Fréttablaðið - 06.12.2014, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 06.12.2014, Blaðsíða 18
6. desember 2014 LAUGARDAGURSKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is AÐSTOÐARFRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson sme@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 SPOTTIÐ MÍN SKOÐUN: PAWEL BARTOSZEK Í fyrstu virtist val Bjarna Benediktssonar á eftirmanni Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í embætti innanríkis- ráðherra vera snilldarbragð. Útlit var fyrir að hann hefði slegið vopnin úr höndum allra þeirra þingmanna, sem gengu með ráðherrann í maganum, þegar hann fól Ólöfu Nordal að gegna embættinu. Rykið settist fljótt og þá kom í ljós, bæði í opinberum viðbrögðum og prívat- samtölum, að það ólgar innan þingflokksins. Kastljósið er skyndilega komið á innanbúðarmál Sjálfstæðisflokksins og einkum þingflokksins. Engum hefur dulist að Bjarni hefur haft góð tök á sínu fólki, sínum flokki og þing- mönnunum. Hann hefur verið óskoraður fyrirliði síns liðs. Það kann að hafa breyst. Takist honum ekki að lægja öldurnar er allt eins víst að ósættið aukist. Það er grín- laust að hafa þrjá eða fjóra þingmenn, í ekki fjölmennari hópi, sem eru ósáttir og telja eigin framgang átt að hafa orðið meiri en hann hefur orðið. Fólk er í fýlu. Og því fylgir vandi. Mál Hönnu Birnu ætlar að reynast erfitt, fyrir hana og fyrir Bjarna. Það losnaði eitt ráðherraembætti og hið minnsta fjórir þingmenn flokksins töldu sig albúna til verks- ins. Og eflaust voru þau hvert og eitt ágætir kandídatar í embættið. Það eitt að Bjarni kaus að leita út fyrir þing- flokkinn er eitt. Annað er hvað hann sagði við fjölmiðla eftir að hafa afráðið að Ólöf Nordal tæki við embættinu. „Þetta er vandasöm ákvörðun sem ég stóð frammi fyrir. Fyrst og fremst vildi ég fá einstakling sem nyti óskoraðs trausts okkar sjálfstæðismanna. Ég lít á hana sem eina af okkur enda var hún á þingi með okkur allt fram á síðasta ár.“ Þessi orð Bjarna fóru þversum í marga. Auðvitað telja þingmenn flokksins að þeir njóti óskoraðs trausts flokksmanna. Af lestri Morgunblaðsins, en afstaða þess er talin skipta máli, er ekki hægt að sjá að blaðið fagni ákvörðun for- mannsins, en blaðið hefur greinilega ekkert á móti skipan Ólafar. Mogginn kinkar kolli. Gefur samþykki sitt. Ólöf Nordal var áberandi þingmaður, þann tíma sem hún sat á þingi, og segja má að það hafi munað um minna. Ólöf segir sjálf að þótt hún setjist nú í ráðherrastól, án þess að vera kjörin til þings, sé alls ekki víst að það merki nýtt upphaf, að hún muni sækjast eftir kjöri til þings í næstu kosningum. Þegar ljóst varð að Ólöf yrði ráðherra fannst mörgum blasa við að Bjarni væri þar að velja næsta vara- formann, að Ólöf myndi í framhaldinu sækjast eftir að verða aftur kjörin varaformaður flokksins, þar sem staða Hönnu Birnu er veik, hið minnsta þessa stundina, hvað sem verður. Bjarni hefur ekki leyst vanda innan flokksins. Hann átti fáa góða kosti, kannski engan. Hann hefur hið minnsta sýnt okkur að það gengur á ýmsu innan flokks og milli þing- mannanna. Einn er örugglega sigurvegari þessa alls. Einar K. Guð- finnsson las rétt í stöðuna og kaus, þrátt fyrir eftirgang Bjarna, að sitja áfram sem forseti þingsins. Stjórnarand- stæðingar hafa keppst við að fagna ákvörðun hans. Val Bjarna Benediktssonar fellur í grýttan jarðveg: Mórallinn hrundi Sigurjón Magnús Egilsson sme@frettabladid.is Alls staðar í þessum lönd-um hafa skólakerfi tekið breytingum. Ég las það á vef danskrar alfræðiorðabókar að árið 1903 hafi latínuskólunum þar í landi verið breytt í fjögurra ára menntaskóla þar sem fyrsta árið var gert að almennri undirbún- ingsbraut en svo tók við þriggja ára nám á þremur námsbrautum: nýmálabraut, fornmálabraut og stærðfræði- og náttúruvísinda- braut. Einhvern veginn líktist þetta danska fyrirkomulag undar lega mikið námsframboði þess mennta- skóla sem ég útskrifaðist sjálfur úr, tæpum hundrað árum síðar. Einhvers staðar á