Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2012, Side 54
54 Lífsstíll 23. maí 2012 Miðvikudagur
Óbeinar reyking-
ar varasamar
Lungu þeirra sem verða fyrir
óbeinum reykingum í æsku geta
verið sködduð langt fram eftir
aldri. Vísindamenn hafa varað við
óbeinum reykingum í áratugi en
fáar rannsóknir hafa sannað skað-
semina. Í rannsókn vísindamanna
við háskóla í Arizona kom í ljós að
reyklausir einstaklingar sem höfðu
orðið fyrir óbeinum reykingum í
æsku eru líklegri til að þróa með
sér alls kyns sýkingar í lungum.
Niðurstöðurnar byggja á gögnum
frá yfir 24 ára tímabili. Þeir sem
höfðu andað að sér menguðum
tóbaksreyk mældust líklegri til að
þjást af asma og krónískum hósta.
Þeir sem
hrjóta deyja
frekar úr
krabba
Þeir sem hrjóta eru í meiri hættu á
að deyja af völdum krabbameins.
Þetta kemur fram í nýrri rannsókn
vísindamanna við læknaháskól-
ann í Wisconsin. Þar kemur fram
að þeir sem hrjóta lítillega eru að-
eins 0,1 sinni líklegri til að deyja af
völdum krabbameins en þeir sem
hrjóta ekki. Þeir sem hrjóta mjög
mikið séu hins vegar 4,8 sinnum
líklegri til að deyja úr krabba. Nið-
urstöðurnar eru byggðar á gögn-
um um 1.522 einstaklinga á yfir
22 ára tímabili. Fyrri rannsóknir
á músum hafa bent til svipaðrar
niðurstöðu en þar kom í ljós að
súrefnisskortur vegna hrota getur
orðið til þess að örva vöxt æxla.
Niðurstöðurnar birtust í tímartinu
American Journal of Respiratory
and Critical Care Medicine.
n Mun auðveldara að hlaupa en ganga rösklega
N
ý rannsókn sérfræðinga
við ríkisháskólann í
Norður-Karólínu sýnir
fram á að það eru mun
minni átök fyrir líkam-
ann að skokka en að ganga rösk-
lega. Skokkið veldur minna álagi á
kálfana og þú þreytist síður. „Fólki
finnst almennt mun þægilega að
byrja að hlaupa þegar hraðinn er
kominn upp í rúmlega sjö kíló-
metra á klukkustund,“ útskýrir
Gregory Sawicki, sem stýrði rann-
sókninni. „Vöðvarnir geta ekki
haldið í við gönguhraðann ef hann
eykst meira en það.“
Er þetta aðeins ein af fjölmörg-
um ástæðum fyrir því að þú ætt-
ir að reima á þig hlaupaskóna og
vera óhrædd/ur við að auka hrað-
ann úr göngu yfir í hlaup. Það er
einfaldlega þægilegra.
Hér eru fleiri góðar ástæður til að
gera hlaup að hluta af lífsstílnum.
solrun@dv.is
1 Þú sefur beturÁttu í vand-
ræðum með svefn?
Ef þú hreyfir þig
reglulega er líklegra
að þú losnir við
eirðarleysi og sofnir
án vandkvæða.
Varast skal þó að
stunda líkamsrækt
seint á kvöldin því það
getur haft þveröfug áhrif.
2 Betri námsárangurHlaup eykur blóðflæði og
súrefnisflutning til heilans, sem sem
stuðlar að örari vexti
nýrra heilafruma.
Rannsóknir hafa
sýnt fram á að
áhrifanna gæti
mest í drekanum
(e. hippocam-
pus), því svæði
heilans sem hefur
með námsgetu og
minni að gera.
3 Minnkar líkur á beinþynningu
Hlaup hjálpa til við að styrkja
beinin og geta dregið úr líkum á
beinþynningu.
4 Húðin verður fallegri
Hlaup gera húðina
sléttari og mýkri.
Framleiðsla
kollagens í
húðfrumun-
um eykst sem
stuðlar að því
að því að húðin
á auðveldara með
að nýta næringarefni
og losa sig við úrgang. Um
leið og sú hringrás verður örari og
blóðflæðið til húðarinnar eykst, framkallar
það ljóma í andlitinu og vöðvarnir verða
stinnari.
