Fréttablaðið - 06.12.2014, Blaðsíða 69
| ATVINNA |
www.gardabaer.is
STÖRF HJÁ GARÐABÆ
Flataskóli
• sérkennari
Sjálandsskóli
• starfsmaður í tómstundaheimili
Nánari upplýsingar á vef Garðabæjar,
www.gardabaer.is
Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar
Lausar stöður
Á heimasíðu Hafnarfjarðar www.hafnarfjordur.is má sjá
auglýsingu um lausar stöður í leik- og grunnskólum. Einnig er
bent á heimasíður skólanna til að kynna sér nánar stefnur og
starfsemina.
Umsóknarfrestur er til og með 15. desember 2014.
Samkvæmt jafnréttisstefnu Hafnarfjarðar er körlum jafnt sem
konum bent á að sækja um störfin.
Fræðslustjórinn í Hafnarfirði
Gló Veitingar ehf. óskar eftir að ráða kraftmikinn og öflugan starfsmann í stöðu fjármálastjóra.
Fyrirtækið er í miklum sóknarhug og framundan eru mörg spennandi verkefni.
Starfssvið
• Daglegur rekstur reikningshaldsvinnu fyrirtækisins
• Undirbúningur og umsjón með gerð rekstaráætlunar sem og eftirfylgni áætlana
• Umsjón með upplýsingagjöf til stjórnenda
• Ábyrgð á fjárstýringu, greiðsluflæði og innheimtu
• Mánaðaruppgjör og undirbúningur uppgjörs til endurskoðenda
• Kostnaðareftirlit sem og virk þátttaka í stefnumótun
Hæfniskröfur
• Háskólamenntun á sviði viðskiptafræða
• Reynsla af fjármálastjórnun og/eða starfi aðalbókara skilyrði
• Reynsla og þekking á uppgjörum, kostnaðareftirliti og gerð rekstraráætlana
• Faglegur metnaður og hæfni til að miðla upplýsingum
• Góð íslensku og enskukunnátta
• Góðir skipulags- og leiðtogahæfileikar
• Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
Umsóknarfrestur er til og með 14. desember nk. Umsækjendur eru
vinsamlegast beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Capacent,
www.capacent.is. Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferil-
skrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar
og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Nánari upplýsingar veita Ragnheiður Dagsdóttir
(ragnheidur.dagsdottir@capacent.is) og Silja Jóhannesdóttir
(silja.johannesdottir@capacent.is) hjá Capacent Ráðningum.
YFIRNÁTTÚRULEGUR
FJÁRMÁLASTJÓRI
óskar eftir rekstraraðila til að taka að sér veitingarekstur í Safnahúsinu við Hverfisgötu.
Sá sem annast veitingareksturinn þarf að:
• Vera fær um að sinna fjölbreyttum hópi sýningargesta, fundargesta og annarra gesta.
• Geta boðið fjölbreyttar veitingar sem henta starfsemi hússins.
• Hafa reynslu og hæfni til að sinna veitingarekstrinum af alúð, smekkvísi og metnaði.
• Búa yfir góðri samskiptahæfni og vera tilbúinn að þróa reksturinn í takt við reynslu og þarfir hússins hverju sinni.
Safnahúsið við Hverfisgötu er friðuð bygging sem á sér aldargamla sögu og er af mörgum álitið eitt fegursta hús
Reykjavíkur. Í lok mars 2015 opnar Þjóðminjasafn Íslands Safnahúsið með nýrri sýningu Sjónarhorn/Points of View
um sjónrænan íslenskan menningararf sem er samstarfsverkefni Landsbókasafns-Háskólabókasafns, Listasafns
Íslands, Náttúruminjasafns Íslands, Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Þjóðminjasafns Íslands og
Þjóðskjalasafns Íslands. Í húsinu verður jafnframt nýinnréttuð safnbúð, fundaraðstaða og nýhönnuð veitingastofa
þar sem gert er ráð fyrir kaffihússveitingarekstri og léttum veitingum. Auk þess nær veitingareksturinn til veitinga-
þjónustu viðburða og funda.
Þjóðminjasafn Íslands tekur öllum umsóknum af opnum huga en mikilvægt er að bragur veitingastarfseminnar
falli vel að yfirbragði nýrrar sýningar og friðaðrar byggingar. Áhugasömum er bent á að nálgast umsóknarform
og frekari upplýsingar um rekstrarfyrirkomulag með því að hafa samband við tengiliði verkefnisins Þóru Björk
Ólafsdóttur s. 530 2235 thora.bjork@thjodminjasafn.is eða Guðrúnu Garðarsdóttur s. 530 2217
gudrun.gardarsdottir@thjodminjasafn.is
Umsóknarfrestur er til og með miðvikudeginum 14. janúar 2015.
Þjóðminjasafn Íslands
til umsóknar. Störfin veitast frá 1. febrúar 2015 eða eftir
samkomulagi.
Um er að ræða fjölbreytt starf á hinum ýmsu þjónustuþáttum
öldrunarlækna. Stöðurnar eru námsstöður sem veitast til
eins árs en möguleiki er á skemmri ráðningu. Starfið er gott
innlegg til sérnáms í öldrunarlækningum, heimilislækningum,
lyflækningum og fleiri greinum. Starfsvettvangur er á Landakoti
og í Fossvogi. Vaktir eru á Landakoti. Einnig getur staðan verið
góð endurmenntunarstaða fyrir starfandi heimilislækna.
Helstu verkefni og ábyrgð
Deildarlæknir hlýtur þjálfun og reynslu á öllum sviðum
öldrunarlækninga, við heildrænt mat, meðferð og greiningu
á bráðaöldrunarlækningadeild, endurhæfingardeild og heila-
bilunardeild svo og við göngudeild og ráðgjöf.
Hæfnikröfur
» Almennt íslenskt lækningaleyfi
» Íslenskukunnátta
» Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum
Umhyggja • Fagmennska • Öryggi • Framþróun
Laun samkvæmt samningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra. Sótt er um starfið
rafrænt á; www.landspitali.is, undir „laus störf“. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun
um ráðningu hefur verið tekin. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.
Nánari upplýsingar
» Umsóknarfrestur er til og með 15. janúar 2015.
» Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá.
» ATH. Fylla þarf út lágmarksupplýsingar á almenna umsókn
og setja viðhengi, en ýtarlegri upplýsingar í umsókn fyrir
læknisstöðu, sjá vef landlæknis.
» Upplýsingar veita Pálmi V Jónsson, yfirlæknir, netfang
palmivj@landspitali.is, sími 543 9891.
» Umsóknargögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu
berast Pálma, K-4 öldrunarlækningar Landakoti.
ÖLDRUNARLÆKNINGAR
Deildarlæknar í starfsnám
og/eða endurmenntunarstaða
LAUGARDAGUR 6. desember 2014 3