Fréttablaðið - 06.12.2014, Blaðsíða 94
KYNNING − AUGLÝSINGSpjaldtölvur LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 20146
Sífellt f leiri sjónskertir og blindir nýta sér spjaldtölv-ur og snjallsíma með auk-
inni tækni að sögn Baldurs Snæs
Sigurðssonar, tölvuráðgjafa hjá
Blindrafélaginu.
Þar hafi mest að segja mikill
stækkunarbúnaður í tækjunum,
betri skjáir með háu birtustigi og
stórt letur. Þá sé skjálesari orðinn
staðalbúnaður bæði í Android-
stýrikerfi og í Apple.
„Skjálesarinn segir notand-
anum upphátt hvar fingurinn er
staddur á skjánum. Þeir sem ekki
ná að lesa af skjánum með því
að þysja að geta nýtt sér hann. Í
Android-kerfinu getum við notað
íslenska talgervilinn,“ segir Baldur
en Blindrafélagið hefur staðið að
smíði talgervils með íslenskum
röddunum, Dóru og Karli, í sam-
vinnu við pólska fyrirtækið Ivona.
Upplýsingar á íslensku
Það að hafa stjórntækin á íslensku
og að fá tölvuskeyti og annan texta
lesinn upp á íslensku skiptir miklu
máli.
„Þetta eykur vissulega lífsgæði
fólks, ekki bara blindra og sjón-
skertra heldur einnig þeirra sem
til dæmis eru ekki sleipir í ensku,
eldra fólk getur nýtt sér íslenska
talgervilinn, lesblindir og þeir
sem eiga af einhverjum ástæðum
erfitt með að lesa texta. Þetta er í
raun bylting því að með íslenska
talgervlinum getur fólk látið lesa
fyrir sig stafrænt efni með blæ-
brigðum en ekki með vélrænni
röddu eins og áður fyrr þar sem
erfitt var að greina mun á hvort
verið væri að lesa upp spurningu
eða ekki.“
Verkefni í þróun
Talgervillinn er verkefni í stöðugri
þróun. Íslensku raddirnar fyrir
Wind ows-stýrikerfi er hægt að
nálgast á vefverslun Blindrafélags-
ins, þeir sem ekki geta lesið með
eðlilegum hætti, eru með aðgang
að Hljóðbókasafni Íslands eða eru
lesblindir geta þó fengið talgervil-
inn endurgjaldslaust.
Í spjaldtölvum með And r-
oid-stýrikerfi geta hins vegar allir
nálgast talgervilinn endurgjalds-
laust.
„Það er einfaldlega hægt að
sækja hann í PlayStore. Þar er
hann í prufuútgáfu og verður eitt-
hvað áfram. Fólk má endileg að-
stoða okkur í að prufukeyra ís-
lenska talgervilinn og láta okkur
vita hvað því finnst.“
Prufuútgáfa af íslenskum
talgervli ókeypis í spjaldtölvum
Spjaldtölvur geta aukið lífsgæði sjónskertra. Blindrafélagið hefur staðið að smíði íslensks talgervils sem les upphátt stafrænar
upplýsingar og texta. Prufuútgáfu af íslenska talgervlinum má nálgast endurgjaldslaust í spjaldtölvum með Android-stýrikerfi.
Íslenski talgervillinn gagnast ekki
einungis sjóndöprum og blindum heldur
einnig þeim sem ekki eru sleipir í ensku,
eða af einhverjum ástæðum eiga erfitt
með að lesa.
Sífellt fleiri sjónskertir og blindir nýta sér spjaldtölvur og snjallsíma með aukinni tækni. NORDIC PHOTOS GETTY
Veljum íslenskan hugbúnað
dk hugbúnaður
Bæjarhálsi 1 | 110 Reykjavík
Hafnarstræti 53 | 600 Akureyri
Sími 510 5800 | dk@dk.is | www.dk.is
Bókhaldskerfi
Launakerfi
Verslunarkerfi
Vistun
Hagkvæm afgreiðslulausn sem eykur hraða og
skilvirkni fyrir veitingahúsið þitt.
Þjónar geta skráð pantanir í sal með iPhone,
iPod eða iPad og sent þær beint á kassa og inn
í eldhús. Þetta sparar bæði tíma og vinnu.
dk POS | Snjalltækjalausnir
Snjalltækjalausn
fyrir veitingahús