Fréttablaðið - 06.12.2014, Blaðsíða 140
6. desember 2014 LAUGARDAGUR| SPORT |
LAUGARDAGUR
12.45 Newcastle - Chelsea Sport 2 HD
15.00 Stoke - Arsenal Sport 2 HD
15.00 Liverpool - Sunderland Sport 3
15.00 Tottenham - Crystal P. Sport 4
15.00 Hull - West Brom Sport 5
15.00 QPR - Burnley Sport 6
17.30 Man. City - Everton Sport 2 HD
SUNNUDAGUR
13.30 West Ham - Swansea Sport 2 HD
16.00 Aston V. - Leicester Sport 2 HD
SPORT
FÓTBOLTI Emiliano Martínez hóf
leiktíðina sem þriðji markvörður
Arsenal, en vegna meiðsla Woj-
ciech Szczesny og David Ospinna
hefur Argentínumaðurinn ungi
tekið við sem aðalmarkvörður liðs-
ins. Hann hefur staðið sig frábær-
lega og haldið hreinu í þremur af
fimm leikjum til þessa.
Eins og sést á tölfræðinni hér til
hliðar sem Sky Sports tók saman
hefur Arsenal-vörnin einnig tekið
sér tak og fær Martínez að meðal-
tali færri skot á sig í leik en Pólverj-
inn, en þó er hlutfallsmarkvarslan
mun betri hjá Martínez.
Hann er stór og sterkur strák-
ur sem er góður í loftinu og lokar
markinu vel maður á mann. Hann
þykir skorta betri fótaburð og þá á
hann í vandræðum með lág skot til
hliðar við sig, að því er fram kemur
í útsendaraskýrslu ESPN FC.
Tölurnar tala þó sínu máli og
sigrarnir líka, en Arsenal er komið
á smá skrið með Argentínumann-
inn í markinu; búið að vinna þrjá
leiki í röð og halda hreinu.
Wojciech Szczesny verður skoð-
aður skömmu fyrir leik Arsenal
gegn Stoke í dag og gæti verið að
hann sé orðinn heill. En þá þarf
Arsene Wenger að taka erfiða
ákvörðun.
Szczesny gæti þurft að fá sér sæti á bekknum
Arsene Wenger gæti þurft að taka erfi ða ákvörðun í dag verði bæði Martínez og Szczesny klárir í slaginn.
WOJCIECH SZCZESNY, 2014
Leikir: 18
Mörk á sig: 19
Haldið hreinu: 6 sinnum
Markvörslur: 42
Mínútur milli marka í leik: 82,05
Hlutfallsmarkvarsla: 69 prósent
Meðaltal skota fengin á sig í leik: 3,4
EMILIANO MARTÍNEZ, 2014
Leikir: 5
Mörk á sig: 2
Haldið hreinu: 3 sinnum
Markvörslur: 9
Mínútur milli marka í leik: 195,5
Hlutfallsmarkvarsla: 82 prósent
Meðaltal skota fengin á sig í leik: 2,2
HANDBOLTI „Ég leit upp á stigatöfl-
una og sá að ég var kominn með
tíu mörk. Þá hélt ég bara áfram
að skjóta,“ segir Egill Magnússon,
stórskytta Stjörnunnar í Olís-deild
karla, en hann gerði sér lítið fyrir
og skoraði 17 mörk gegn besta liði
deildarinnar, Val, á fimmtudaginn.
Því miður fyrir Egil dugðu mörk-
in 17 skammt því Stjarnan tapaði
leiknum, 26-23.
Egill er 18 ára gamall og hefur
spilað með Stjörnunni allan sinn
stutta feril. Hann hefur verið öfl-
ugur fyrir Garðabæjarliðið í 1.
deildinni undanfarin ár en er nú
mættur á stóra sviðið þar sem
hann blómstrar.
Hann er langmarkahæstur
Stjörnunnar á tímabilinu með 77
mörk, 19 mörkum á undan næsta
manni. Fyrir leikinn á móti Val
skoraði hann 23 mörk í þremur
leikjum gegn HK, Akureyri og
Haukum; leikjum þar sem Stjarn-
an safnaði fimm stigum, helming
stiga liðsins í deildinni til þessa.
