Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2012, Side 69

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2012, Side 69
Fólk 69Helgarblað 25.–27. maí 2012 Drottningin gaf prinsi ráð Þ egar Vilhjálmur Bretaprins og Kate Middleton voru að undirbúa brúðkaup sitt sem fór fram í apríl í fyrra, var þeim afhentur gestalisti með nöfnum 777 einstaklinga sem hvorugt þeirra kannaðist við. Brúð- hjónin voru ekki nógu sátt við listann og Vilhjálmur brá á það ráð að leita ráða hjá ömmu sinni, Elísabetu Eng- landsdrottningu. Þetta kemur fram í heimildamynd um drottninguna sem frumsýnd verður í júní. Við- brögð drottningarinnar voru þau að skipa þeim að grisja listann. „Losið ykkur við þetta fólk. Byrjið á því að bjóða vinum ykkar og bætið svo við hinum sem þið viljið bjóða. Þetta er ykkar dagur.“ Vilhjálmur lýsir því í myndinni hvernig hann hefur orðið nánari ömmu sinni með aldrinum. „Ég held að það geti verið svolítið erfitt fyrir lítinn dreng að sjá ömmu sína sem drottningu. Hann veit ekkert hvernig hann á að haga sér í kringum hana,“ útskýrir Vilhjálmur. n Skipaði Kate og Vilhjálmi að grisja gestalistann Grisjuðu listann Kate og Vilhjálmi leist ekkert á að bjóða öllu þessu ókunnuga fólki í brúðkaupið sitt. Hamingjan skemmir fyrir K elly Clarkson, sem er þekktust fyrir kröftug lög á borð við Since U Been Gone, segist eiga í mestu vandræðum með að semja þessa dagana. Ástæð- una segir söngkonan vera þá að hún sé of hamingjusöm í sam- bandi sínu við kærastann, um- boðsmanninn Brandon Black- stock. Kelly, sem var fyrsti sigurvegari American Idol, er þrítug og hef- ur verið á föstu með Blackstock síðan seint á síðasta ári. „Þetta getur gert mig brjálaða. Ég er að reyna að skrifa ástríðufullt lag en það eina sem kemur niður á blað minnir á fiðrildi og regnboga. Þessi hamingja er að skemma fyr- ir mér,“ sagði söngkonan í viðtali en bætti svo við að um yndislegt vandamál væri að ræða. n Kelly Clarkson á við yndislegt vandamál að stríða Endurnærir og hreinsar ristilinn Í boði eru 60-150 töflu skammtar + Betr i apotekin og Maður l i fandi www.sologhei lsa. is OXYTARM Sól og heilsa ehf 30 = Losnið við hættulega kviðfitu og komið maganum í lag með því að nota náttúrulyfin Oxytarm og 30 days saman120 töflu skammtur days detox www.birkiaska.is Minnistöflur Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap. www.birkiaska.is Bodyflex Strong vinnur gegn stirðleika og verkjum í liðamótum og styrkir heilbrigði burðarvefja líkamans. 2 hylki tvisvar á dag í tíu daga. Síðan er hægt að minnka skammt í 2 hylki á dag. Inniheldur hvorki laktósa, ger, glúten né sætuefni. Bodyflex Strong www.birkiaska.is Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). Birkilaufstöflur Fyrsta Idol-stjarnan Kelly hefur verið þekkt fyrir kröftuga og ástríðufulla tónlist. Ástfangin Kelly, 30 ára, hefur verið á föstu með Brandon Blackstock í nokkra mánuði. Brosandi á Bikiní Ashley Olsen er þekkt fyrir ýmis-legt, svo sem leiklist, tísku-hönnun og bóhemískan fata- smekk. Hingað til hefur hún ekki verið þekkt fyrir nekt eða bros- mildi. Eitthvað virðist Ash ley vera að þroskast. Allavega ráku margir upp stór augu sem sáu stjörnuna á Hawaii á dögunum þar sem hún sleikti sólina á bikiní einu fata og það sem meira var, Ashley brosti nánast hringinn þegar hún lék sér í sjónum. Ashley, sem er 25 ára, var greinilega að njóta lífsins í fríinu. n Ashley sýnir á sér nýja hlið Sjaldgæf sjón Ashley er þekkt fyrir ýmislegt en á listanum er hvorki brosmildi né nekt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.