Fréttablaðið - 06.12.2014, Blaðsíða 124

Fréttablaðið - 06.12.2014, Blaðsíða 124
6. desember 2014 LAUGARDAGUR| MENNING | 84 Ég er mjög þakklát, tvær tilnefning- ar í sömu vikunni, maður á örugg- lega ekki eftir að upplifa það aftur,“ segir Bryndís Björgvinsdóttir þegar henni er óskað til hamingju með vel- gengni Hafnfirðingabrandarans, sem tilnefnd er bæði til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Fjöru- verðlaunanna. Hún er raunar ekki óvön verðlaunum því fyrri bók hennar, Flugan sem stöðvaði stríðið, var valin úr fjölda handrita og fékk Íslensku barnabókaverðlaun- in 2011. „Það er náttúrulega hand- ritasamkeppni, svo það er dálítið öðruvísi,“ segir Bryndís. „Það voru bestu fréttir sem ég hef fengið í líf- inu, held ég, því þá vissi ég að bókin myndi koma út, sem er alltaf mesti sigurinn í þessum bransa.“ Söguhetja Hafnfirðingabrandar- ans heitir Klara sem er í 10. bekk í Víðistaðaskóla árið 1999 og bókin er flokkuð sem unglingabók, var það alltaf markmiðið að skrifa bækur fyrir börn og unglinga? „Nei, í til- felli Hafnfirðingabrandarans þá langaði mig til þess að það yrði mikill húmor í bókinni og hann lá best hjá aðalsöguhetju sem er ung- lingur. Þannig varð þessi fimm- tán ára Klara að sögumanni og það er rödd hennar sem lýsir öllu sem hún sér og tilfinningunum sem hún finnur fyrir. Það er svo margt í lífi unglings sem er á mörkum þess að vera barn og fullorðinn sem er bæði fyndið og sorglegt, erfitt og skemmtilegt. Hún er líka dálítið sjálfhverf sem mér finnst gera hana svolítið skemmtilega.“ Bjóst þú í Hafnarfirði þegar þú varst fimmtán ára? „Já, ég er Hafn- firðingur og hef búið þar alla tíð þangað til núna nýlega. Ég get samt ekki sagt að þessi saga sé sjálfs- ævisöguleg. Bókin er svo rosa- lega viðburðarík, líf mitt hefur alls ekki verið svona viðburðaríkt. Ég reyndar, eins og góð kona sagði um árið, misskildi sjálfa mig. Ég lagði upp með bók sem hét 2000 vand- inn, af því mér fannst það svo flott- ur titill, og sú bók átti að fjalla um vandamál sem líta út fyrir að vera stór, alveg eins og 2000 vandinn var þegar flugvélar áttu að hrapa og allar tölvur áttu að verða kol- klikkaðar og springa í loft upp en svo gerðist ekki neitt. Mig lang- aði að skrifa bók um einhvern sem væri rosalega kvíðinn og blési upp vandamál sem væru ekki um neitt. Þetta var sem sagt ástæða þess að ég byrjaði að skrifa bók sem gerist í desember 1999 þegar verið er að undirbúa áramótin og 2000 vandann en síðan kom bara allt önnur saga sem nær ekki einu sinni fram yfir áramótin heldur lýkur á aðfangadag 1999. Það var svo mikið í gangi hjá Klöru í desember að hún komst ekki að áramótunum.“ Verður það þá ekki bara næsta bók? „Ég er nú ekkert með það í bígerð, en það hefur náttúrulega verið rosalega hvetjandi að fá þess- ar tilnefningar. Ég finn alveg að ég er allavega líklegri til að halda áfram með þessa sögu eftir þær.