Fréttablaðið - 06.12.2014, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 06.12.2014, Blaðsíða 28
6. desember 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 28 Ég verð örugglega skammaður fyrir það einhvern tíma að velja ekki þetta eða hitt eða of mikið af þessu og of lítið af hinu. Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is Það er stuð á skrifstofu núverandi framkvæmda-stjóra og tilvonandi leik-hússtjóra Þjóðleikhúss-ins, Ara Matthíassonar, þegar mér loks tekst að ramba á réttar dyr. Þar eru mættir leikararnir Pálmi Gestsson og Egg- ert Þorleifsson, uppdubbaðir í ullar- jakkaföt og stígvél enda eru þeir að leika framsóknarmenn í jólasýn- ingu hússins, Sjálfstæðu fólki. Eftir að hafa verið leystir út með gotteríi og kaffi láta þeir sig hverfa og Ari hristir hausinn. „Þetta er það sem maður kallar honey moon,“ segir hann og glottir. „Þegar maður er að taka við eru allir vinir manns og vilja tala við mann. Síðan byrjar maður að velja og hafna í hlutverk og það er alveg ljóst að það geta ekki allir leikið Hamlet, hann er bara einn. En mörgum finnst að þeir ættu að leika hann enda séu þeir best til þess fallnir og fái þeir ekki hlutverkið fer stolt og metn aður viðkomandi að grilla í hausnum á honum og hann fer að ímynda sér að það sé einhver illvilji í hans garð hjá stjórnendunum og þá verða oft leiðindi. Það fylgir bara djobbinu.“ Ari veit um hvað hann er að tala, hefur verið framkvæmdastjóri Þjóðleikhússins frá 2010 og segist hafa fengið að taka mun virkari þátt í allri starfsemi hússins en það starf kannski útheimti, vegna þess hversu mikinn áhuga hann hafi á leiklistinni. Það séu hins vegar erf- iðir tímar hjá leikhúsinu, fjárfram- lög til þess hafi verið skorin grimmt niður og krafan sé að verkefna valið sé markaðsdrifnara en áður var. „Ég verð örugglega skammaður fyrir það einhvern tíma að velja ekki þetta eða hitt eða of mikið af þessu og of lítið af hinu. Þá er það mitt starf að reyna að komast að eins góðri niðurstöðu og hægt er miðað við rammann sem okkur er settur í fjárlögum, þann mannskap sem er hérna og vilja fólksins í land- inu sem lætur mig fá peninga til að reka þetta leikhús. Það eru ótal þættir sem þarf að taka tillit til.“ Ekki skemmtilegur karakter Ari talar sig í ham um hlutverk og stefnu Þjóðleikhússins en þar sem markmið viðtalsins er að fá að kynnast manninum á bak við tit- ilinn stoppa ég hann af og skelli á hann fyrstu spurningunni: Hver er Ari Matthíasson? „Hann er fimm- tugur kall í Vesturbænum,“ svarar hann og skellihlær. „Ég hef búið í vesturbæ Reykjavíkur meira og minna alla mína ævi og gengið hina hefðbundnu slóð: Melaskóli, Hagaskóli, M.R. Háskóli Íslands í bókmenntafræði, Leiklistar- skóli Íslands, seinna Háskólinn í Reykjavík í MBA-nám og enn seinna Háskóli Íslands í meistara- nám í hagfræði. Þannig að ég er með tvær mastersgráður og svo er ég meira að segja með skip- stjórnar réttindi.“ Eftir þessa upptalningu er erfitt að draga upp úr honum orð og greinilegt að honum finnst mjög óþægilegt að tala um sjálfan sig, en ég gef mig ekki og spyr aftur: Hver er Ari Matthíasson? „Hver er maður? Það er rosalega erfið spurn- ing. Ég hef líka minni áhuga á mér heldur en öðru fólki af því að ég er alltaf með sjálfum sér og ég bara get ekki dvalið í mér öllum stundum. Ég til dæmis tók mér pásu á Face- book af því að mér líkaði ekki sá Ari sem ég sá þar. Þá var maður búinn að vera í umræðu og æsa sig yfir einhverjum hlutum en svo hallaði ég mér aðeins aftur og horfði á þetta og skildi bara ekkert í því hvaða Það er bara einn sem ræður Ari Matthíasson tekur við starfi þjóðleikhússtjóra um áramótin. Hann hefur undanfarin fjögur ár verið framkvæmdastjóri leikhússins og þekkir því vel til starfseminnar. Það var þó ekki leikhússtjórinn Ari sem mig langaði að forvitnast um heldur manneskjan og hún reyndist heldur betur eiga sér óvæntar hliðar. Alkóhólismi hans og annarra á þar stóran þátt. mynd ég var að gefa af sjálfum mér þarna. Er þetta ég? Þegar ég raðaði þessu saman fannst mér þessi kar- akter bara ekkert skemmtilegur og ákvað að gefa honum frí. Er maður kannski að skrifa eigin eftirmæli jafnt og þétt á Facebook?“ Missti tvo bræður á sama ári Ég er ekkert á þeim buxunum að sleppa honum svona billega og held áfram að pressa. Það er á allra vitorði að Ari fór í áfengis- meðferð fyrir tíu árum og hefur verið edrú síðan, en hvað kom honum til þess að taka þá ákvörð- un að leita sér aðstoðar? „Ég var bara mjög drykkfelldur og þegar maður drekkur svona mikið verð- ur maður neikvæður og leiðin- legur, hættir að vera skapandi. Ég veit ekki hversu margar sýningar ég lék illa timbraður og þá hætt- ir það að vera gaman. Það endaði reyndar með því að ég var rekinn frá Borgarleikhúsinu og drykkju- skapurinn átti örugglega stóran þátt í því. Eftir á að hyggja hafði minn alkóhólismi tekið frá mér gleðina og ánægjuna af því að leika. Ég fór samt ekki í meðferð fyrr en löngu seinna og þá einfald- lega vegna þess að ég neyddist til FR ÉT TA BL AÐ IÐ /V AL LI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.