Fréttablaðið - 06.12.2014, Blaðsíða 58
KYNNING − AUGLÝSINGSpjaldtölvur LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 20142
Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000
Umsjónarmenn auglýsinga: Jónatan Atli Sveinsson, s. 512-5446, jonatan@365.is
Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal.
Með tækninýjungum á borð við snjallsíma og spjaldtölvur hefur orðið bylting fyrir þá sem kjósa að
hlusta á bækur í stað þess að lesa þær, að
sögn Stefáns Hjörleifssonar, framkvæmda-
stjóra eBóka. Hann segir fólk ekki lengur
bundið við einn stað eins og heimilið eða
bílinn líkt og áður, heldur sé mik-
ill meirihluti þess alltaf með tæki
á sér sem hægt er að nota til að
hlusta í. „Flestir eru með far-
símann á sér öllum stundum;
í göngutúrnum, á hjólinu, úti
að skokka og jafnvel í líkams-
ræktinni auk þess sem hann
er gjarnan skammt undan
heima fyrir eða í bílnum. Það
sama má segja um spjald-
tölvuna sem auðvelt er að
kippa með sér þegar farið er
að heiman.“
Stefán segir hljóðbækur
vera fyrir alla, ekki aðeins fyrir lestrarhaml-
aða og eldra fólk. „Hljóðbækur eru nefni-
lega frábær valkostur fyrir alla þá sem vilja
njóta góðra bóka í frábærum flutningi, ekki
síst fyrir þá sem hafa mikið að gera og finna
sér ekki tíma til að setjast niður og lesa. Þú
kemst einfaldlega yfir miklu meira efni með
því að hlusta þó ekki sé nema á brot eða
bókar kafla á leið í vinnuna, í ræktinni að
ekki sé minnst á aðra líkamsrækt og útivist
sem tekur lengri tíma. Þegar upp er staðið
hefur hlustandinn komist í gegnum fjölda
bóka á sama tíma og hann var að gera eitt-
hvað allt annað. Svo má auðvitað setja sig í
lestrarstellingar líka, halla aftur augunum
og njóta þess að hlusta.“
Útgáfan eykst
Að sögn Stefáns hafa eBækur frá upphafi
kappkostað að bjóða hljóðbókina sem al-
vöru valkost þannig að hún komi
út samhliða prentuðu bókinni.
„Þannig höfum við boðið marga
af vinsælustu titlum síðustu ára
í þessu formi sem allra næst út-
gáfudegi og gjarnan sama dag.
Þar má til dæmis nefna nýjustu
bækur Arnaldar Indriðasonar og
Yrsu Sigurðardóttur, fjölbreyttar
ævisögur og fagurbókmenntir. Við
leggjum áherslu á að fá góða lesara,
leikara eða höfunda til verksins og
allur frágangur er fyrsta flokks.“
Það hefur orðið mikil aukning
í útgáfu hljóðbóka fyrir almennan mark-
að undanfarin ár og nú eru hundruð titla
í boði hjá eBókum sem niðurhal auk þess
sem flesta sömu titla má einnig kaupa í
bókabúðum. „Það hefur því orðið jafn vöxt-
ur hjá okkur síðustu árin og þetta ár virð-
ist fara mun betur af stað en fyrri ár sem
segir okkur að markaðurinn er að stækka
enn frekar.“
Allar nánari upplýsingar um eBækur og
þær hljóðbækur sem eru í boði má finna á
www.ebaekur.is.
Hljóðbækur sífellt vinsælli
Með tilkomu snjallsíma hefur sala hljóðbóka þrefaldast víða erlendis enda hafa notkunarmöguleikar margfaldast. eBækur bjóða
rafrænar útgáfur hljóðbóka sem niðurhal í síma og spjaldtölvur á einfaldan og aðgengilegan hátt.
„Hljóðbækur eru nefnilega frábær valkostur fyrir alla þá sem vilja njóta góðra bóka í frábærum flutningi,“ segir
Stefán Hjörleifsson, framkvæmdastjóri eBóka. MYND/VALLI
Úrval rafbóka hefur aukist jafnt og þétt hérlendis undanfarin ár
og þeim fjölgar stöðugt sem kjósa að lesa rafbækur samhliða eða í
stað hefðbundinna bóka. Nú geta unnendur rafbóka nálgast allar
tíu glæpasögur Yrsu Sigurðardóttur sem rafbækur á einstöku til-
boði á eBækur.is, eða frá 990 kr. Þetta er í fyrsta sinn sem heildar-
safn rafbóka er gefið út eftir jafn þekktan og afkastamikinn höf-
und og er það við hæfi að drottning íslenskra glæpasagna ríði nú
á vaðið með heildarútgáfu bóka sinna. Allar upplýsingar um raf-
bækur Yrsu Sigurðardóttur og aðra titla sem í boði eru hjá eBók-
um má finna inn á www.eBækur.is.
Hvalreki fyrir
rafbókaunnendur
Yrsa Sigurðardóttir