Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1961, Side 19

Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1961, Side 19
ÞJÓÐARAUÐUR ÍSLENDINGA koma til skipta milli opinberra bygginga ann- ars vegar og hins vegar húsnæðis fyrir verzlun, veitingar og annað, sem ekki er talið falla und- ir aðra flokka þessarar skýrslu. Vegna vönt- unar annarra heimilda hefur sú skipting verið gerð eftir því hlutfalli, sem verið hefur milli fjármunamyndunar í þessum tveim flokkum á tímabilinu 1945—1957. Þannig fæst eftirfarandi skipting: Verzlunarbyggingar o. fl....... 589 m. kr. 44% Opinberar byggingar ........... 750 — — 56% 1339 m. kr. 100% Þessar tölur, sem eru notaðar við árslok 1957, eru síðan færðar til milli ára samkvæmt upplýsingum um fjármunamyndun í þessum flokkum og er í þeim útreikningum gert ráð fyrir 2,5% árlegri afskrift. 9. Vatns- og hitaveitur. Stuðst er við upplýsingar úr reikningum bæjarfélaganna um bókfært verð í árslok 1945 og fjárfestingu til þessara framkvæmda eftir það. Gert er ráð fyrir 5% afskrift. 10. Símkerfi og línur, loftskeytastöSvar. Stuðst er við ríkisreikninga um bókfært verð í árslok 1945 og notuð sama aðferð við út- reikninginn og í töflu 9. 11. Samgöngur. Erfitt er að gera sér grein fyrir verðmæti þessara framkvæmda, þar sem rýrnun er mikil og sumar þessara framkvæmda teygja sig langt aftur í tímann. Vinnuaðferð þeirri er hér var notuð, eru gerð nokkur skil í hinni almennu greinargerð. Hinar tilfærðu tölur eru samtölur þess, sem í fjármunamyndunarskýrslum bankans hefur verið talið til fjármunamyndunar hvers árs. 12. Byggingar hins opinbera. Tölur um opinberar byggingar eru fundnar á sama hátt og tölur um Verzlunarhús o. fl. — og vísast til skýringa við þann flokk. Eignaraðild að framleiðslufjármunum Framleiðslufjármunir er hér samheiti allra þeirra fjármuna, sem notaðir eru í hinum eig- inlega atvinnurekstri, svo sem skýrt er hér að framan. Hugtakið atvinnurekstur er þó notað í nokkuð víðari merkingu en almennt gerist, þar sem raforkuvinnsla, vatns- og hitaveitur og kerfi síma og loftskeyta eru talin til atvinnu- rekstrar. Nægir um þetta og önnur skilgrein- ingaratriði að vísa til inngangskaflans um þjóðarauðinn hér að framan. Allur þorri starfandi fólks vinnur við beit- ingu þessara tækja á vegum þeirra fyrirtækja og stofnana, er þau eiga eða þeim ráða. Eign- araðild þessara fjármuna er því góður mæli- kvarði á þau réttarform eða rekstrarform, sem framleiðslustarfsemin er rekin undir. Eignarað- ildin gefur hugmynd um, hvernig áhrifaað- staða innan atvinnulífsins skiptist á þá hópa, sem kunna að vera taldir tengjast ákveðnum rekstarformum. Stjórnmálaumræður hafa oft snúist að verulegu leyti um gildi rekstrarforma. Þær skýrslur, sem hér birtast, gefa nokkra hug- mynd um, hver staðan er í þeim efnum. Aðra mælikvarða má engu síður nota til þess að meta hlutdeild rekstrarforma í efnahags- lífinu. Réttasti mælikvarðinn á sviði fram- leiðslustærða væri vinnsluvirði framleiðslunn- ar innan vébanda hinna ýmsu rekstrarforma, þ. e. virði seldrar vöru og þjónustu að frádregnu virði vöru og þjónustu frá öðrum fyrirtækjum. Einnig mætti notast við greidd laun eða starfs- mannafjölda. Enginn slíkur mælikvarði liggur fyrir um skiptingu íslenzks efnahagslífs á rekstrarform. 17

x

Úr þjóðarbúskapnum

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.