfsögðu miklir mátar. Þetta er mjög sjálfstæð lítil stúlka,“ segir hann og ját­ ar því að það hafi verið ánægjulegt að fá einnig son. „Er þetta ekki hin týp­ íska kjarnafjölskylda? Nú getur maður pikkað í þann ramma,“ segir Gísli sem hefur verið á faraldsfæti síðustu árin. Hann segir litla breytingu þar á. „Ég verð mikil erlendis næstu tvö, þrjú árin. Það eru verkefni víða sem ég er að blanda mér í. Þetta á vel við mig enda hef ég ferðast mikið á milli landa alveg frá því að ég fæddist.“ Þótt honum þyki erfitt að vera í burtu í langan tíma í senn segist „Það var mikið áfall fyrir alla að missa Sjonna Gísli Örn Gísli kemur ekki úr leiklistarfjölskyldu. Hann segir pabba sinn hafa spurt sig að því hvað hann ætlaði eiginlega að gera við leik- listarpróf. myndiR eyþóR áRnASon
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.