Fréttablaðið - 06.12.2014, Blaðsíða 26
6. desember 2014 LAUGARDAGUR
| HELGIN | 26
MEÐ FJÖLSKYLDUNNI á
heimilislegan sunnudag á Kexi
hosteli klukkan 13 og hlýddu
á upplestur Sigrúnar Eldjárn og
Elsu Nielsen og ljúfa tóna frá Siggu
Eyrúnu og Kalla Olgeirs.
Á HEIMILDARMYND Á
STÖÐ 2 annað kvöld um
Bubba
og Bó sem
stundum hafa
eldað grátt
silfur
saman.
3 msk. matarolía
1 laukur
2 hvítlauksrif
3 gulrætur
1 grænmetisteningur
2 ds. niðursoðnir saxaðir tómatar
3 dl kalt vatn
2 msk. síróp
1 tsk. svartur pipar
2 msk. takókrydd
1 tsk. salt
Afhýðið laukinn og saxið, ásamt
hvítlauknum og gulrótunum.
Hitið olíuna í potti og látið laukinn
krauma smástund, bætið þá hvít-
lauknum og gulrótunum við og síðan
teningnum og tómötunum. Setjið
vatnið í og látið suðuna koma upp.
Þá kemur að kryddinu og sírópinu.
Smakkið og hrærið. Sjóðið áfram
í 20 mínútur og maukið súpuna ef
þið viljið. Berið hana svo fram með
góðu brauði.
Úr bókinni Matargatið eftir Theodóru
J. Sigurðardóttir Blöndal.
Tómatsúpa með Mexíkóbragði
Góð súpa sem nærir og yljar í skammdeginu og auðvelt er að matreiða.
Bjartmar Guðlaugsson, tónlistarmaður
Nostalgíutúr
Ég er að spila á tónleikum í Alþýðuhúsinu í Vestmanna-
eyjum í kvöld, fer yfir ferilinn. Það er svona svolítil
nostalgía í mér yfir því vegna þess að við strák-
arnir byrjuðum ferilinn þarna og ég hef haldið
tryggð við húsið síðan. Sunnudagurinn fer svo
bara í ferðalög og hvíld eftir helgina.
Á NÝJA PLÖTU MEÐ JOHN
GRANT að syngja sín bestu
lög við undirleik Fílharmóníu-
sveitar BBC.
HÁSKA Í HAFI II þar sem
Illugi Jökulsson rekur sögur
af sjóslysum og björgunar-
afrekum við Íslandsstrendur.
HELGIN
6. desember 2014 LAUGARDAGUR
FARÐU
HORFÐU
HLUSTAÐU
LESTU...
Hugleikur Dagsson,
rithöfundur
Getur ekki sagt það
Vinna. Ég er bara að vinna
alla helgina. Ég get ekki
einu sinni sagt að hverju ég
er að vinna því það er svo
mikið hernaðarleyndarmál.
Svo þetta verður boring
helgi.
Hera Hilmarsdóttir,
leikkona
Vinahelgi í jólalandi
Núna er ég að fara í „Winter
Wonderland“ jólaland hér
í London með nokkrum
góðum vinum. Svo ég ætla
að fá mér gott kaffi og hanga
með vinunum, þetta er eigin-
lega bara vinahelgi. Ég ætla
að hitta nokkra góða vini
sem ég hef ekki séð lengi.
Auður Ava Ólafsdóttir,
rithöfundur
Semur erindi og fer í bíó
Ég ætla að semja erindi sem
ég flyt á málþingi í næstu
viku uppi í háskóla og síðan
ætla ég að undirbúa komu
hóps af Frökkum sem kemur
líka í næstu viku. Síðan var
ég að hugsa um að fara í bíó
að sjá Clouds of Sils Maria.
Jólasýning Árbæjarsafns verður opnuð á morgun og verður opin á aðventunni fram að jólum. Sigurlaugur Ingólfsson, verkefnastjóri Árbæjarsafns, segir sýn-
inguna vera fastan lið í jólaundir-
búningnum.
„Fólk virðist vilja upplifa gömlu
jólastemninguna í ró og næði. Hér
gerist allt miklu hægar og það
virðist fara vel í fólk á aðventunni.
Þessir sunnudagar á aðventunni
eru allavega stærstu dagarnir hér
hjá okkur á safninu og maður fær
jólin alveg beint í æð. Þetta eru
erfiðustu dagarnir vegna fjölda
verkefna og mikils mannfjölda,
en jafnframt skemmtilegustu dag-
arnir.“
Á sýningunni er verið að undir-
búa jólin eins og þau voru í gamla
daga. Skorið er út laufabrauð í
einu húsinu, kerti steypt úr tólg
og jólaskraut föndrað. Prentarar
prenta jólakort og skata er soðin í
einu húsinu, til að fá réttu lyktina.
Einnig er dansað í kringum jólatré
og jólasveinarnir koma í heimsókn
en Sigurlaugur segir að þeir mæti
í gömlu fötunum að sérstakri ósk
safnsins.
Fjölmargir jólamarkaðir, jóla-
sýningar og aðrir jólaviðburðir
verða í boði um helgina og ættu
allir að finna eitthvað við sitt hæfi.
Lesa má nánar um skemmtilega
viðburði sem Fréttablaðið hefur
tekið saman á síðu 92.
Jólaundirbúningur í
hægagangi á safninu
Haldin hefur verið jólasýning í Árbæjarsafni í 25 ár. Þar er hægt að kynna sér jólahald í gamla
daga og í hverju jólaundirbúningurinn fólst. Margir hafa það sem fastan lið á aðventunni að upp-
lifa værðina sem tengdist jólahaldi fyrr á tímum og gæða sér í leiðinni á hangikjöti og laufabrauði.
JÓLATRÉÐ SKREYTT Brynja Kristín Guðbrandsdóttir og Eva Rakel Óskarsdóttir skreyta jólatré úr spýtum með kramarhúsum og snúnum kertum og vefja sortulyngi um
það. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Fólk virðist vilja
upplifa gömlu jólastemn-
inguna í ró og næði. Hér
gerist allt miklu hægar og
það virðist fara vel í fólk á
aðventunni.
Sigurlaugur Ingólfsson,
verkefnastjóri Árbæjarsafns