Fréttablaðið - 06.12.2014, Blaðsíða 104

Fréttablaðið - 06.12.2014, Blaðsíða 104
6. desember 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN BÆKUR | 64 Bækurnar Harmur englanna eftir Jón Kalman Stefánsson og Svar við bréfi Helgu eftir Bergsvein Birgis- son eru tilnefndar til International Impac Dublin-bókmenntaverð- launanna sem veitt verða 17. júní á næsta ári. Bækurnar eru í fyrsta úrtaki til verðlaunanna en 142 bækur kom- ast í þennan fyrsta flokk. Styttri listinn, þær bækur sem keppa um verðlaunin, verður kynntur í apríl. Verðlaunin eru veitt fyrir enskar bækur og bækur í enskri þýðingu og meðal annarra nafna á listanum má sjá Náðarstund Hönnuh Kent og Life after life eftir Kate Atkinson. Jón Kalman og Bergsveinn í úrtaki BERGSVEINN BIRGISSON JÓN KALMAN STEFÁNSSON Óbirtur óperutexti eftir glæpasagna- höfundinn Raymond Chandler upp- götvaðist fyrir skemmstu í bókasafni bandaríska þingsins í Washington. Líbrettóið er við óperuna The Princess and the Pedlar sem Julian Pas- cal samdi tónlistina við. Handritið hafði raunar legið fyrir allra augum síðan 29. ágúst 1917 án þess að vekja athygli. Líbrettó Chandlers Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is FÆRT TIL BÓKAR YRSA VELTIR ARNALDI ÚR SESSI DNA Yrsu Sig- urðardóttur situr í fyrsta sætinu á Metsölulista Eymundsson þessa viku og hefur ýtt Kamp Knox eftir Arnald Indriðason niður í annað sætið. ! Gísli Pálsson er búinn að skrifa undir útgáfusamning á bandarískri útgáfu bókar sinnar Maðurinn sem stal sjálfum sér, sem segir sögu Hans Jónatans, þeldökks manns sem settist að á Djúpavogi. Útgefandinn er Chicago University Press. The Man Who Stole Himself er væntanleg á bandarískan markað árið 2015. Hans til Ameríku Hugmyndin kviknaði í raun og veru út frá teppi sem móðir mín saumaði eftir ridd-arateppinu á Þjóð-minjasafninu,“ segir Eva Þengilsdóttir um tilurð bók- arinnar Nálu. „Ég var svo heppin að þegar mamma lauk við teppið, 700 dögum eftir að hún byrjaði á því, þá gaf hún mér það og ég hef notið þess að horfa á það síðan. Þetta er merkilegt verk, stórt og mikið og ótal spor sem öll skipta máli. Hvert spor þarf að taka rétt og saman þurfa sporin að mynda mynstur. Þau þurfa síðan að ganga upp til að úr verði þessi sterka heild. Maður getur í raun yfirfært þetta á lífið sjálft, við þurfum öll að lifa í sátt og sam- lyndi hvert við annað og umhverf- ið til þess að allt fari vel. Já, svona verk kallar á að um það sé skrif- að.“ Eva segir bókina í aðra röndina vera óð til íslensks menningararfs og handverks og á sama tíma pæl- ingu um frið. „Við erum svo rík. Bæði að eiga þessar dásamlegu sögur, sem margar hverjar eru magnaðar, og svo allt þetta fallega handverk.“ Aldrei of seint Nála segir frá riddara nokkrum sem geysist um á hesti sínu, berst við dreka og óvættir og raunar bara allt sem á vegi hans verð- ur. Þar kemur að það er enginn eftir til að drepa og þá verður á vegi hans stúlkan Nála sem beit- ir sverði hans sem nál og hefst handa við að skapa nýjan heim. Myndirnar í bókinni eru í kross- saumsstíl og þær vann Eva inn- blásin af riddarateppinu. „Mynd- irnar eru allar mínar en ég nota brot úr mynstri úr teppinu til að vísa í það.“ Friðarboðskapur sögunnar fer ekki á milli mála enda er efnið Evu hugleikið. „Mér finnst mikil- vægt þó að við búum á Íslandi og séum fjarri þeim stöðum þar sem bardagar geisa að við séum meðvituð um að við erum hluti af stærri heild og við gegnum mikil- vægu hlutverki þegar kemur að friði. Boðskapur sögunnar er ekkert endilega aldurstengdur, þótt hún sé flokkuð sem bók fyrir börn upp að 10 ára aldri. Það er alltaf gaman að hverfa á vit ævin- týranna og það er aldrei of seint að taka upp sverðin í eigin lífi og beita þeim með nýjum og frjórri hætti.“ Ekki aftur snúið Eva er viðskipta- og stjórnsýslu- fræðingur að mennt en hefur nú alfarið helgað sig skriftum. Hvernig lá leiðin þangað? „Ég hef haft gaman af því að skrifa alveg frá því að ég var ungling- ur og hef líka verið í myndlist- inni síðan. Fyrir tilviljun fékk ég í fangið verkefni fyrir rúmlega tíu árum sem leiddi til þess að ég fór að skrifa barnaefni fyrir sjón- varp, sem aftur leiddi til þess að ég fór að skrifa fyrir barnastarf kirkjunnar og svo fyrir leikskóla. Þannig að þetta vatt upp á sig, aðallega vegna þess að ég hafði svo ægilega gaman af þessu, og fyrsta bókin mín kom út fyrir tveimur árum og þá varð ekki aftur snúið.