Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2012, Blaðsíða 70

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2012, Blaðsíða 70
Fjölmiðlafólk skrifi um eigin fordóma n María Lilja vill stýra fjölmiðlum á rétta braut í umfjöllun M aría Lilja Þrast- ardóttir, sem er í forsvari fyrir hið svokallaða Druslu- göngufélag, sem skipuleggur meinta Druslugöngu, reyn- ir nú að hrinda af stað átaki meðal fjölmiðlafólks til að vekja athygli á málstaðn- um. „Hugmyndin er sú að fá blaðafólk og pistlahöfunda um víðan völl til þess að rita pistil í þágu meintrar druslu- göngu og þá um hvernig for- dómar þeirra sjálfra gagnvart fórnarlömbum kynferðisof- beldis koma fram. Þetta vilj- um við gera til þess að hjálpa til við að stýra fjölmiðlum á rétta braut í umfjöllun sinni og senda þannig fjölmiðlana í örlitla sjálfskoðun,“ seg- ir meðal annars í bréfi sem María Lilja sendi út á fjöl- miðlafólk. Athygli vekur að þarna virðist sú ályktun dregin að blaðamenn og pistlahöfundar séu uppfullir af fordómum í garð fórnar- lamba kynferðisofbeldis. Í samtali við DV segir María Lilja það þó ekki hafa verið meininguna. „Ekk- ert endilega sína fordóma, bara fordóma sem þeir verða vitni að sjálfir og mögulega þeir sem hafa orðið uppvís- ir af því að nota orð eins og meint og svona. Það sem við viljum auðvitað fá fram er umræða, fyrst og fremst, og hún skapast yfirleitt hjá fjöl- miðlum.“ Hún segir bréfið í raun bara hafa verið óheppi- lega orðað og skrifað í flýti. „Ég skil sosum alveg að þetta hafi verið misskilið upp að vissu marki. Það er ekki eins og það sé meiningin að for- dómar gagnvart fórnarlömb- um kynferðisofbeldis séu sprottnir undan fjölmiðla- fólki.“ María Lilja segir Druslu- göngufélagið eingöngu vilja vekja athygli á því að með orðanotkun líkt og „meint“ fái kynferðisbrotamenn að njóta vafans fram yfir fórnar- lömbin. 70 Fólk 25.–27. maí 2012 Helgarblað n Slapp við að baka n Hlakkar til að sinna biskupsembætti A gnes M. Sigurðardótt- ir, nýkjörinn biskup, gaf saman son sinn Sigurð Hannesson og Gunnhildi Ástu Guðmunds- dóttur í hjónband í Dóm- kirkjunni nýverið. Henni fannst ekki tiltöku- mál að gifta eigin son og at- höfnin þótti bæði falleg og skemmtileg. Sjálfri finnst henni einna skemmtileg- ast í prestshlutverkinu að gefa fólk saman. „Það er nú margt skemmtilegt í prests- starfinu en einna skemmti- legust finnst mér giftingin,“ segir Agnes í samtali við blaðamann. Eins og hver önnur mamma í veislunni Á eftir athöfninni var hald- in hundrað manna veisla og þar segist hún hafa farið úr prestshlutverkinu í annað jafnvel mikilvægara hlutverk. „Þá var ég bara eins og hver önnur mamma,“ segir Agnes og hlær. Hún slapp þó við að baka kökur í veisluna. „Hin mamman bakaði svolítið en ég aðstoðaði við ýmislegt annað í undirbúningnum.“ Sigurður hinn nýgifti sagði nýverið frá kostum móður sinnar í samantekt um Agnesi í DV. „Sem mamma var hún og er ótrúlega góð. Ef ég ætti að lýsa henni í einni setningu þá er alveg ótrúlegt hvað hún getur gefið mikið af sér. Hún er mjög hlý persóna en gall- arnir eru þeir að hún á til að gleyma sjálfri sér. Hún ber hag allra fyrir brjósti og er mjög umhugað um að allir hafi það gott sem getur orðið til þess að hún verður út und- an sjálf.“ Sambandið styrkist Sigurður er í góðu sambandi við móður sína. „Það liggur við að ég heyri í henni dag- lega. Líklega verður meira að gera hjá henni þegar hún tekur við embætti og fyrir vik- ið verður minna um lausan tíma en ég held að það muni ekki breyta okkar sambandi í eðli sínu,“ segir Sigurður og bætir við að þar sem Agnes muni flytja til Reykjavíkur muni samgangur þeirra á milli aukast. „Það eru 16 ár síðan ég flutti að heiman og það verð- ur gott að vera í návígi við hana aftur. Ég og konan mín höfum farið reglulega til hennar og öll fjölskyldan hitt- ist gjarnan saman í mat þegar tækifæri gefst.“ gifti son sinn Skemmtilegar athafnir Agnes gaf saman son sinn Sigurð og tengdadótturina Gunnhildi í Dómkirkjunni. „Hin mamman bakaði svo- lítið en ég aðstoðaði við ýmislegt annað í undirbúningnum. Blár Ópall í Europartí Kristmundur Axel og fé- lagar í Bláum Ópal eru ný- komnir úr stúdíói með Páli Óskari þar sem þeir tóku upp nýtt lag. „Við gerðum nýtt lag með kónginum sjálfum, Páli Óskari, það kemur út á næstu dögum og við frumflytjum lagið í Europartíinu hans Palla á Nasa á laugardaginn. Þetta lag er hresst, jákvætt og algjör stuðbolti,“ segir Kristmundur Axel sem er að vonum glaður með samstarfið. Að jafna sig eftir beinbrot Dansarinn, flugfreyjan, móðirin, fjölmiðla- og hestakonan Nadia Katrín Banine er öll að koma til eftir að hafa dottið illa af hestbaki. Nadia Katrín braut tvö rifbein þegar meri kastaði henni af baki í fyrir nokkru. Vegna meiðslanna varð hún að taka því rólega um tíma en samkvæmt heimildum DV á það víst ekki vel við þessa kjarnakonu sem er flutt í sveitina til að geta stundað hestamennskuna af krafti. Hans og Greta í Bakú Útvarpsmaðurinn vinalegi en vígalegi, Ívar Guð- mundsson, sló á létta strengi þegar hann skrifaði inn lýsingu á viðtali sínu við Jón Jósep Snæbjörnsson, betur þekktan sem Jónsa, á vefsíðu Bylgjunnar. „Okkur leið vel á sviðinu: Segir Jónsi um flutning hans og Gretu í Baku í gærkvöldi, þau hlakka til laugardags- kvöldsins,“ skrifaði Ívar á netið. Glöggir lesendur tóku eftir orðaleiknum hjá Ívari sem sjálfur sagðist hafa skrifað lýsinguna svona vís- vitandi upp á grínið. Hann hafi vissulega verið að tala um flutning Jónsa (hans) og Gretu Salóme. Átak Druslugöngufélagið, undir forystu Maríu Lilju, vill hrinda af stað átaki meðal fjölmiðlafólks.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.