Fréttablaðið - 06.12.2014, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 06.12.2014, Blaðsíða 16
6. desember 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 16 MENNTAMÁL Mun fleiri íslenskar konur hafa lokið háskólanámi en karlar. Munurinn á körlum og konum hefur aukist jafnt og þétt síðustu ár. Að mati Ástu Urbancic, fagstjóra hjá Hagstofunni, mun þetta bil milli kvenna og karla halda áfram að aukast næstu ár ef kynjahlutföllin í háskólum lands- ins breytast ekki. „Við sjáum það í yngri aldurs- hópunum að fleiri menntaðar konur eru að koma inn í grein- ingar okkar. Elstu aldurshóp arnir eru öðruvísi samansettir, þar eru menntaðir karlmenn fleiri en konur. Því má leiða að því líkur að ef þróunin heldur áfram á þessa leið muni konum með háskólapróf halda áfram að fjölga,“ segir Ásta. Einnig kemur fram mikill munur á menntun íbúa höfuð- borgar svæðisins og landsbyggð- anna árið 2013. Á höfuðborgar- svæðinu höfðu 22,7 prósent íbúa á aldrinum 25-64 ára eingöngu lokið grunnmenntun en 42,3 pró- sent höfðu lokið háskólamenntun. Utan höfuðborgarsvæðisins höfðu 37 prósent íbúa eingöngu lokið grunnmenntun og 24,7 prósent lokið háskólamenntun. Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri, telur að þessa þróun þurfi að stöðva og markmiðið sé að fá fleiri karlmenn inn í háskólana. „80 prósent nemenda Háskólans á Akureyri eru konur. Hlutfallið er um 70 prósent í Háskóla Íslands. Ef þessi staða verður óbreytt lengi gætum við horft upp á þjóðfélag þar sem einstaklingar ná ekki að blómstra. Auðvitað er mikilvægt að menntun kynjanna sé sem jöfn- ust þannig að við getum byggt upp samfélag jafnréttis,“ segir Eyjólfur. Munur á menntunarstigi þjóð- arinnar, eftir því hvort einstak- lingar býr á höfuðborgarsvæðinu eða í landsbyggðunum, er að mati Eyjólfs óafsakanlegur og telur hann Háskólann á Akureyri mikil- vægan hlekk í því að snúa þessari óheillaþróun við. „70 prósent brautskráðra kandíd- ata við Háskólann á Akureyri eru staðsettir utan höfuðborgarsvæð- isins eftir að námi lýkur við skól- ann. Sú staðreynd að Háskólinn á Akureyri sinnir að miklu leyti því að hækka menntunarstig utan höfuð borgarsvæðisins sýnir hversu mikilvægur skólinn er fyrir þjóð- félagið. Það væri áhugavert að sjá hvernig staðan væri ef ekki væri fyrir Háskólann á Akureyri,“ segir Eyjólfur. sveinn@frettabladid.is Konur og borgarbúar með meiri menntun Aðeins fjórðungur íbúa landsbyggðanna hefur lokið háskólaprófi. Mun fleiri konur en karlar eru með háskólamenntun. Þetta bil mun halda áfram ef ekkert verður að gert. Að mati rektors Háskólans á Akureyri verður að stöðva þessa þróun. HÁSKÓLANEMAR Rektor Háskólans á Akureyri segir mun á háskólamenntun íbúa eftir búsetu óafsakanlegan. