Fréttablaðið - 06.12.2014, Blaðsíða 64
FÓLK|HELGIN
LAMBAHRYGGUR
MEÐ GRÆNMETI
Lambahryggur er einstaklega
bragðgóður og ef þú vilt leyfa þér
eitthvað sérstaklega gott í matinn
um helgina er þetta uppskriftin.
Kjötið er meyrt og safaríkt. Upp-
skriftin miðast við fjóra.
ÞAÐ SEM ÞARF:
1 ½ kg lambahryggur
1 tsk. salt
½ tsk. nýmalaður pipar
2 msk. smjör til steikingar
2 msk. gróft sinnep, gjarnan rautt
Dijon
RÓTARGRÆNMETI
500 g gulrætur
500 g rófur
500 g sellerírót
1 rauðlaukur
1 fennel
2 msk. smjör
3 msk. ferskt estragon (fáfnis-
gras)
1 tsk. salt
KARTÖFLURÉTTUR
4 stórar kartöflur
1 rauðlaukur
1 msk. ólífuolía
2 tsk. timjan, fínt skorið
½ tsk. salt
¼ tsk. pipar
SÓSA
1 msk. gróft sinnep
4 msk. sojasósa
1 ½ dl soð frá kjötinu
1 msk. smjör
Saltið og piprið kjötið vel og steikið
það snöggt á heitri pönnu. Fallegt
er að fituhreinsa hrygginn niður
eftir rifbeinunum. Smyrjið sinnep-
inu á hrygginn og leggið hann í
eldfast form. Hitið ofninn í 175°C
og eldið í um það bil 20 mínútur.
Steikarmælir á að sýna 60 gráður.
Hvílið kjötið og skerið síðan niður í
kótelettur.
Skrælið og skerið grænmetið
í mátulega þykka bita. Setjið í
eldfast mót, saltið og setjið smjör-
klípu yfir. Bakað í ofninum við
175°C í um það bil 45 mínútur.
Dreifið estragoni yfir þegar græn-
metið er lagt á borð.
Kartöflurnar eru skrældar og
skornar í þunnar sneiðar. Sama er
gert við rauðlaukinn. Leggið kart-
öflusneiðarnar í eldfast mót ásamt
lauknum og vætið með ólífuolíu.
Kryddið með timjani og salti. Bak-
ist í ofni við 175°C í 45-60 mínútur.
Best er að setja kartöflurnar fyrst
í ofninn, síðan grænmetið stuttu
síðar og loks kjötið.
Sósan er löguð með því að hita upp
soðið, sojasósa og sinnep sett út í
og suðan látin koma upp. Í lokin er
smjöri hrært saman við.
HEIMSINS BESTA OSTAKAKA
Þessi ostakaka uppfyllir öll skilyrði
fyrir að vera hin fullkomna osta-
kaka.
BOTN
12 haframjölskökur
100 g smjör
½ tsk. kanill
OSTAFYLLING
500 g hreinn rjómaostur
1 dl rjómi
Safi úr einni sítrónu
Smátt skorinn börkur af einni
sítrónu
150 g sykur
1 tsk. vanillusykur
4 egg
KREM
2 dl sýrður rjómi
2 msk. flórsykur
Setjið kexið í matvinnsluvél, síðan
brætt smjör og kanil. Blandan
er sett í lausbotna form, 26 cm.
Þrýstið kexinu vel í botninn.
Bakið neðst í ofni við 180°C í 10
mínútur.
Hrærið ost og rjóma. Blandan á
að vera kekkjalaus. Bætið öðru við
og hrærið. Hellið yfir kexbotninn.
Lækkið hitann í ofninum í 140°C
og bakið áfram í 30 mínútur.
Kælið kökuna. Þeytið rjóma og
flórsykur og þekið kökuna með
kreminu.
Gott er að gera kökuna degi
áður en hún á að notast en setja
kremið á rétt áður en hún er borin
fram.
LAMBAHRYGGUR OG OSTAKAKA
GOTT Á AÐVENTU Þessi tími er dimmur en skemmtilegur. Kerta- og jólaljós lýsa upp desember og um að gera að njóta tímans.
Ekki er verra að hafa eitthvað gott í matinn. Lambakjötið bregst ekki og það er tilvalið að prófa þessa rétti um helgina.
GOTT LAMBAKJÖT Lambahryggur er alltaf góður og er eftirlæti margra matgæðinga.
EFTIRRÉTTURINN
Heimsins besta ostakaka.
Hér fylgir uppskrift
sem hefur gefist vel:
MARENGSBOTNAR
220 g sykur
4 eggjahvítur
1 tsk. lyftiduft
5 dl kornflex eða rice
crispies (má sleppa)
Stífþeytið eggjahvítur,
lyftiduft og sykur.
Bætið kornflexi var-
lega saman við með
sleikju.
Teiknið tvo hringi á
bökunarpappír. Gott
er að nota disk eða
kökuform sem er um
það bil 23 sentí-
metrar að þvermáli.
Skiptið marengs-
inum í tvennt. Hellið
í miðju hringjanna
og sléttið úr. Bakið
í 120°C heitum ofni
við blástur í u.þ.b.
60 mínútur. Best er
að láta marengsinn
kólna í ofninum,
helst yfir nótt.
SÚKKULAÐIRJÓMI
½ l rjómi
100 g suðusúkkulaði
Ber að eigin vali
Bræðið súkkulaðið
í 1 dl af rjóma.
Látið kólna í ísskáp
í 30 mínútur. Þeytið
restina af rjóma num.
Hellið súkkulaði-
blöndunni út í í
nokkrum skömmtum.
Hrærið varlega sam-
an með sleif. Blandið
berjum út í, til dæmis
jarðarberjum og blá-
berjum.
Setjið annan mar-
engsbotninn á
kökudisk. Smyrjið
rjómanum á botn-
inn og lokið með
hinum. Skreytið með
bræddu súkkulaði
(gott að þynna það
aðeins með rjóma).
MARENGSTERTA MEÐ
SÚKKULAÐIRJÓMA
Marengstertur eru sívinsælar á veisluborð. Sumum
vex þó í augum að baka marengsbotna. Á til dæmis
að þurrka þá í ofninum yfir nótt eða dugar að láta
þá taka sig smá stund eftir bakstur?