Stefnan sett út
Egill segir sjálfstraustið
vera í fínu lagi eftir
mörkin 17, en í raun-
inni var í botni fyrir
leikinn gegn Val.
„Ég er bara fullur
sjálfstrausts og
ætla að halda
áfram,“ segir
Egill sem
setur stefn-
una út.
„Stefn-
an er að
gera hand-
boltann að
lifibrauði
og fara í
atvinnu-
mennsku
til Þýska-
lands eða
eitthvað.“
Stjörnu-
menn hafa tapað nokkrum leikjum
í vetur með minnsta mun, en Egill
segir liðið staðráðið í að halda sér
uppi þótt það sé við botn deildar-
innar.
„Að sjálfsögðu ætlum við að
gera það. Mér finnst við eiga fullt
erindi í þessa deild og mér finnst
við hafa sýnt það. Það vantar
kannski pínulítið upp á reynsluna.
Við erum búnir að tapa 4-5 leikjum
með einu marki sem er að verða
svolítið þreytt, en nú erum við
byrjaðir að klára leiki.“
Lykilinn er þó ekki að hann
skori áfram 17 mörk í leik. „Það
þýðir ekkert að ég skori 17 mörk ef
enginn annar skorar neitt,“ segir
hann.
Pabbi náði bara 16
Egill er sonur Magnúsar Sveins
Sigurðssonar, fyrrverandi leik-
manns Stjörnunnar og landsliðs-
manns í handbolta. „Ég fór alltaf
með pabba þegar hann var að spila
þegar ég var lítill,“ segir Egill sem
er handbolti í blóð borinn. En er
hann orðinn betri en pabbinn?
„Nei, ég held það nú ekki. Ekki
enn.“
Magnús er eðlilega stoltur af
stráknum sem er búinn að skora
fleiri mörk í einum leik en hann
gerði. „Ég held hann hafi náð að
toppa mig. Ég þykist muna eftir 16
marka leik en ég náði ekki sautján
mörkum. Hann er föðurbetrungur
í þessu,“ segir Magnús.
Pabbi hefur fulla trú á að strák-
urinn geti farið alla leið: „Ef hann
heldur rétt á spilunum og notar
næstu ár til að byggja sig upp þá
getur hann náð langt. Hann er
töluvert fjölhæfari en ég var, en
ekki nægilega sterkur í varnar-
leiknum. Það er eitthvað sem
kemur með árunum. Hver veit
samt nema maður fái að sjá hann
spila í Þýskalandi,“ segir Magnús
Sveinn Sigurðsson. tomas@365.is
Ekki orðinn betri en pabbi
Stjörnumaðurinn Egill Magnússon fór hamförum í tapleik liðsins gegn Val í Olís-deild karla í handbolta á
fi mmtudaginn þegar hann skoraði 17 mörk. Hann setur stefnuna á atvinnumennsku erlendis.
HÁFLUG Egill Magnússon svífur hér hátt yfir vörn Valsmanna og skorar eitt af 17 mörkum sínum á Hlíðarenda á fimmtudags-
kvöldið. Hann er í U21 árs landsliðshópnum sem spilar í forkeppni HM hér á landi í byrjun janúar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
SUND Íslensku sundkonurnar náðu
ágætis tímum á HM í 25 metra laug
sem fram fer í Doha í Katar.
Eygló Ósk Gústafsdóttir varð í
tíunda sæti í 200 m baksundi og
komst ekki áfram í úrslitasundið.
Eygló kom í mark á 2:04,97 mínútum
og var 0,19 sekúndum frá Íslands-
meti sínu í greininni.
Engin undanúrslit eru í 200 m
baksundi á HM en öllu jöfnu komast
sextán bestu keppendur undanrás-
anna í undanúrslit. Aðeins átta bestu
komust áfram í úrslitasundið.
Eygló Ósk hefði þurft að bæta
Íslandsmet sitt í greininni um
tæpa sekúndu til að komast áfram í
úrslitin.
Hrafnhildur Lúthersdóttir bætti
eigið Íslandsmet í 100 m bringusundi
og var aðeins 0,13 sekúndum frá því að
komast í undanúrslit í greininni. Hún
hafnaði í 22. sæti af 56 keppendum.
Inga Elín Cryer bætti Íslandsmet
annan daginn í röð, í þetta sinn í 400
m skriðsundi er hún synti á 4:11,61
mínútu.
