Fréttablaðið - 06.12.2014, Blaðsíða 79
| ATVINNA |
SUNDÞJÁLFARI
Sunddeild Stjörnunnar leitar að einstaklingi
í hlutastarf við þjálfun æfingahópa við
yngra starf deildarinnar.
Nánari upplýsingar um starfið gefur Friðbjörn
yfirþjálfari í netfanginu sund@stjarnan.is.
Sunddeild Stjörnunnar er eitt
af fyrirmyndarfélögum KSÍ.
Fræðsluskrifstofa Reykjanesbæjar óskar
eftir að ráða sálfræðing til starfa.
Starfið felst í greiningu, ráðgjöf, meðferð og fræðslu til
barna og fjölskyldna þeirra, sem og ráðgjöf til starfsfólks í
leik- og grunnskólum.
Krafist er réttinda til að starfa sem sálfræðingur á Íslandi og
lipurðar í mannlegum samskiptum.
Reynsla á sviði skólasálfræði og félagsþjónustu er æskileg.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Upplýsingar veita Gylfi Jón Gylfason fræslustjóri
og Gyða Margrét Arnmundsdóttir deildarstjóri
sérfræðiþjónustu í síma 421-6700
Umsóknum skal skila rafrænt á heimasíðu
Reykjanesbæjar fyrir 20. desember 2014
www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf
ATVINNA
SÁLFRÆÐINGUR ÓSKAST TIL STARFA
kopavogur.is
Spennandi störf
hjá Kópavogsbæ
Leikskólar
· Leikskólakennari í Baug
· Sérkennari/þroskaþjálfi í Fífusali
Grunnskólar
· Stuðningsfulltrúi í námsver
· Stuðningsfulltrúi/skólaliði
· Þroskaþjálfi í Hörðuvallaskóla
· Starfsmenn í dægradvöl og skólaliðar í
Hörðuvallaskóla
Velferðarsvið
· Starfsmenn á heimili fyrir fatlað fólk
· Starfsmenn á hæfingarstöð fyrir fatlað fólk
Nánari upplýsingar og fleiri störf er að finna á
vef Kópavogsbæjar
Eingöngu er hægt að sækja um störfin rafrænt
á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is
Vakin er athygli á að öll laus störf hjá bænum
eru auglýst www.kopavogur.is
Mannverk ehf. var stofnað á vordögum 2012. Fyrirtækið sérhæfir sig í þróunarverkefnum,
stýriverktöku, verkefna- , hönnunar- og byggingarstjórnun ásamt almennri framkvæmdaráð-
gjöf. Mannverk er ábyrgt og framsækið fyrirtæki og leggur áherslu á öfluga liðsheild.
Nánari upplýsingar um fyrirtækið má finna á heimasíðu þess www.mannverk.is
Rafmagns- eða tæknifræðingur
Mannverk óskar eftir að ráða öflugan starfsmann í verkefna- og framkvæmdastjórnun sem tilbúinn er að takast á við
krefjandi verkefni á raforkusviði og skemmtilegar áskoranir með góðri liðsheild.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Jónas Már Gunnarsson í síma 771 1101. Umsóknarfrestur er til og með 15. desember
n.k. Umsókn óskast send á jmg@mannverk.is. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál. Umsókn
um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf.
Helstu verkefni
• Verkefna- og framkvæmdastjórnun á sviði
há- og lágspennu
• Samræming hönnunar og á tæknilegum útfærslum
• Undirbúningur verkefna
• Innkaup, áætlanagerð og eftirfylgni
• Kostnaðar-, gæða- og framvindueftirlit
Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólamenntun á sviði rafmagnstækni eða -verkfræði
• Farsæl starfsreynsla
• Menntun í rafiðn er kostur
• Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum
• Metnað til að ná árangri í starfi
• Góð kunnátta í ensku
ICEL AND GEOSURVEY
Íslenskar orkurannsóknir, ÍSOR, leita að metnaðargjörnum einstaklingi til að bætast í hóp
þeirra sem leiða rannsóknir og þróun á sviði jarðvarma, grunnvatns og kolvetna í jörðu.
