Fréttablaðið - 06.12.2014, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 06.12.2014, Blaðsíða 34
6. desember 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 34 kosið að sjá sakaskrána og sam- kvæmt leiðbeiningum heimasíðunn- ar sem tengdi þau saman þá er ekki mælt með að spyrja fangann beint út í glæpinn heldur bíða þar til hann kýs sjálfur að segja frá því. „Enginn af mínum pennavin- um hefur reynt að sannfæra mig um sakleysi sitt, þeir hafa einmitt viður kennt glæp sinn í auðmýkt og lýst eftirsjá sinni. Mér finnst óskilj- anlegt að átján ára strákur sé sett- ur á dauðadeild. Ég er ekki að rétt- læta það sem hann gerði en maður getur gert stór mistök þegar maður er svona ungur – og lært af þeim. Auðvitað var erfitt að heyra hann lýsa fyrir mér glæpnum en það hafði ekki áhrif á pennavináttuna. Reyndar myndi ég ekki vilja skrif- ast á við hvern sem er. Ég hef valið unga menn sem hafa fengið full- þunga refsingu að mínu mati, fanga sem mér finnst eiga skilið að fá annað tækifæri. Ég myndi til dæmis aldrei vilja skrifast á við helsjúka raðmorðingja og barnanauðgara.“ Aftakan var sjokk Fyrsti pennavinur Gunnhildar var tekinn af lífi 2008. Þá voru þau búin að skrifast á í tvö ár og búin að kynnast mjög vel. Þá var Gunn - hildur eingöngu átján ára gömul. „Mér leið hrikalega. Þetta var í raun algjört sjokk þótt ég vissi nátt- úrulega að þetta myndi enda svona. Á heimasíðunni eru gefnar upp dagsetningarnar á aftökum. Þetta var samt mjög erfitt. En maður má ekki taka þetta of mikið inn á sig. Svona er þetta, ég get lítið gert til að breyta því en ákvað að halda áfram að láta gott af mér leiða.“ Gunnhildur fékk nýjan penna- vin en þeirra bréfaskriftir komust aldrei á flug og því lognaðist sam- bandið út af. Hún segir eðlilegt að slíkt gerist eins og í öllum sam- skiptum, þar sem fólk á einfald- lega misjafnlega vel saman. Nú á hún þriðja pennavininn. Það er 36 ára gamall maður sem hefur setið í fangelsi frá því að hann var 18 ára. Hann var í götugengi, seldi eitur- lyf og lenti í skotbardögum. Hann var með tvo minni dóma á bak- inu en þriðja dóminn fékk hann Erla Björg Gunnarsdóttir erlabjorg@frettabladid.is Gunnhildur var aðeins sextán ára gömul þegar hún skrifaði sitt fyrsta bréf til fanga á dauða-deild. Ástæðan fyrir því að henni datt sá möguleiki í hug var kvikmyndin The Hurricane með Denzel Wash- ington. Í myndinni er svartur maður ranglega dæmdur til dauða vegna kynþáttafordóma en með hjálp aðstandenda, og þar á meðal penna- vinar hans, er mál hans tekið upp að nýju og sakleysi sannað. Mynd- in hafði mikil áhrif á hana og varð til þess að hún fór á netið að gúggla pennavini fanga. „Það kom á óvart hve margar heimasíður eru til sem bjóðast til að tengja mann við fanga, flestar þeirra eru reknar af mannréttinda- samtökum. Ég valdi mér eina slíka og þar var hægt að velja kyn, aldur, kynþátt, sjá myndir af viðkomandi og sakaskrá ef maður vildi. Einn- ig hversu langan dóm viðkomandi fékk. Mínir þrír pennavinir hafa allir setið á dauðadeild og eiga það sameiginlegt að vera allir svartir og mjög ungir þegar þeir eru dæmd- ir til dauða,“ segir Gunnhildur og dregur upp bunka af handskrifuð- um bréfum. Þetta eru eingöngu bréf frá einum fanganum, hin eru í kassa í geymslu. Allir eiga skilið annað tækifæri Gunnhildur hefur alltaf haft mik- inn áhuga á bandarísku réttarkerfi og er gífurlega mótfallin dauðarefs- ingum en í meira en helmingi fylkja Bandaríkjanna eru dauðarefsingar leyfilegar. „Í Suðurríkjunum eru refsing- arnar sérstaklega litaðar kynþátta- fordómum þar sem kornungir menn fá dauðarefsingu, jafnvel við fyrsta alvarlega glæpinn, og eru í mörg- um tilfellum svartir. Mín lífssýn er sú að allir eigi skilið annað tæki- færi,“ segir Gunnhildur. Hún ákvað því að leggja sitt af mörkum til að gera dvöl þessara fanga bærilegri á dauðadeildinni. „Það eru grund- vallarmannréttindi að fá að eiga samskipti við annað fólk. Fangar á dauðadeild fá klukkutíma á sólar- hring til að gera eitthvað annað en að sitja í fangaklefanum. Ég sendi þeim bréf í gegnum tölvupóst og þeir nota þennan klukkutíma til að lesa bréfin. Svo svara þeir mér með handskrifuðum bréfum og þeir borga sjálfir fyrir frímerki, pappír og annað. Þessi samskipti eru greinilega ofarlega í forgangs- röðinni hjá þeim, alla vega hafa þeir sem ég hef talað við kosið að eyða þessum dýrmæta tíma sínum í bréfaskriftir. Þörfin fyrir sam- skipti er svo sterk og samskiptin innan veggja fangelsisins eru ekki endilega eftirsóknarverð, enda ekki mjög heilbrigð oft og tíðum. Þannig að ástæðan fyrir því að ég geri þetta er sterk réttlætiskennd, von til að gleðja þá en líka forvitni mín á öllu sem tengist þessum málum. Svo kom í ljós að þetta er mjög gefandi, bæði að eiga pennavin og skrifa bréf um líf sitt en einnig að gefa einhverjum ókunnugum sem er á erfiðum stað í tilverunni smá ljós- glætu, tilhlökkun og kannski tilgang með deginum.