Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2013, Blaðsíða 16
16 Fréttir 25.–27. janúar 2013 Helgarblað
„Það eru fleiri fórnarlömb“
Þ
að var að kvöldi þess 9. jan
úar sem þáverandi ritstjóri
DV, Mikael Torfason, sat einn
eftir við tölvuna með for
síðu morgundagsins á skján
um. „„Kennari sagður nauðga piltum“
sagði þar í stríðsletri.
„Er hann ekki einhentur,“ spurði ég.
„Jú,“ sagði ritstjórinn og bætti svo
við: „Er það ekki einum of langt geng
ið?“
„Nei,“ sagði ég.“
„Vissulega á ekki að kenna menn
við fötlun sína en í svona málum verð
ur þetta dramatískara – myndrænna.“
Ritstjórinn gaf sig og breytti fyrir
sögninni í það sem hún varð.“
Þannig lýsti Eiríkur Jónsson
þessari stundu í pistli sem hann birti
á heimasíðu sinni í kjölfar um
ræðunnar um Ísafjarðar
málið, en nú, sjö árum
síðar, stigu strákarn
ir fram í fyrsta sinn
og sögðu sögu sína
í Kastljósi þriðju
dagsins. Strákarn
ir kærðu Gísla fyrir
kynferðis brot þann
22. desember og
þeir höfðu jafnframt
látið hann vita að þeir
hefðu rofið þagnar
múrinn og sagt til hans.
Kynferðisbrotin sem
þeir kærðu Gísla fyrir
voru langvarandi
og ítrekuð og eins ljót og hægt er að
hugsa sér. Þá hafði þriðji maðurinn
farið með þeim á lögreglustöðina í
þeim tilgangi að leggja fram kæru en
brotin gagnvart honum voru fyrnd.
Þennan dag hafði Andri Ólafsson,
blaðamaður DV, náð tali af Gísla, sem
staðfesti að húsleit hefði verið gerð
heima hjá honum, tölva hans hefði
verið tekin og henni verið skilað aftur
og sagði að málið væri á misskilningi
byggt.
Andlát Gísla
Þriðjudagurinn 10. janúar
Nýr dagur rann upp og blaðið kom út.
Vinur Gísla reyndi ítrekað að ná í hann
í síma en Gísli svaraði
aldrei. Þegar líða tók á
daginn ákvað vinur
hans að fara heim
til Gísla og tékka
á honum. Þegar
Gísli svaraði ekki
heldur dyra
bjöllunni hr
ingdi vinur hans
í lögregluna
sem fann Gísla
látinn á heimili
sínu. Hann
framdi sjálfsvíg
áður en nóttin
var á enda.
Rannsókn máls
ins var sjálfhætt.
Í kvöldfrétt
um
NFS flutti fréttamaðurinn Jóhann
Hlíðar Harðarson fréttir af málinu, en
hún hófst með þessum orðum: „Karl
maður á sextugsaldri svipti sig lífi í
morgun eftir að DV birti mynd af hon
um á forsíðu og bendlaði hann við
kynferðislegt ofbeldi gegn ungum pilt
um. Ásakanirnar gegn honum hafa
ekki verið sannaðar og bróðir manns
ins segir að DV hafi nánast rekið hann
í dauðann.“
Þar sagði einnig að málið gegn
Gísla hefði verið á frumstigi og að orð
hafi staðið gegn orði. Eins var það haft
eftir bróður Gísla að fjölskyldan væri
sundurtætt af sorg vegna þessa harm
leiks og að hann hefði hringt á ritstjórn
DV til þess að tilkynna þeim andlát
bróður síns þar sem hann teldi rétt að
gera það fyrst fréttaflutningur DV hefði
nánast rekið bróður sinn í dauðann.
Mikil reiðialda reis í samfélaginu og
DV var sakað um að hafa drepið Gísla.
Bjarni Harðarson sagði í Íslandi í dag
að ábyrgðin væri eigendanna, því þeir
hefðu gert mönnum, sem voru svo
illa innrættir að þeir gætu gert svona,
hátt undir höfði. „Við skulum athuga
það að íslensk blaðamannastétt hefur
alltaf átt skítablaðamenn, alltaf átt
sorpblaðamenn.“
„Morð“
Miðvikudagurinn 11. janúar
„Og þá spyr ég: Jónas Kristjánsson, tel
ur þú að DV hafi átt þátt í því að mað
ur svipti sig lífi í gær?“ spurði Björg
Eva Erlendsdóttir í fréttum RÚV. Jónas
svaraði: „Við höfum ekki talið að svo
væri. Ég held að það sé mjög erfitt að
fullyrða um slíkt hverjar séu orsakir
þess að fólk sviptir sig lífi. Ég held að
það sé ekki hægt að saka neinn um
það.“
Sama dag var haft eftir þáverandi
formanni blaðamannafélagsins, Örnu
Schram, að stjórn félagsins myndi fara
yfir málið og kanna hvort eða hvaða
þátt fjölmiðlar ættu í því hvernig fór.