5 Þér líður beturHlaup gera þig hamingju-
samari. Margir grípa til þess
ráðs að fá sér súkkulaði
þegar þeim líður illa, en
það er mun gáfulegra
að fara út að hlaupa.
Hlaupin örva
heiladingulinn
og hann losar
um endorfín,
sem er það
náttúrulega efni
líkamans sem lætur okkur
líða vel.
6 Stressið minnkarHlaup losa um streitu
og auðvelda þér
að takast á
við stressið
sem fylgir
amstri
dagsins.
Farðu út að
hlaupa áður
en þú ferð í vinnuna
og finndu hvernig þú átt
miklu auðveldara með að
takast á við daginn.
7 Besta líkamsræktinHlaup hraða efnaskiptaferli
líkamans og líkaminn á auð-
veldara með að brenna
fitu. Meðalmann-
eskja brennir
um 300
hitaein-
ingum
á því að
hlaupa í
hálftíma.
Hlaup er því
sú líkamsrækt sem
er best til þess fallin að að
brenna orku og fitu.
8 Líkaminn verður fallegri
Hlaup hjálpa þér ekki aðeins
við að missa kíló heldur einnig
við að breyta fitu í vöðva.
Líkaminn
verður
því allur
grennri
og stinnari.
Á þetta ekki bara
við um kálfa læri
og rass, heldur
hafa hlaup einnig
mikil áhrif á efri hluta
líkamans.
9 Styrkir ónæmiskerfiðRannsókn frá árinu 2010,
sem birtist í British Journal of
Sports Medicine, sýnir fram
á að regluleg hreyfing getur
dregið úr líkunum á því að
fá kvefpestir um allt að
helming. Ónæmiskerfi þeirra
sem hreyfa sig reglulega á
einnig mun
auðveldara
með að
vinna á pest-
unum og þær
verða ekki eins
svæsnar.
ástæður
til að fara
út að hlaupa
9 Ekki ganga, hlauptu! Rannsóknir sýna fram á að það er mun þægilegra að hlaupa eða skokka heldur en að ganga rösklega.
Láttu vaða Vertu óhrædd/ur
um að auka hraðann.
Djúpnærandi Silki-
andlitsolía serum
með blágresi og
rauðsmára ásamt vítamín-
ríkum apríkósu- og argan-
olíum, sem þekktar eru
fyrir nærandi og yngjandi
áhrif á húðina.
Haltu þér unglegri
Þ
egar árin færast yfir fer líkam-
inn óhjákvæmilega að taka á
sig ýmsar breytingar. Það er þó
auðveldara en margur heldur
að halda sér unglegum, með litlum
sem engum tilkostnaði og án allra
inngripa.
Jákvætt viðhorf getur gert krafta-
verk gegn hrukkum. Stöðugar
áhyggjur og neikvæðar hugsanir
hafa áhrif á bæði líkamlega og and-
lega heilsu og geta framkallað hrukk-
ur. Tileinkaðu þér jákvætt viðhorf til
lífsins og þú munt fljótlega sjá hvern-
ig líkami þinn bregst við breytingun-
um.
Ferskur sítrusilmur getur yngt þig
um mörg ár. Ekki hræðast að setja á
þig unglegan ilm og gefðu þannig frá
þér unglegri strauma.
Þegar konur ná ákveðnum aldri
eiga hryggjarliðirnir það til að slakna
og erfiðara getur orðið að halda bak-
inu uppréttu. Til að halda þér hnar-
reistri og bakinu beinu er gott að
gera daglega æfingar með tennis-
bolta. Stattu með bakið upp við vegg
og settu boltann neðst við hrygginn.
Beygðu svo hnén en haltu bakinu
beinu og færðu boltann upp að háls-
inum án þess að snerta hann með
höndunum. Endurtaktu 20 sinnum.
n Einföld ráð til að yngjast um nokkur ár
Tileinkaðu þér jákvæðni
Jákvætt viðhorf getur gert kraftaverk
þegar kemur að hrukkum.