Íslandsmet hennar í greininni var
4:13,23 og er þetta því bæting um
rúma eina og hálfa sekúndu. Hún
bætti metið sitt í 800 m skriðsundi í
gær um þrjár sekúndur.
Hún hafnaði í 27. sæti í greininni
af alls 53 keppendum og komst
því ekki áfram í undanúrslit frekar
en aðrir Íslendingar sem kepptu á
mótinu í gær.
- esá
Eygló Ósk nálægt því að komast í úrslit
EYGLÓ ÓSK GÚSTAFSDÓTTIR.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
FÓTBOLTI Sænska B-deildarlið-
ið Brommapojkarna er á meðal
nokkurra atvinnumannaliða sem
hafa áhuga á að fá Emil Atlason,
leikmann KR, í sínar raðir.
Magni Fannberg er nýr þjálf-
ari Brommapojkarna, en hann
hefur stýrt U19 ára liði félagsins
undan farin ár.
„Það eru nokkur lið sem hafa
sýnt Emil áhuga og Bromma-
pojkarna er eitt af þeim,“ segir
Baldur Stefánsson, varaformaður
knattspyrnudeildar KR.
KR-ingar hafa fengið tilboð í
Emil en þau eru langt frá því að
vera þannig að Emil nálgist brott-
för úr Vesturbænum.
„Ef þú kallar þetta tilboð þá
rignir svona tilboðum yfir okkar
menn reglulega. Það er oft ansi
mikið bil á milli væntinga liðanna
sem hafa samband og þess sem
við teljum eðlilegt,“ segir Baldur.
Varaformaðurinn segir að
það kæmi sér ekkert á óvart
ef Emil fengi tækifæri í
atvinnumennsku í vetur.
„Emil er frábær leik-
maður með eiginleika sem
gera það að verkum að hann
getur farið langt. Hann er fljót-
ur, sterkur og einn besti skalla-
maðurinn í deildinni. Það kæmi
mér ekkert stórkostlega á óvart
ef Emil fengi áhugavert tilboð í
vetur og ef það gerist þá munum
við gera allt sem við getum til
að hjálpa honum með það,“ segir
Baldur Stefánsson.
- tom
Emil gæti
farið utan
EMIL ATLASON Væntanlega á förum
frá KR. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
FÓTBOLTI Samkvæmt frétt sem
birtist á fréttavef BBC í gær
hefur Louis van Gaal, knatt-
spyrnustjóri Manchester United,
fengið þau skilaboð að hann megi
eyða eins miklu og hann lystir í
leikmenn næsta sumar.
United eyddi 150 milljónum
punda, um 29 milljörðum króna, í
leikmenn síðastliðið sumar.
Samkvæmt fréttinni eru þeir
Kevin Strootman, Mats Hummels
og Diego Godin allir á óskalista
Van Gaals en ólíklegt er að þeir
komi strax í janúar. Ed Wood-
ward, framkvæmdastjóri United,
sagði einnig nýverið ólíklegt að
United myndi leita að skamm-
tímalausnum þegar opnað verður
fyrir félagaskipti í janúar. - esá
Nóg til hjá
Man. Utd
FÓTBOLTI Stuðningsmenn Bolton fögnuðu í gær þegar
Eiður Smári Guðjohnsen skrifaði undir samning við
félagið út leiktíðina. Hann er því kominn aftur til félags-
ins heilum fjórtán árum eftir að hann yfirgaf það og fór
til Chelsea.
„Ég finn fyrir jákvæðum hlutum hérna aftur og er
hæstánægður að vera búinn að skrifa undir,“ segir
Eiður Smári í viðtali við heimasíðu Bolton í gær.
„Ég hef séð aðeins af viðbrögðum stuðnings-
mannanna og þau fylla mig stolti. Við eigum gott
samband. Ég á frábærar minningar héðan og
vonandi bý ég til fleiri. Ég er ekki mættur bara til
að hafa gaman.“ Óvíst er hvort Eiður spilar með
liðinu gegn Reading í dag en Stöð 2 Sport 3 mun
sýna leik Bolton og Ipswich um aðra helgi þar sem
Eiður mun örugglega koma við sögu. - tom
Ætla ekki bara að hafa gaman