“ Myndi ekki skrifa hverjum sem er Eftir að hafa fengið leyfi hjá for- eldrum sínum byrjaði Gunn hildur að skrifast á við fyrsta pennavin- inn, ungan mann sem var átján ára þegar hann framdi glæpinn sem hann fékk dauðarefsingu fyrir. Hann framdi vopnað rán og myrti afgreiðslumanninn með slysaskoti. Gunnhildur vissi fyrst ekki fyrir hvað hann sat inni, hún hafði ekki Áfall þegar aftakan fór fram Gunnhildur Halla Carr hefur verið pennavinur þriggja fanga á dauðadeild í Bandaríkjunum í átta ár. Hún hvetur alla til að prófa slíkar bréfaskriftir enda séu þær gefandi fyrir mann sjálfan og geti þar að auki skipt sköpum fyrir líðan fangana. VIÐ ELDHÚSBORÐIÐ Gunnhildur með lítinn hluta bréfanna sem hún hefur fengið en hún skrifar sín bréf á tölvu og gefur sér góðan tíma til þess. Bréfin frá henni eru allt upp í tuttugu síðna löng en handskrifuð bréf fanganna eru um sex síður. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Í Suðurríkjunum eru refsingarnar sérstaklega litaðar kynþáttafordómum þar sem kornungir menn fá dauðarefsingu, jafnvel við fyrsta alvarlega glæpinn, og eru í mörgum tilfellum svartir. Mín lífssýn er sú að allir eigi skilið annað tækifæri. Reyndar myndi ég ekki vilja skrifast á við hvern sem er. Ég hef valið unga menn sem hafa fengið fullþunga refsingu að mínu mati, fanga sem mér finnst eiga skilið að fá annað tækifæri. Ég myndi til dæmis aldrei vilja skrifast á við helsjúka raðmorðingja og barnanauðgara. Ég er á Facebook-síðu pennavina fanga og þar sér maður ýkt dæmi af því hversu náin þessi samskipti geta orðið, þar eru konur sem enda á að giftast föngum á dauðadeild. Það er alveg á tæru að það er ekki mitt markmið með bréfaskriftunum. Það eru allir alltaf svo hræddir við allt. Af hverju á maður að vera það? Af hverju ekki að leyfa hlut- unum að gerast, slaka á fordómum og sjá það góða í fólki? Fangadrama Guð minn góður. Þeir pirra mig svo þessir gaura. Það kostar alltaf eitthvað að vera vinur þeirra. Ég er fátækur maður og á ekki mikið til að gefa þeim. Það er kannski ekki alveg rétt, því ég gef þeim góð ráð þótt þeir noti þau sjaldan. Það er pirrandi, því þeir leita til mín og biðja um ráð sem ég gef þeim en svo snúa þeir sér við og um leið breyta rangt. Annað sem er alveg brjálað. Ég er sá eini hérna inni sem er sekur. Af þúsund föngum eru 999 saklausir. Ég hef ekki tíma fyrir svona bull. Gaurarnir halda manni í marga klukkutíma og segja að þeir hafi ekki gert neitt, svo les maður skjölin þeirra til að reyna að hjálpa þeim og kemst að því að þeir eru að ljúga. Sannanir og lífssýni alls staðar. Flestir eru hér vegna morða, rána og eiturlyfjasölu. Peningar. Þetta snýst allt um peninga. Draumar Hvað dreymir mig um? Að komast úr fangelsi einn daginn, vonandi á meðan foreldrar mínir eru enn á lífi. Mig langar að eiga venjulegt líf, vera í vinnu og vera hamingjusamur. Ég held ég hafi þurft að fara í gegnum þessa reynslu til að skilja hvað skiptir máli í þessu lífi. Ég hef svo sannarlega náð því. Þegar ég kemst út mun ég aldrei fara í gegnum þetta aftur eða leggja annað eins á fjölskylduna mína. Ég hef góða tilfinningu fyrir framtíðinni. Ísland Ég hef farið á bókasafnið og lesið mér til um Ísland. Ég hef lesið mikið og rannsakað landið þitt og skil af hverju þú vilt búa þar. Þú ert líka á góðum stað, ung og veist hvað þú vilt í lífinu. Það er gott. Ég er kominn á nýjan stað, hann er mun betri. Og ég er þakklátur fyrir gott fólk í lífi mínu sem heldur mér á jörðinni. Það er svo auðvelt að fara út af sporinu, sérstaklega þar sem hinir gaurarnir hérna eru út úr kortinu. Alltaf að spila einhverja leiki. Ég er ekki fyrir leiki, ég kem til dyranna eins og ég er klæddur. Fjölskyldan Ætli það mætti ekki segja að fjölskyldan mín sé að lifa ameríska drauminn. Þau hafa það gott. Þessa dagana er bróðir minn að reyna að finna stað fyrir mig til að hafa tilbúinn þegar ég kem út. BROT ÚR BRÉFUM Fanginn sem Gunnhildur skrifast á við núna var dæmdur til dauða 18 ára en er nú 36 ára. Hann var nýlega fluttur af dauðadeild vegna framburðar nýrra vitna í máli hans. Máli hans er ekki lokið en það er greinilegt að hann ber von í brjósti um að losna einhvern tímann út.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.