Fréttablaðið - 06.12.2014, Blaðsíða 148

Fréttablaðið - 06.12.2014, Blaðsíða 148
BLAZ BRÆÐIR SNJÓ AF GÖTUM BORGARINNAR Erpur Eyvindarson eða Blaz Roca á í nógu að snúast um helgina en hann er að taka upp myndband við nýtt lag. „Þetta er bara geðveiki, kostnaðurinn er ein til tvær milljónir. Dýrasta mynd- band sem ég hef gert,“ segir Erpur. Margir koma að myndbandinu og þá hefur Erpur einnig látið bræða snjó í þekktri götu í Reykjavík fyrir myndbandagerðina. „Við erum að fara nota Cadillac Eldorado 74 módel, með blæju og allan pakkann. Þetta verður geggjað mynd- band við vangefið lag.“ - glp 6. desember 2014 LAUGARDAGUR| LÍFIÐ | 108 Landslagstökur fyrir fimmtu þáttaröð Game Of Thrones hefj- ast á Snæfellsnesi á mánudaginn og standa yfir í eina viku. Eins og gefur að skilja taka engir leikarar þátt í tökunum en um tíu manns munu vinna við þær. Þetta verður í fyrsta sinn sem tökur fyrir þættina fara fram á Snæfellsnesi og verða þær niðri við sjávarmálið. Ekki stóð til að mynda meira á Íslandi á þessu ári fyrir Game of Thrones en hætt var við það. „Þetta er það seint á árinu og birtan er svo stutt hérna,“ segir Snorri Þórðarson hjá Pegasusi, aðspurður. „Það er ekki hægt að koma með einhverjar stórar senur en við myndum umhverfið,“ segir hann og bætir við að atriðunum sem tekin eru hér heima verður skeytt saman við atriði sem voru tekin upp erlendis. Þar klárast aðaltökur fyrir fimmtu seríuna um þessa helgi. Spurður hvort tökur séu fyrir- hugaðar fyrir Game of Thrones á næsta ári, sagði Snorri það óvíst. „Eins og þeir segja: „Winter is coming“. Aðaltökunum er alla vega að ljúka.“ - fb Game of Thrones á Snæfellsnesi Landslagstökur fyrir fi mmtu þáttaröðina hefj ast við sjávarmál á mánudaginn. GAME OF THRONES Þetta verður í fyrsta sinn sem atriði fyrir Game of Thrones verða tekin upp á Snæfellsnesi. ➜ Hafþór Júlíus Björnsson leikur í fimmtu þáttaröðinni af Game of Thrones eins og hann gerði í þeirri fjórðu. „Þetta var bara mjög skemmti- legt, þetta er fyrsta jólagaman- myndin sem ég tek þátt í og and- rúmsloftið í tökum var mjög létt og líflegt,“ segir Hera Hilmars- dóttir leikkona um kvikmyndina Get Santa sem var frumsýnd í London síðastliðinn sunnudag. Hera leikur eitt af hlutverk- unum í myndinni, sem fjallar um feðga sem ætla að bjarga jól- unum þegar þeir finna jólasvein- inn sofandi í bílskúrnum sínum. „Þetta var líka algjört hóp- verkefni, mjög „óegósentrískt“ á alla kanta þar sem markmiðið var augljóslega að gera skemmti- lega jólamynd saman. Það getur auðvitað verið mismun- andi hvernig stemning mynd- ast í tökum en leikstjórinn Chris Smith skapaði afar skemmtilegt og afslappað andrúmsloft og kom líka leikarahópnum vel saman þannig að við eyddum miklum tíma saman fyrir utan tökur,“ segir Hera. „Nú gerist myndin í London en við tókum mikið upp í Leeds því í myndinni eru alls konar bílaeltingaleikir til dæmis sem einfaldara er að gera þar en í London.