“ Hentirðu þá viðskiptafræðinni bara í ruslakörfuna? „Það er von að þú spyrjir. Ég hef verið svo heppin að þar sem ég hef starf- að sem viðskiptafræðingur hef ég gjarnan verið í mjög skapandi verkefnum eða þar sem ég hef haft svigrúm til að skrifa og hanna. Eftir að við fjölskyldan fluttum til Genfar fyrir tveimur árum hef ég haft meiri tíma til að skrifa, en áður nýtti ég helst kvöldin og helgarnar. Nála er afraksturinn af þessum tveimur árum í Sviss og svo er auðvitað full skúffa af öðru efni. Ótrúlegt hvað þessar skúffur geta orðið djúpar!“ Hvað er vinsælast? Það vekur forvitni mína að kona með áhuga á skrifum og mynd- list hafi valið sér viðskiptafræði sem aðalfag í háskóla. Eva hlær þegar ég spyr um það og segir þá sögu ansi sérstaka. „Ég get eigin- lega varla sagt frá því, en ég var í útlöndum þegar fresturinn til að skrá sig í Háskóla Íslands var að renna út og bað mömmu að fara og skrá mig. Ég vissi ekki að maður þyrfti að velja fag strax og þegar mamma kom upp eftir og fékk þær upplýsingar að hún yrði að skrá mig í ákveðið nám spurði hún bara hvað væri vinsælast og skráði mig í það fag. Ég kom svo heim eftir að skól- inn var byrjaður og dreif mig bara í að klára þetta nám og hafði gaman af. Námið hefur nýst mér vel og ég hef lengst af unnið í þriðja geiranum, meðal annars fyrir Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra og Blindrafélagið auk þess sem ég vann um tíma fyrir Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Ég hef mikinn áhuga á grasrótinni og því hvernig við sem samfélag leysum okkar mál. Ég dreif mig því í framhaldi af viðskiptafræðinni í MPA-nám, Master of Public Administration, eða stjórnsýslufræði.“ Saumaðir þú það? Eva býr enn í Genf en er heima til að fylgja Nálu eftir með upplestr- um í skólum og víðar. Hún segir mjög gefandi og skemmtilegt að lesa upp fyrir börn og þau segi oft hluti sem hvetji hana til umhugs- unar. „Ég hef verið að lesa fyrir börn í fyrsta til þriðja bekk og það er ægilega gaman. Ég er búin að fara í eina sextán skóla og það byrjaði rosalega vel. Í fyrsta skól- anum var ég spurð hvort ég væri orðin tólf ára, sem ég var dálítið ánægð með, í næsta skóla var ég spurð hvort ég væri kannski 67 ára, sem ég gat alveg þolað. Svo versnaði í því í þriðja skólanum þegar ég var að segja krökkunum frá riddarateppinu og hvað það væri gamalt, meira en 300 ára. Þá réttir einn ákafur upp höndina og spyr: „Saumaðir þú það?“ Þá var maður skák og mát. Þau eru alveg yndisleg, þessir krakkar.“ Búsetan í Sviss hefur haft áhrif á skrif Evu og sýn hennar á Ísland. „Þegar maður býr úti sækir allt sem er heima sterkar á mann. Meira að segja rokið fær á sig rómantískan blæ. Það skol- aðist reyndar af mér um síðustu helgi þegar ég var að lesa upp í Heiðmörk og þurfti að skríða eftir jörðinni til að komast úr bílnum inn á kaffihúsið.“ Kom tilnefningin til Íslensku bókmenntaverðlaunanna þér á óvart? „Já, auðvitað gerði hún það. Og ég er innilega þakklát fyrir að fá hana. Maður skrifar um eitt- hvað sem stendur manni nærri og leggur það í dóm lesenda án þess að vita neitt um það hvern- ig því verður tekið. Ég er búin að leggja miklu vinnu í þessa bók og er mjög þakklát fyrir að það skuli vera skilningur á verkinu og fólk taki því vel. Það þykir manni vænt um.“ Rokið fær rómantískan blæ Nála– riddarasaga eftir Evu Þengilsdóttur er ein þeirra bóka sem tilnefndar eru til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Eva myndskreytir söguna sjálf og eru bæði myndirnar og sagan innblásnar af riddarateppinu fræga í Þjóðminjasafninu. Sagan er friðarboðskapur og Eva segir aldrei of seint að taka upp sverðin í eigin lífi og beita þeim með frjórri hætti. INNBLÁSTURINN Eva við riddarateppið í Þjóðminjasafninu sem varð kveikjan að Nálu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Boðskapur sögunnar er ekkert endilega aldurs- tengdur, þótt hún sé flokkuð sem bók fyrir börn upp að 10 ára aldri. Það er er aldrei of seint að taka upp sverðin í eigin lífi og beita þeim með nýjum og frjórri hætti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.