Fréttablaðið - 06.12.2014, Blaðsíða 56
6. desember 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 56
STAÐA GRÆNLANDS GAGNVART DANMÖRKU
1721
1953
1973
1979
1985
2009
Danski trúboðinn Hans Egede
kom til Grænlands og lagði
grunn að nýlenduveldi Dana þar.
Grænland formlega innlimað í
Danmörku og fær þar með full-
trúa á danska þinginu.
Danmörk gekk í Efnahags-
bandalag Evrópu (EBE), forvera
Evrópusambandsins (ESB), og
Grænland þar með einnig.
Grænland fékk heimastjórn
með eigið þing og eigin stjórn.Grænland sagði sig úr EBE,
vegna ágreinings um fiskveiði-
stjórnun. Grænlendingar hafa
þó áfram töluverð tengsl við
ESB í gegnum Danmörku.
Grænlendingar fengu sjálf-
stjórn með vilyrði um fullt sjálf-
stæði síðar meir, takist þeim að
standa undir sér efnahagslega
án aðstoðar frá Danmörku.
Á fimmtudaginn tókst Kim Kielsen,
leiðtoga Siumut-flokksins, að mynda
þriggja flokka stjórnarmeirihluta,
aðeins tæplega viku eftir kosning-
ar til grænlensku landstjórnarinn-
ar. Siumut er flokkur grænlenskra
sósíaldemókrata.
Sósíaldemókratar verða því
áfram við völd, þrátt fyrir fylgis-
tap og þrátt fyrir að forveri Niel-
sens, Aleqa Hammond, hafi óvænt
þurft að segja af sér og boða til
kosninga nú í haust, tæpum tveimur
árum áður en kjörtímabilið rann út,
eftir að hafa orðið uppvís að spill-
ingu. Hún hafði notað fé úr ríkis-
sjóði til þess að borga flugmiða og
hótelgistingu fyrir sjálfa sig og fjöl-
skyldu sína.
Sósíaldemókratar unnu mjög
tæpan sigur á vinstriflokknum
Inuit Ataqatigiit. Báðir flokkarnir
fengu ellefu þingsæti á grænlenska
landsþinginu, Inatsisartut, en Sium-
ut fékk 327 atkvæðum meira en IA.
Eftir kosningarnar var ákaft
skorað á báða þessa stóru flokka að
mynda saman þjóðstjórn, en niður-
staðan varð sú að sósíaldemókrat-
ar fengu tvo litla flokka til liðs við
sig. Annars vegar er þar Demó-
krataflokkurinn, sem er flokkur
frjálslyndra, hins vegar Atassut-
flokkurinn, sem er flokkur frjáls-
hyggjumanna.
Það er því ljóst að Nielsen mun
leiða þriggja flokka hægristjórn
á Grænlandi næsta kjörtímabil.
Saman hafa þessir flokkar sautján
þingsæti. Stjórnarandstöðuflokk-
arnir tveir, IA og Naleraq-flokkur-
inn, verða með fjórtán þingmenn.
Úranið réð úrslitum
Það sem réð úrslitum við stjórnar-
myndunina var afstaða flokkanna
til úranvinnslu. Stjórnarflokkarnir
þrír eru á einu máli um að hrófla
ekki við ákvörðun síðustu stjórnar
um að fella úr gildi algert bann við
úranvinnslu, sem sett var árið 1988
þegar Danir höfðu enn öll völd á
Grænlandi.
Ógilding bannsins var eitt hið
fyrsta sem sósíaldemókratar gerðu
þegar þeir komust til valda árið
2013, en vinstriflokkurinn IA hafði
í kosningabaráttunni núna heitið
því að endurvekja bannið kæmist
hann í stjórn núna. Þannig að vart
er að undra þótt strandað hafi á
þessu máli í stjórnarmyndunarvið-
ræðum stóru flokkanna tveggja nú
í vikunni.
„Siumut gat ekki náð samkomu-
lagi við Inuit Ataqatigiit um úran-
málið,“ sagði Kielsen, verðandi
leiðtogi nýju stjórnarinnar, á blaða-
mannafundi á fimmtudagskvöld,
að því er fram kemur á vef græn-
lenska dagblaðsins Sermitsiaq: „Við
viljum koma efnahagslífinu í gang.“
Í viðtali við grænlenska ríkis-
útvarpið boðar hann þó að settar
verði einhverjar takmarkanir á
úranvinnslu, hliðstæðar þeim sem
þekkjast í Evrópusambandinu og
í Kanada. Hann segist jafnframt
ekki útiloka að reynt verði að hafa
samstarf við aðra flokka um önnur
mál.
Áhyggjur
Úran er að finna í miklu magni á
einum stað sunnan til á Grænlandi,
nánar tiltekið í fjalli sem heitir
Kvane fjeld. Þar í jörðu eru sjald-
gæfir jarðmálmar í meira magni
en víðast hvar annars staðar á jörð-
inni, og þar er sjötta stærsta úran-
forða jarðar að finna.
Eigandi námuréttar þar er ástr-
alska félagið Greenland Minerals
and Energy, sem hefur meðal ann-
ars hug á að vinna úran úr jörðu
þar. Með því að fella bannið úr gildi
var opnað á möguleikann að Green-
land Minerals and Energy hefji
úranvinnslu, en hagkvæmniskann-
anir benda til þess að hagnaður geti
orðið verulegur.
