Fréttablaðið - 06.12.2014, Blaðsíða 135
LAUGARDAGUR 6. desember 2014 | LÍFIÐ | 95
Nýjar vörur frá
Opið
11 - 17 í dag og
13 -16 sunnudag
Klapparstígur 40 • 101 Rvk • 571 4010
Kvikmyndahátíð framhaldsskólanna verð-
ur haldin í fyrsta skipti sjöunda febrúar
á næsta ári. Undir búningur fyrir hátíðina
er nú í fullum gangi.
„Þetta er í fyrsta skipti sem hátíðin er
haldin og vonandi verður þetta árlegur
viðburður,“ segir Benedikt Snær Gylfa-
son hátíðarstjóri sem ásamt Bjarka Þór
Ingimarssyni hefur staðið í ströngu við að
skipuleggja hátíðina auk fleiri nemenda
við Fjölbrautaskólann við Ármúla.
Hugmyndin að hátíðinni vaknaði í
áfanga í skólanum sem heitir Hátíðar-
áfangi 103 og er kenndur af Þór Elís Páls-
syni.
Benedikt segir ferlið hafa gengið vel
og að hátíðinni hafi borist fjöldi mynda.
Keppt verður í stuttmyndaflokki en frjálst
er að senda fleiri tegundir af efni inn, til
dæmis auglýsingar eða tónlistarmynd-
bönd.
„Ég var að gera snjóbrettamyndbönd
og hægt og rólega kviknaði áhuginn á
þessu,“ segir Benedikt spurður að því
hvernig áhugi hans á kvikmyndagerð hafi
kviknað.
Öllum framhaldsskólanemum er frjálst
að senda inn efni á hátíðina en hægt er
að gera það í gegnum heimasíðu hennar,
Filmfestival.is. - gló
Kvikmyndahátíð framhaldsskóla í fyrsta sinn
Hugmyndin að hátíðinni kviknaði í áfanga í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Hátíðin verður haldin í febrúar á næsta ári.
KVIKMYNDA-
HÁTÍÐ Bjarki
Þór Ingimarsson
og Benedikt
Snær Gylfason
vonast til að
hátíðin verði
árleg.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Ég var
að gera
snjóbretta-
myndbönd
og hægt og
rólega
kviknaði
áhuginn
á þessu.
Benedikt Gylfason
Því ég þekki sjálfur
þær fyrirætlanir sem ég
hef í hyggju með yður,
segir Drottinn,
fyrirætlanir til heilla
en ekki til óhamingju,
að veita yður
vonarríka framtíð...
Raunveruleikastjarnan Khloe
Kardashian og rapparinn French
Montana eru hætt saman aftur
samkvæmt heimildum tímarits-
ins Us Weekly.
Us Weekly sagði fyrst frá því
í september að parið hefði hætt
saman eftir átta mánaða sam-
band. Mánuði síðar voru þau
byrjuð aftur saman. Nú er ástar-
loginn hins vegar varanlega
slokknaður.
„Khloe var ekki tilbúin eftir
Lamar og þetta var að verða of
alvarlegt,“ segir heimildar maður
Us Weekly en Khloe skildi við
Lamar Odom í desember í fyrra.
Ástarloginn
er slokknaður
KHLOE KARDASHIAN Raunveruleika-
stjarnan er hætt aftur með rapparanum
French Montana.
Staðfest hefur verið að leikarinn
Benedict Cumberbatch muni taka
að sér hlutverk taugaskurðlækn-
isins Doctors Stephens Strange.
Tilkynnt var um val á leikar-
anum á fimmtudag en áður voru
leikararnir Jared Leto, Tom
Hardy og Joaquin Phoenix orð-
aðir við hlutverkið.
Forseti Marvel, Kevin Feige,
sagði á blaðamannafundi að
Cumberbatch hefði dýptina og
einlægnina sem þyrfti til þess að
leika lækninn.
Karakterinn Doctor Strange
var búinn til árið 1963, en hann
hefur ekki birst áður á hvíta
tjaldinu. Því munu Marvel-aðdá-
endur væntanlega fagna komu
hans á skjáinn, en stefnt er það
því að frumsýna myndina árið
2016.
Cumberbatch
verður Strange