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SVÍÞJÓÐ Þingkona í Hægri flokkn- um í Svíþjóð, Cecilia Magnus- son, greiddi atkvæði með fjár- lagafrumvarpi ríkisstjórnar Jafnaðarmanna og Græningja í fyrradag. Í viðtali við Sænska Dagblaðið kveðst þingkonan hafa ýtt á rangan hnapp. Það hafi verið mikil mistök. Hún er fegin að það skuli ekki hafa haft áhrif á niðurstöðuna. Að sögn ýtti hún á já-hnapp- inn af gömlum vana. Það hafi hún nefnilega gert í átta ár. - ibs Atkvæðagreiðsla á þinginu: Þingkona ýtti á rangan hnapp Það væri áhugavert að sjá hvernig staðan væri ef ekki væri fyrir Háskólann á Akureyri. Eyjólfur Guðmundsson, rektor HA. EFNAHAGSMÁL Greiningardeildir Arion banka og Íslandsbanka gera ráð fyrir frekari lækkun stýrivaxta Seðlabankans næsta miðvikudag. Greiningardeild Arion spáir 0,5 prósentustiga lækkun, en Greining Íslandsbanka 0,25 prósentustigum. Í rökstuðningi Íslandsbanka eru tölur um landsframleiðslu sagð- ar renna stoðum undir spá um 25 punkta lækkun og að önnur vaxta- lækkun fylgi svo í febrúar. „Virkir raunvextir bankans miðað við árs- verðbólgu eru nú tæplega 4,0 pró- sent og hafa hækkað um tæplega 0,7 prósentustig frá síðustu vaxta- ákvörðun þrátt fyrir lækkun nafn- stýrivaxta bankans þá,“ segir í umfjöllun Greiningar. Greiningardeild Arion bendir einnig á að raunvaxtastig sé tölu- vert yfir því sem ákjósanlegt teljist að mati sérfræðinga þar á bæ. „Árs- verðbólga hefur ekki einungis lækk- að frá síðustu vaxtaákvörðun heldur hafa verðbólguhorfur einnig lækk- að verulega,“ segir í Morgunkorni greiningardeildarinnar í gær. Óvissa er engu að síður sögð fylgja því hvað gerist eftir helgi þegar kynntar verði tillögur ráð- gjafahópsins sem starfi að áætlun um afnám hafta. „Nú liggur fyrir ákvörðun stjórnvalda að samþykkja undanþágubeiðnir sem lúta að for- gangskröfum í bú gamla Lands- bankans og lenging í Landsbanka- bréfinu. Ef frekari skref verða stigin í átt að afnámi hafta á næst- unni má færa rök fyrir því að Seðla- bankinn stigi varlega til jarðar með lækkun stýrivaxta.“ - óká VAXTAÁKVÖRÐUN Næsta vaxta- ákvörðun peningastefnunefndar Seðla- banka Íslands verður kynnt miðvikudag- inn 10. desember. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Þótt Seðlabankinn hafi lækkað stýrivexti sína í byrjun nóvember hefur raunvaxtastig í landinu hækkað: Spáð er 25 til 50 punkta lækkun stýrivaxta Save the Children á Íslandi ÞÝSKALAND, AP Borgaryfirvöld í Dresden í Þýskalandi reikna með að minnsta kosti átta þúsund nýnasistum og öðrum hægri þjóðernissinnum til mótmælagöngu á mánudaginn. Skipuleggjendur mótmælanna hafa staðið fyrir vikulegum mótmælum undir merkjum evrópskra ættjarðarsinna gegn múslimum á Vesturlöndum. Með því að banna nasistatákn og nasista- slagorð í mótmælunum hefur skipuleggj- endum tekist að fá fjölda fólks til liðs við sig, sem annars er ekki talið að hefði látið sjá sig í mótmælum á vegum nýnasista. - gb Nýnasistar fá fleiri til liðs við sig í mótmælum í Dresden í Þýskalandi: Þúsundir mótmæla múslimum FJÖLMENNI Síðasta mánudag mættu 7.500 manns til mótmæl- anna. FRÉTTA BLAÐIÐ/ AP Íslenskukennsla fyrir útlendinga Umsóknarfrestur 5. janúar kl. 16:00 Með gjafabréfi á gjofsemgefur.is geturðu styrkt bágstadda fjölskyldu um til dæmis hænu, geit, brunn, matjurtagarð, menntun eð a aðrar nauðsynjar. Gefðu skemmtilegar gjafir til verkefna heima og erlendis. GEFÐU GJÖF SEM GEFUR www.gjofsemgefur.is P IP A R \T B W A • S ÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.