Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1961, Page 57

Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1961, Page 57
KANNSÓKN Á NEYZLU EINSTAKLINGA Á VÖKUM OG ÞJÓNUSTU litið á iðgjöldin sem millifærslu frá einstakl- ingum til hins opinbera og útgjöld sjúkra- samlaganna sem millifærslu frá hinu opinbera til einstaklinga. Sjúklingarnir sjálfir borga ör- lítið gjald, kr. 5.00 fyrir hverja heimsókn til sjúkrasamlagslæknis, kr. 10.00 fyrir vitjun sjúkrasamlagslæknis heim til þeirra, og kr. 10.00—30.00 fyrir rannsóknir sérfræðinga. Upplýsingar um héruð utan Reykjavíkur eru af skornum skannnti og gert hefur verið ráð fyrir, að í kaupstöðum og kauptúnum á fyrsta verðlagssvæði (15) sé heilsugæzla svipuð og hjá vísitölufjölskyldunni. Kostnaður á mann var kr. 38.75 á ári. I öðrurn hlutum landsins var gengið út frá að þjónusta héraðslæknisins væri aSgjörlega greidd af sjúkrasamlagi og launum læknisins. Til þess að flýta fyrir voru notaðar skýrsl- ur frá sjúkrasamlögum og gengið út frá að þær næðu til 50% útgjalda vegna meðala og að jafn stór upphæð væri greidd af sjúklingun- um sjálfum. Sala lyfja án lyfseðla var áætluð 9% af sölu lyfja gegn lyfseðlum. Sjúklingar greiða helming kostnaðar vegna röntgen- myndatöku og 25% kostnaðar við rannsóknir á rannsóknarstofum. Þar sem ekki er hægt að greina á milli þessara tveggja liða liöfum við reiknað með að 50% þessara útgjalda hafi sjúkl- ingjarnir sjálfir greitt. Tannlækningar eru ekki greiddar af sjúkra- samlögum. En hið opinbera greiðir fyrir tann- lækningar barna á aldrinum 7—12 ára í kaup- stöðum. Kostnaður vegna tannlækninga er áætlaður hinn sami og heildartekjur tann- lækna, sem er ef til vill vanmat. Ekki var hægt að áætla útgjöld vegna þjón- ustu ljósmæðra, né vegna nuddlækninga utan sjúkrahúsa. Utgjöld neytenda vegna flutningaþjónustu. (Liður 10 OEEC). Kaup flutningatækja til einkaafnota. Reynt er að gera greinarmun á bílum eftir því, hvort þeir eru keyptir til einkanota, eða at- vinnureksturs. I skýrslum um heildarfjármuna- myndun eru meðtaldir allir fólksflutningabíl- ar, sem flytja meira en 6 manns og allir vöru- bílar. Aðrir fólksflutningabílar eru taldir not- aðrir sem einkabílar, þó verið geti, að nokkrir þeirra séu í eigu fyrirtækja. Til að vega á móti leigubílum hins vegar, voru allir stationbílar og jeppar taldir atvinnubílar. Mótorhjól og reiðhjól voru talin eingöngu til einkanota. Töl- ur eru teknar úr innflutningsskýrslum og not- aðir verðreikningar heildsala. Engar tölur eru fyrir hendi um álagningu notaðra bíla. Allar tölur eru í (C) flokki hvað áreiðanleika snertir. Rekstur flutningatækja. I sambandi við lauslega áætlun um notkun bifreiða, er gert ráð fyrir að þær séu notaðar 4 sinnum á dag til og frá vinnu, til ferðalaga um helgar og í sumarleyfum. Gert er ráð fvrir að hverjum bíl sé ekið 10 000 km á ári, en reiðhjólum með hjálparmótor um 5000 km. Til þess að komast að sæmilega áreiðan- legri niðurstöðu var reynt að áætla og reikna út notað magn (lítratölu) benzíns og olíu fyrir hverja tegund bifreiða eins og þær eru skrá- settar í bifreiðaskýrslum og margfalda með meðalverði benzíns og olíu. Jeppar eru not- aðir aðallega sem flutningatæki við landbún- að og aðeins nokkur hluti þeirra er notaður sem einkabílar. Við framangreinda kostnaðarliði var bætt sköttum á bifreiðar, skyldutryggingu, skrá- setningargjaldi o. s. frv. Þar sem ómögulegt var að fá tölur, sem aðgreindu tryggingu einka- og atvinnubíla, var gert ráð fyrir að 55% af tryggingariðgjöldum og bótum stöfuðu af bílum í einkaeign. Aætlanir um viðgerðakostnað eru byggðar á virði varahluta og var gert ráð fyrir að kostn- aður vegna þjónustu næmi 120% af virði vara- hlutanna. Hlutfallsleg skipting varahluta til einkabíla og atvinnubíla var áætluð. 55

x

Úr þjóðarbúskapnum

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.