Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1961, Síða 72

Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1961, Síða 72
ÚR ÞJÓÐARBÚSKAPNUM að beita margfaldaranum á aukningu (eða skerðingu) stigs fjárfestingarinnar, sem orðið hafa af völdum þáttanna, sem í fyrstu var lýst, að fara nærri um aukningu atvinnu. Aukning (eða skerðing) atvinnu er þó lík- leg til að lyfta (eða draga niður) ásóknina í reiðufé; með þrennu móti veldur hún auk- inni eftirspurn eftir peningum, að svo miklu leyti sem gildi framleiðslunnnar hækkar, þeg- ar atvinna vex, jafnvel þótt launaeiningin og verðlag, (mælt í launaeiningum,) haldist óbreytt, en auk þess mun launaeiningin sjálf hafa tilhneigingu til að hækka eftir því sem atvinna batnar, og aukningu framleiðslunnar munu fylgja verðhækkanir, (mældar í launa- einingum,) sakir aukins kostnaðar í bráð. Jafnvægisstaðan mun þannig komast undir áhrif þessara gagnverkana; og annarra gagn- verkana gætir einnig. Ennfremur hættir hverj- um sem er þessara fyrrnefndu þátta til að breytast með litlum fyrirvara og stundum að ráði. Af þessum ástæðum er atburðarásin í reynd ákaflega flókin. Engu að síður virðast þetta vera þeir þættir, sem gagnlegt er og hentugt að einangra. Ef eitthvert vandamál í reynd er athugað að þessum leiðum, sem af eru dregnar grunnmyndir hér að ofan, mun það virðast auðveldara viðfangs en ella; og hugkvæmni í starfi, (sem tekið getur tillit til flóknari samstæðna staðreynda en fjallað verð- ur um jöfnum höndum og grundvallarreglur,) fær viðráðanlegra verkefni en ella til þess að vinna úr. ra. Hér að framan hefur almenna kenningin verið dregin saman. En í reynd bera einnig fyrirbrigði efnahagslífsins svipbrigði ýmissa sérkenna neyzluhneigðarinnnar, töflunnar yfir skil auðmagns á jaðrinum og hæð vaxta, sem af reynslu verður ályktað um, þótt það sé ekki röknauðsyn. Það er öðru fremur eitt athyglisverðasta sérkenni hagkerfisins, sem búið er við, að það er ekki ofsalega óstöðugt, þótt undirorpið sé snörpum sveiflum í framleiðslu og atvinnu. Jafnvel getur það haldizt í varanlegu ástandi óeðlilega lítillar starfsemi um alllöng skeið, án þess að fram komi tilhneiging annaðhvort til viðreisnar eða algers hruns. Meira að segja benda heimildir til, að næg, eða næstum næg, atvinna handa öllum sé sjaldgæft og skamm- vinnt fyrirbrigði. Sveiflurnar geta hafizt snögg- lega, en þær virðast ganga sér til húðar, áður en úti í æsar er komið, og millibilsástand, sem hvorki er örvænt um né unað við, er hið venjulega hlutskipti manna. A þeirri stað- reynd, að sveiflurnar eru vanar að ganga sér til húðar, áður en út í æsar er komið og að þær ganga að síðustu til baka, hefur verið grundvölluð kenningin um atvinnukreppur, sem eiga sér reglubundin tímaskeið. Sama máli gegnir um verð, sem eftir upphaflega röskun virðast geta fundið hæð, sem þau geta haldizt í stöðug í hófi. Þar sem þessar staðreyndir, sem kunnar eru af reynslu, eru ekki leiddar af röknauðsyn, verður að gera ráð fyrir, að kringumstæðum og sálrænum skilyrðum i heimi samtíðarinnar sé svo farið, að þær hafi þessar afleiðingar. Það er þess vegna gagnlegt að leiða getum að, hvers konar huglægar hneigðir mundu leiða til óstöðugs kerfis; og síðan livort þess- ara hneigða manna muni að líkindum gæta, eftir því sem ætlað verður af almennri þekk- ingu á eðli samtímamannsins, í heiminum, sem búið er við. Þau skilyrði stöðugs efnahagslífs, sem greiningin hér að framan bendir til, að skýrt geti þau áhrif, sem eftir liefur verið tekið, eru þessi eftirfarandi: (i) Neyzluhneigðin á jaðrinum er þannig, þegar framleiðsla í tilgreindu þjóðfélagi vex (eða minnkar), sökum þess að meiri (eða minni) vinnu er beitt á framleiðslutæki þess, að margfaldarinn, sem tengir þetta tvennt er stærri en einn, en ekki mjög stór. (ii) Þegar breyting verður á væntanlegum 70

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.