Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1961, Síða 26

Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1961, Síða 26
Eiríka Anna Friðriksdóttir: Rannsókn á neyzlu einstaklinga á vörum og þjónustu árin 1957 og 1958 Þegar gerðar eru áætlanir um þjóðartekj- ur er hægt að fara þrjár leiðir. I fyrsta lagi er hægt að afla upplýsinga um heildartekjur ein- staklinga, og hæta við þær þeim hagnaði fyrir- tækja, sem ekki skiptist milli eigenda og ann- arra. Onnur leið er að finna heildarverðmæti allrar vöru og þjónustu, framleiddrar í land- inu. Fundið er vinnsluvirði (value added) af- urða í öllum framleiðslugreinum, þ. e. a. s. frumframleiðslu, iðnaði, dreifingu, flutningum o. s. frv. og bætt við tekjum af hvers konar þjónustu, að meðtalinni þjónustu veittri af stjórnarvöldum. Sé það fé, sem verja þarf til þess að halda fjármunum þjóðarinnar í jafn- verðmætu ásigkomulagi, dregið frá þannig fundinni þjóðarframleiðslu, fást þjóðartekjur. í þriðja lagi er hægt að fara þá leið að reikna saman þjóðartekjurnar eftir ráðstöfun þeirra. I flestum löndum eru til skýrslur um fjármunamyndun, þar með taldar birgðabreyt- ingar, skýrslur um notkun stjórnarvalda á vör- um og þjónustu og skýrslur um utanríkisvið- skipti. Þar sem þjóðarframleiðslunni er ráð- stafað til fjármunamyndunar, útgjalda stjórn- arvalda og neyzlu einstaklinga, er hægt að áætla þjóðartekjur á grundvelli áætlana um þessa þrjá liði. Skortur á tölulegum upplýsingum hefur mjög háð útreikningum á þjóðartekjum Islend- inga. Upplýsingar um tekjur einstaklinga og fyrirtækja eru mjög takmarkaðar eins og raun- ar í öðrum löndum. Til eru áreiðanlegar og nokkuð fullkomnar skýrslur um framleiðshj sjávarútvegs og landbúnaðar. Iðnaðarskýrslur eru aftur á móti mjög ófullkomnar. Skýrslur um vinnsluvirði í öðrum greinum framleiðsl- unnar eru yfirleitt ekki til. Alitið hefur verið, að áætlanir um þjóðar- tekjur, sem grundvallaðar eru á þeirri aðferð er fyrst var talin, séu of lágar. Af þeim ástæð- um var ráðizt í að framkvæma sjálfstæða rann- sókn á neyzlu einstaklinga, sem leitt gæti til leiðréttinga og endurbóta á eldri áætlunum um þjóðartekjur. Neyzlu einstaklinga mætti reyna að áætla eftir búreikningum fjölskyldna. Arin 1953 og 1954 var á vegum kauplagsnefndar safnað skýrslum um útgjöld 80 fjölskyldna launþega í Reykjavík. Skýrslur þessar voru notaðar við samningu hins nýja grundvallar vísitölu fram- færslukostnaðar, er tók gildi í marz 1959. Inn í vísitölugrundvöllinn eru þó ekki teknir ýms- ir mikilvægir útgjaldaliðir, sem hér flokkast til einkaneyzlu, bæði vegna torveldleika á mælingu einingarverðs og af öðrum ástæðum. Urvinnsluefnið er og aðeins tekið frá laun- þegafjölskyldum með börn, búsettum á einum stað á landinu. Þess er því alls ekki að vænta, að upphæðir grundvallarins endurspegli alla einkaneyzlu þjóðarinnar. Þó er stuðst við upp- hæðir vísitölugrundvallarins við áætlun ein- stakra undirliða, þar sem aðrar og betri heim- ildir eru ekki til. Hér er því gerð tilraun til þess að fara aðra leið. A grundvelli innflutningsskýrslna, fram- leiðsluskýrslna o. s. frv, hefur verið áætlað 24

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.