Helsta áhyggjuefnið hefur verið
að vinnslan á þessu geislavirka
efni yrði í næsta nágrenni byggð-
ar í Narsaq og flugvallarins. Menn
óttast jafnvel að öll byggð, landbún-
aður og fiskveiðar leggist af á sunn-
anverðu Grænlandi. Aðrir óttast að
hagnaðurinn fari að stærstum hluta
úr landi, þar sem fjármagnið kemur
að utan.
Dvínandi bjartsýni
Fyrir fáum árum gerðu Grænlend-
ingar sér vonir um að stórfelldur
námurekstur ásamt olíuvinnslu
norðaustur af landinu myndu
tryggja landinu fjárhagslegt sjálf-
stæði, og þar með fullt sjálfstæði
frá Danmörku samkvæmt sjálf-
stjórnarsamningnum við Dani árið
2008. Þetta átti jafnvel að vera orðið
að veruleika innan fárra ára.
Verulega hefur nú dregið úr þess-
um væntingum, jafnvel svo mjög
að svartnætti virðist skollið á. Allt
virðist hafa farið úrskeiðis á síð-
ustu árum, bæði í efnahagsmálum
og velferðarmálum þar sem margt
hefur setið á hakanum.
Olíuvinnslan virðist langt undan
og efnahagslegt sjálfstæði varla í
sjónmáli næstu áratugina.
Í nýlegri skýrslu norrænna sér-
fræðinga, sem hafa starfað á Græn-
landi eða í nánu samstarfi við
Grænlendinga, er meðal annars
varað við því að stórfelldur námu-
iðnaður og önnur hráefnisvinnsla
krefjist þess að til landsins komi
fjöldinn allur af erlendu starfs-
fólki, svo margir reyndar að á end-
anum verði Grænlendingar sjálfir í
minnihluta íbúa landsins.
Og þó?
Í viðtölum hafa norrænu sérfræð-
ingarnir þó sagt að útlitið þurfi ekki
að vera svo svart. Margt hafi geng-
ið vel, ekki síst í ferðaþjónustu og
fiskveiðum, og á því verði Græn-
lendingar að byggja.
„Grænlendingar sjálfir átta
sig ekki á því hve vel hefur í raun
gengið frá því nútímavæðing hófst
fyrir hálfri öld,“ sagði Minik Ros-
ing, prófessor við Náttúrusögusafn
Danmerkur, í viðtali við danska
útvarpið í lok nóvember. „Maður á
auðvitað ekki að láta eins og vanda-
málin séu engin, en það hefur náðst
töluverður árangur.“
Siumut áfram við völdin
Grænlenskum sósíaldemókrötum hefur tekist að fá frjálslynda og frjálshyggjumenn til liðs við sig í nýrri meirihlutastjórn,
tveimur mánuðum eftir að fyrri stjórn þeirra hrökklaðist frá völdum vegna spillingarmáls. Úrandeilan réð úrslitum.
➜ Kim Kielsen Leiðtogi
Siumut hefur tryggt væntanlegri
stjórn meirihluta á grænlenska
landsþinginu.
➜ Sara Olsvig Leiðtogi
vinstriflokksins IA verður í
stjórnarandstöðu, rétt eins og á
síðasta kjörtímabili.
GRÆNLENSKU STJÓRNMÁLAFLOKKARNIR
Siumut (Áfram)
Sósíaldemókratar fengu 34,6
prósent atkvæða og 11 þingmenn.
Fer í forystu fyrir nýrri stjórn.
Leiðtogi flokksins er Kim Kielsen,
sem tók við af Alequ Hammond.
Inuit Ataqatiigit
(Samfélag fólksins)
Grænlenski vinstriflokkurinn
fékk 33,5 prósent atkvæða og
11 þingmenn. Leiðtogi flokksins
er Sara Olsvig, tók við af Kuupik
Kleist.
Demókratar
Fengu 11,9 prósent atkvæða
og fjóra þingmenn. Tekur þátt í nýrri
stjórn með Siumut og Atassut.
Partii Naleraq
Klofningsframboð Hans Enok-
sens, sem áður var í Siumut, fékk 11,7
prósent atkvæða og þrjá þingmenn.
Atassut (Samstaða)
Fékk 6,6 prósent atkvæða
og tvo þingmenn. Tekur þátt í nýrri
stjórn með Siumut og Demókrötum.
Guðsteinn
Bjarnason
gudsteinn@frettabladid.is
NÝJA STJÓRNIN VILL KOMA EFNAHAGSLÍFINU Á SIGLINGU Kim Kielsen, oddviti nýju þriggja flokka stjórnarinnar á Grænlandi, segir að stjórnarmyndunarviðræður við aðra flokka hafi strandað á afstöðunni til
úranvinnslu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
N
O
RD
ICPH
O
TO
S/AFP
KOSIÐ TIL ÞINGS Græn-
lendingar kusu sér nýtt
landsþing um síðustu
helgi, aðeins hálfu öðru ári
eftir síðustu þingkosningar.