“ Hera var geislandi á rauða dreglinum á mánudegi ásamt stjörnum myndarinnar, War- wick Davis, Jim Broadbent, Rafe Spall og hreindýrinu Dasher. En er Warwick Davis jafn leiðin- legur og í þáttunum Life’s Too Short, þar sem hann á að leika sjálfan sig? „Ég get ekki sagt það. Það sem ég hef af honum að segja og þekki er bara allt mjög gott. Hann er líka mjög fyndinn í myndinni.“ Það er ýmislegt á döfinni hjá Heru eins og þriðja sería af Da Vinci’s Demons sem verið er að klára um þessar mundir. Þá heldur hún til Þýskalands í byrj- un desem ber til að leika í nýrri stuttmynd. „Hún gæti orðið að bíómynd eða sjónvarpsseríu en þetta er mjög spennandi handrit, ungur þýskur leikstjóri og flott- ir framleiðendur. Þetta er mjög spes pæling, sagan og handritið sjálft, og skemmtilegt, spenn- andi verkefni. Ég ætla að hoppa í það í nokkra daga áður en ég kem heim um jólin og nota líka tækifærið og hitti góða vini þar úti,“ segir Hera. thorduringi@frettabladid.is Andrúmsloft ið létt við tökur á Get Santa Hera Hilmarsdóttir lék í sinni fyrstu jólagamanmynd, Get Santa, á dögunum. Meðleik- arar hennar voru stjörnurnar Warwick Davis og Jim Broadbent. Kemur heim um jólin. JÓLALEG Hera, lengst til vinstri, ásamt leikurum Get Santa á frumsýningu myndarinnar í London á mánudag. N O RD ICPH O TO S/G ETTY HERA HILMARSDÓTTIR Jólamyndin Get Santa var að stórum hluta tekin upp í borginni Leeds á Englandi. Þetta er hennar fyrsta jólagaman- mynd. SELJA TOPP BJARKAR Leikkonurnar og vinkonurnar Esther Talía Casey og Elma Lísa Gunnars- dóttir halda Trylltan fatamarkað í dag. Markaðurinn verður í Leikara- félagshúsinu á Lindargötu 6, bak við Þjóðleikhúsið, milli 12-18. Þær vinkonurnar eru miklar smekkkonur og því má búast við að finna miklar gersemar á góðu verði. Meðal þess sem í boði verður er toppur sem áður var í eigu Bjarkar Guðmundsdótt- ur og kjóll af söngkon- unni Svölu Björgvins. Áhugasamir geta séð góssið á Facebook-síðu viðburðarins Trylltur fatamarkaður. - asi ENN STÆRRI OG R E Y K J AV Í K | A K U R E Y R I COPENHAGEN CANDLE fjórir mismundandi jólailmir í dós. 2.390 STK. VIDIVI Esa glasasett 6 stk., 34 cl. 6. 990 KR., 43cl. 8.490 KR. IVV kertastjaki 17 cm. JÓLA- TILBOÐ 3.990 KR. VIDIVI skálasett, 2 hjörtu JÓLATILBOÐ 4.490 KR. IITTALA Kastehelmi skál gul 6.490 KR. „Þetta er þreytandi á dásamlegan hátt.“ SCARLETT JOHANSON UM MÓÐURHLUT- VERKIÐ Í VIÐTALI VIÐ GALA MAGAZINE. ÚLPA Í FRYSTIGÁMI Dýrasta úlpan sem fyrirtækið 66°Norður hefur framleitt, Jökla Parka, var sett á markað í gær. Hún kostar 149 þúsund krónur og gefst almenningi kostur á að prófa hana í 25 gráðu frosti í frystigámi í nágrenni verslunar fyrirtækisins í Faxafeni í dag á milli 14 og 16. Nýlega birtist opnuauglýsing í danska tímaritinu Eu- roman með mynd af leikstjóranum Baltasar Kormáki í úlpunni, en fyrirtækið opnaði verslun þar í landi í nóvember. - fb
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.