leiðinni hafa Danir, og aðrar Norðurlanda þjóðir, hins vegar ákveðið að skerða nám til stúdentsprófs. Sé litið til þeirra fordæma gæti hugsanlega verið skynsamlegt að fela þær breyt- ingar í móðu ólíkra námsbrauta með valkvæðum hraðbrautum áður en kerfið er samrýmt að nýju með þeim afleiðingum að allir útskrifast ári fyrr. Þegar ég segi „skynsamlegt“ á ég við póli- tískt skynsamlegt, því það er ekk- ert raunverulegt vit í því að búa til slíkan hrærigraut einungis til að særa enga menntastofnum og móðga enga stétt. Mér heyrist margir vera á því að stytting heildarnáms til stúd- entsprófs sé skynsöm en að fram- haldskólinn sé ekki rétti staðurinn heldur ætti að stytta grunnskóla frekar. Sumir rökstyðja þetta með því að segja að þeim hafi leiðst í grunnskóla en ekki í framhalds- skóla. Það gefur kannski til kynna að grunnskólinn geti stundum kreist meira úr sumu fólki. En við skulum ekki gefa okkur að það sé ekki hægt. Það má heldur ekki gleyma því að allar hinar Norðurlandaþjóð- irnar hafa valið að fara þessa leið, að stytta framhaldsskólann í þrjú ár. Fæstir þeirra sem vilja efla menntakerfið í þessum lönd- um leggja til að aukafjármagn til menntamála verði notað til að lengja framhaldsskólann að nýju. Menn virðast sáttir við að hafa námið þrjú ár. Menn virðast sátt- ir við að hafa námið „varanlega skert“. Eins og aðrir hafa gert Framhaldskóli er, fyrir flesta, áfangi á leið til frekari menntunar. Það verður því að mæla árangur hans í því ljósi. Spyrjum okkur: Hve vel stend- ur framhaldsskólastigið þegar kemur að því að taka við grunn- skólabörnum og breyta þeim í stúdenta? Í tveggja ára gamalli skýrslu menntamálaráðuneytisins kemur fram að einungis 44% íslenskra menntaskólanema ljúka námi á tilskildum tíma. Annars staðar á Norðurlöndunum er hlutfallið yfir 70%. Íslensku tölurnar verða að fara að hækka. En nú spyr ein- hver: „Er þetta ekki röng nálgun? Erum við ekki að rýra námið og minnka kröfur til að fleiri komist í gegn?“ Og það er nákvæmlega það sem við verðum að gera. Við verðum að rýra námið og skerða kröfur. Nám til stúdentsprófs verður að vera jafninnihaldslítið og í Dan- mörku. Kröfurnar verða að vera jafnlitlar og í Finnlandi. Þessar þjóðir eru reyndar í efstu tveim- ur sætum þegar kemur að svo- kallaðri menntunarvísitölu Sam- einuðu þjóðanna. Við verðum að vera jafnmetnaðarlaus og þær þegar kemur að inntaki stúdents- prófs. Finnskir nemendur eru í grunn- skóla til 16 ára aldurs. Þeir fara síðan í þrjú ár í framhaldsskóla og hefja að jafnaði háskólanám við nítján ára aldur. Danskir nem- endur eru í grunnskóla til 16 ára aldurs og fara svo í framhald- skóla. Þeir útskrifast úr fram- haldsskóla 19 ára. Sama kerfi er við lýði í Noregi og Svíþjóð. Slökum á kröfum Í umræðu um styttingu fram-haldsskólans hafa andstæð-ingar þeirrar hugmyndar stundum kallað hana „skerð- ingu náms til stúdentsprófs“. Það er kannski ákveðinn áróðurs- fnykur af þessu orðalagi en auð- vitað er þetta samt rétt. Vonandi er það rétt! Hvað segði það okkur um framhaldsskólann nú ef hægt væri að skera hann niður um eitt ár þess að nokkuð myndi tapast? Nei, vissulega getur stytting þýtt að nemendur sitji á heildina litið í færri tímum, l e s i f æ r r i bækur, hlusti á færri fyrir- lestra, taki niður færri glósur, skrifi færri rit- gerðir og reikni færri dæmi. Ef við höfum trú á að þessir hlutir skipti máli þá felur það í sér að við höldum að nemend- ur muni koma verr undirbúnir í háskóla ef við styttum framhalds- skólann (eða grunnskólann) um eitt ár. En það er augljóslega ekki rétta nálgunin. Það verður að skoða menntakerfið í heild sinni. Sumir vilja að börn fari í skóla fimm ára. Hvernig væri nú ef þær hugmyndir væru skotnar niður á þeim forsendum að verið væri að „rýra gildi leikskólanáms- ins“? Væri það heppileg nálgun á viðfangsefnið? Auðvitað ekki. Heildar leið nemandans gegnum skóla kerfið hlýtur að vera það sem skiptir máli. Skerðum námið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.