Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2012, Síða 58
58 Lífsstíll 25.–27. maí 2012 Helgarblað
Nýtt fyrir kylfinginn
n Sæktu Nike Golf 360° appið án endurgjalds
N
ýjasta viðbótin frá Nike+ sys-
tem er Nike Golf 360° appið
sem hægt er að hlaða niður
í snjallsíma án endurgjalds.
Appið skiptist í raun í fjóra hluta.
„Leikurinn“ heldur utan um töl-
fræðilegar upplýsingar og skor. Í
„sveiflunni“ getur þú séð mynd-
bandsupptökur af sveiflunum þín-
um og borið þær saman. Í þeim
hluta geturðu einnig fengið pers-
ónulega leiðsögn frá starfsfólki Nike
Swoosh. „Líkaminn“ hjálpar þér að
komast í rétta golfformið og „búnað-
urinn“ heldur utan um það sem er
í golfpokanum þínum og bendir þér
á nýjan búnað sem kemur á mark-
aðinn.
Nike Golf 360° appið er eitthvað
sem allir kylfingar ættu að sækja sér
fyrir golfvertíð sumarsins. Fáðu leiðsögn Appið býður upp á persónulega leiðsögn frá starfsfólki Nike Swoosh.
F
rá barnæsku fáum við að
heyra: „Borðaðu grænmetið
þitt!“ Og oft fáum við líka að
heyra að ávextir og grænmeti
séu svo bráðhollt fæði, að án
þess séu líf og heilsa í hættu.
En stundum geta grænmeti og
ávextir verið heilsuspillandi. Meðan
næring úr einu epli gefur þér lífskraft
og orku geta fræ þess orsakað veik-
indi.
Enginn ætti að sneiða hjá hollu
grænmeti og ávöxtum en gott er að
vita nokkrar staðreyndir um þetta
holla hversdagsfæði.
Nýrnabaunir
Nýrnabaunir innihalda mikið af eit-
urefninu PHA og neysla á hráum
nýrnabaunum getur valdið eitrunar-
einkennum, jafnvel þótt aðeins fárra
bauna sé neytt. Best er að sýna var-
úð, baunirnar þurfa að liggja í bleyti í
nokkrar klukkustundir. Þá skal skola
þær vel og síðan þarf að sjóða þær
í 10 mínútur hið minnsta áður en
þeirra er neytt.
Kirsuberja-
steinar
Kirsuber eru bæði sæt og holl. Inni í
kirsuberjasteininum eru hins vegar
lítil fræ sem innihalda svolítið magn
af blásýru. Ekki japla á þessum fræj-
um.
Grænar
kartöflur
Jafnvel kartöflur geta gert okkur
veik. En ekki hvaða kartöflur sem
er. Aðeins þær óþroskuðu og grænu.
Grænar kartöflur innihalda lítið
magn af „solanine“, eitri sem hefur
áhrif á taugar. Ef þess er neytt í ein-
hverju magni þá getur það valdið
lömun og óvirkni í miðtaugakerfi.
Eplakjarni
Það er ástæða fyrir því að okkur hef-
ur verið margsagt að borða ekki fræ
eplakjarnans. Þau eru eitruð. Þessi
litlu fræ virðast meinlaus en inni-
halda í reynd eitrið „amygdalin“, sem
er ákaflega heilsuspillandi.
Hráar
lima-baunir
Lima-baunir innihalda eitrið „lim-
arin“ þegar þær eru hráar. Aðeins
handfylli af hráum lima-baunum
getur valdið lífshættulegum veikind-
um.
Lima-baunir eru annars bráðhollar
soðnar og góð viðbót við mataræði
hverrar manneskju.
Rabarbari
Það er vitað að lauf rabarbarans eru
eitruð og þeirra skal aldrei neyta.
Ferskjusteinar
Það eru um 88 milligrömm af blá-
sýru í ferskjusteini af meðalstærð.
Ef þú verður fyrir því óláni að gleypa
einn slíkan stein þá þarf varla að hafa
áhyggjur því hörð skelin heldur ban-
eitruðum fræjunum inni.
Tómatar
Á átjándu öld var tómatávöxturinn
talinn eitraður. Nú er vitað að það
eru aðeins blöðin sem innihalda eit-
ur. Blöð og stilkar innihalda eitrið
„glycoalkaloid“ sem veldur miklum
kvíðaeinkennum og magakveisu.
Finndu pítsustein
í fjallgöngunni
Svokallaðir pítsusteinar hafa verið
vinsælir til notkunar á grillið og
í ofninn. Þá er pítsudeigið sett á
steininn og verður pítsan stökkari
og bragðbetri en ella. Pítsustein-
ar þessi kosta sitt en það má vel
finna þessa steina úti í náttúrunni
og nota. Finnir þú flatan stein í
ákjósanlegri þykkt og stærð, um það
bil fimm sentimetrar á þykkt, þá er
kominn pítsusteinn á grillið. Þvoðu
steininn vel, helltu til að mynda á
hann sjóðandi vatni og skrúbbaðu
hann hreinan. Berðu svo á hann
góða ólífuolíu áður en þú skellir
honum á grillið eða í ofninn.
Hafðu grillið eða ofninn lokaðan
meðan steinninn hitnar. Settu svo
deigið á og bættu fyllingunni ofan
á pítsuna.
Ást við
fyrstu sýn?
Er hægt að verða ástfanginn við
fyrstu sýn? „Já, það getum við,“ segir
geðlæknirinn Roland Gori sem trú-
ir því að við getum sjálf búið okkur
til það hugarástand að við verðum
líklegri til þess að verða ástfangin
og það í skyndi. „Þetta hugarástand
gerir að verkum að við trúum því að
við þurfum á einhverjum að halda
í lífi okkar til þess að verða heilar
manneskjur,“ segir Roland sem
segir fullnægðar manneskjur fullar
sjálfstrausts ekki líklegar til að verða
ástfangnar í skyndi.
Eitrað hvers-
dagsfæði
n Ekki allt sem sýnist
Ekki fara reið
í ræktina
Líkamsrækt losar streitu það
satt og sannað. En ef þú ert
virkileg reið/ur þá er ekki góð
hugmynd að fara í ræktina ein-
göngu til að fá útrás.
„Það eykur á streituna og
nærir neikvæðar tilfinningar,“
segir Deborah Rozman sál-
fræðingur og mælir frekar með
hugleiðslu, tebolla og góðum
göngutúr. „Eða því að tala út
um málin og reyna að finna á
þeim lausn. Það er besta ráðið.“
Borðaðu grænmetið þitt Frá barnæsku fáum við að vita að ávextir og grænmeti sé holl
og góð fæða.