“ Höfundar barna- og unglinga- bóka kvarta stundum yfir þessari flokkun og segja að góðar bækur séu fyrir alla aldurshópa, hver er þín skoðun á því? „Allir sem skrifa fyrir börn og unglinga vilja auð vitað að bækurnar þeirra rati til sinna enda eru allar góðar sögur fyrir alla aldurshópa og þróunin er sú að það er verið að fara þvert á þessi mörk. Næsta skref er væntanlega að brjóta niður þessa múra sem flokk- unin veldur. Ég hef lagt áherslu á það að Hafnfirðingabrandarinn sé bók fyrir unglinga og alla sem hafa verið unglingar, eru það ekki nokk- urn veginn allir? Annars veit ég ekkert meira en aðrir um þetta og mér finnst bókin vera miklu betri en ég. Hún veit meira en ég vegna þess að ég kom að henni aftur og aftur, þannig að hún er í rauninni ekki skrifuð bara af mér heldur af her af mér. Mér í gær og mér í fyrradag og mér fyrir ári í alls konar skapi, með alls konar tilfinningar. Þess vegna held ég að bækur verði alltaf betri en höfundar þeirra.“ fridrikab@frettabladid.is Bókin er miklu betri en ég Hafnfi rðingabrandarinn eft ir Bryndísi Björgvinsdóttur hefur hlotið góðar viðtökur og er tilnefnd bæði til Íslensku bókmenntaverðlaun- anna og Fjöruverðlaunanna. Fyrri bók hennar, Flugan sem stöðvaði stríðið, hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin árið 2011. FR ÉT TA BL AÐ IÐ /S TE FÁ N „Elsta lagið á tónleikunum er frá miðöldum en uppruna flestra jólalaganna má rekja til síðari hluta 19. aldar, sem kallaður hefur verið Viktoríutíminn. Öll eru þau í anda enskrar jólahefð- ar,“ segir Hilmar Örn Agnarsson um aðventutónleika Söngfélags- ins sem verða á morgun í Lang- holtskirkju klukkan 16 og 20. Hilmar Örn segir mikla vakn- ingu hafa orðið í varðveislu og skráningu á þjóðlögum og mörg ný jólalög og sálma hafa litið dagsins ljós á Viktoríutímanum. Það hafi orðið til að efla jólin sem fagnaðarhátíð alþýðunnar. „Tónlistin einkennist af gleði og fögnuði og hún hefur notið vinsælda víða um heim um ára- bil,“ segir Hilmar Örn og bætir við: „Líkt og tíðkast ytra gefst gestum kjörið tækifæri til að taka undir með kórnum í sígild- um jólalögum.“ Í bland við ensku jólalögin verður flutt frönsk og íslensk jólatónlist auk þess sem frum- flutt verður jólalag Söngfjelags- ins 2014, Ave Maria, eftir Georg Kára Hilmarsson. Fyrrverandi organisti í West- minster Abbey verður meðal sér- legra gesta Söngfjelagsins á jóla- tónleikunum. Hann heitir Martin Neary. Auk hans verða þau Björg Þórhallsdóttir sópransöngkona, Hrólfur Sæmundsson barítón, og Adrian Peacock djúpbassi með á tónleikunum. Elísabet Waage leikur á hörpu og Peter Tompk- ins á óbó. gun@frettabladid.is Tónleikagestir fá að taka undir Söngfj elagið heldur tvenna aðventutónleika á morgun, 7. desember, í Langholtskirkju. Þeir verða í anda breskrar jólahefðar, fullir af gleði og fögnuði. SÖNGFJELAGIÐ Kórinn var stofnaður fyrir þremur árum og auk þess að fagna sumri í Iðnó eru aðventutónleikar fastur liður í starfsemi hans. Það er svo margt í lífi unglings sem er á mörkum þess að vera barn og full- orðinn sem er bæði fyndið og sorglegt, erfitt og skemmti- legt. Bryndís Björgvinsdóttir Eldvarnarpakki 1 Tilboðsverð í vefverslun 14.526 kr. Slökkvitæki, léttvatn 6 l Tilboðsverð í vefverslun 8.972 kr. Eldvarnarteppi, 1,1x1,1 m Tilboðsverð í vefverslun 2.917 kr. Verslanir | Askalind 1, Kópavogi | Njarðarnesi 1, Akureyri | Sími 570 2400 | oryggi.is Brunavarnir Vefverslun með öryggisvörur á oryggi.is Kertaljós og skreytingar þarf að umgangast með varúð Reykskynjarar, slökkvitæki og eldvarnarpakkar í miklu úrvali. PI PA R\ TB W A • SÍ A • 14 46 08 MENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.