Sérfræðingur á sviði forðafræði jarðhitakerfa
Starfið felur í sér vinnu við forðafræðirannsóknir,
einkum líkanreikninga fyrir jarðhitakerfi og túlkun
borholuprófana og -mælinga, en einnig eftir
atvikum almennar rannsóknir og ráðgjöf
auk kennslu og þjálfunar.
Fastur vinnustaður er á skrifstofum ÍSOR
í Reykjavík eða á Akureyri. Starfið getur
falið í sér vinnu utanbæjar eða utanlands
og langan vinnudag á köflum.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Meistara- eða doktorspróf í jarðeðlisfræði,
eðlisfræði, verkfræði eða skyldum greinum.
- Reynsla á sviði forðafræði eða grunnvatnsfræði
æskileg, einkum líkanreikninga.
- Góð kunnátta í eðlisfræði og stærðfræði.
- Frumkvæði og öguð vinnubrögð.
- Lipurð í mannlegum samskiptum.
- Gott vald á íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti.
- Kunnátta í öðrum tungumálum, svo sem
spænsku, frönsku eða þýsku, er kostur.
ÍSOR leggur áherslu á að hækka hlutfall kvenna og yngra fólks í starfsliði sínu.
Nánari upplýsingar og umsóknir má senda á netfangið
gudrun.erlingsdottir@isor.is, eigi síðar en 5. janúar 2015.
www.isor.is
til umsóknar. Störfin veitast frá 1. febrúar 2015 eða eftir
samkomulagi.
Um er að ræða fjölbreytt starf á hinum ýmsu þjónustuþáttum
öldrunarlækna. Stöðurnar eru námsstöður sem veitast til
eins árs en möguleiki er á skemmri ráðningu. Starfið er gott
innlegg til sérnáms í öldrunarlækningum, heimilislækningum,
lyflækningum og fleiri greinum. Starfsvettvangur er á Landakoti
og í Fossvogi. Vaktir eru á Landakoti. Einnig getur staðan verið
góð endurmenntunarstaða fyrir starfandi heimilislækna.
Helstu verkefni og ábyrgð
Deildarlæknir hlýtur þjálfun og reynslu á öllum sviðum
öldrunarlækninga, við heildrænt mat, meðferð og greiningu
á bráðaöldrunarlækningadeild, endurhæfingardeild og heila-
bilunardeild svo og við göngudeild og ráðgjöf.
Hæfnikröfur
» Almennt íslenskt lækningaleyfi
» Íslenskukunnátta
» Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum
Umhyggja • Fagmennska • Öryggi • Framþróun
Laun samkvæmt samningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra. Sótt er um starfið
rafrænt á; www.landspitali.is, undir „laus störf“. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun
um ráðningu hefur verið tekin. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.
Nánari upplýsingar
» Umsóknarfrestur er til og með 15. janúar 2015.
» Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá.
» ATH. Fylla þarf út lágmarksupplýsingar á almenna umsókn
og setja viðhengi, en ýtarlegri upplýsingar í umsókn fyrir
læknisstöðu, sjá vef landlæknis.
» Upplýsingar veita Pálmi V Jónsson, yfirlæknir, netfang
palmivj@landspitali.is, sími 543 9891.
» Umsóknargögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu
berast Pálma, K-4 öldrunarlækningar Landakoti.
ÖLDRUNARLÆKNINGAR
Deildarlæknar í starfsnám
og/eða endurmenntunarstaða
Vanur bókari óskast til vinnu
frá og með áramótum
Um er að ræða fullt starf.
Kunnátta á DK bókhaldskerfið
væri kostur.
Áhugasamir hafi samband við
jobs@globalfuel.is
fyrir 10. desember.
LAUGARDAGUR 6. desember 2014 13