Umræðan um það hvort DV hefði
drepið Gísla með fréttaflutningi af
málinu varð ansi hávær og ungliða
hreyfingar stjórnmálaflokka, samtök
stúdenta, helstu vefrit og fleiri stóðu
saman að mótmælum við frétta
flutningi og ritstjórnarstefnu DV.
Frá klukkan ellefu til tvö var skjár
inn á heimasíðum þessara félaga
samtaka svartur í mótmælaskyni.
Sett var af stað undirskriftasöfn
un á vefritinu Deiglunni þar sem
skorað var á blaðamenn og rit
stjóra DV að endurskoða rit
stjórnarstefnuna. Að meðaltali
skráðu 44 einstaklingar sig á
listann á hverri mínútu frá
klukkan ellefu til fjögur.
Formenn þingflokka á
Alþingi tóku undir mót
mæli ungliðahreyfingar
innar og sendu frá sér
fréttatilkynningu þess efnis.
Hjálmar Árnason þingmaður skrif
aði pistil þar sem hann sagði meðal
annars: „DV fór yfir strikið og ekki ein
asta greip til mannorðsmorðs heldur
morðs í eiginlegri merkingu. Og það er
stórt orð en ekki verður séð annað en
full innistæða sé þar að baki. Þyngra
en tárum taki að lýsa samúð minni
með ástvinum hins myrta. Þeirra skaði
verður aldrei bættur.“
Össur Skarphéðinsson tók ekki
eins djúpt í árinni og Hjálmar, en þeir
Gísli voru góðkunningjar og hann var
hugsi yfir málinu og velti upp eftirfar
andi spurningum á heimasíðu sinni:
„Um hvað skyldi Mikael Torfason vera
að hugsa í kvöld? Skrifar Jónas Krist
jánsson leiðara á morgun um hvernig
er að leika Guð og vega menn í skjól
um sannleikans? Senda 365miðlar
blóm og kransa þegar Gísli Hjartar
son verður borinn til grafar á Ísafirði í
næstu viku?“
Steingrímur Njálsson reyndi að
brjótast inn á ritstjórnarskrifstofur
DV og var lögreglan kölluð á vettvang.
Steingrímur var talsvert ölvaður og var
fluttur burt í lögreglubíl. Skömmu síð
ar sneri hann aftur og þurfti aftur að
kalla lögreglu til. Sagði hann að DV
hefði lagt líf sitt í rúst og hafði í hótun
um við blaðamann og vitnaði í pistil
Hjálmars Árnasonar sem sagði að DV
hefði drepið Gísla.
Rætt var við Sigurð Hjartarson,
bróður Gísla, í Kastljósi, sem sagði að
hann hefði svipt sig lífi í kjölfar um
fjöllunar um málið. Hann hefði skilið
eftir sig bréf þar sem hann bar af sér
sakir um kynferðislegt ofbeldi og sagð
ist ekki geta setið undir atlögu fjöl
miðla.
Nýtt frumvarp á Alþingi
Fimmtudagur 12. janúar
Plaköt sem sýndu forsíðu DV voru
fjarlægð úr Hagkaupum og Bónus
verslunum til frambúðar og Samtök
auglýsenda hvöttu auglýsendur til
að sniðganga DV þar til ritstjórnar
stefnunni hefði verið breytt. Í fréttum
sjónvarps var sagt frá því að Björgólfs
feðgar hefðu tvívegis reynt að kaupa
DV til þess að leggja það niður.
Sigurður Kári Kristjánsson, þáver
andi þingmaður Sjálfstæðisflokksins,
greindi frá fyrirætlunum sínum um að
leggja fram nýtt frumvarp á Alþingi þar
sem ákvæði almennra hegningarlaga
um ærumeiðingar yrðu víkkuð og
bótaréttur yrði aukinn. „Ég hef talið
að opinber umræða hafi þróast með
þeim hætti að vernd einkalífs, heim
ilis og fjölskyldna fólksins í landinu,
sé ekki nægilega trygg og að það dylj
ist það engum að á þessum réttindum
hafi verið troðið og ég held að nýjustu
dæmi hafi sýnt fram á það.“
Fjölmargir skrifuðu um málið á
þessum tíma og flestir fordæmdu DV
fyrir að segja frá kærunum á hendur
Gísla. Í Blaðinu birtist ómerktur leiðari
undir heitinu „Það verður að stöðva
þessa menn“ þar sem sagði að DV
hefði verið krabbamein í samfélaginu
sem hefði fengið að vaxa og dafna.
„Siðleysi og dómgreindarleysi ritstjóra
DV er svo algjört að það er full ástæða
til að spyrja um andlega heilsu hans.“
Ísafjarðarmálið var einnig áber
andi í fréttum dagsins. Þar var meðal
annars rætt við séra Bolla Pétur Bolla
son, sóknarprest í Seljakirkju, sem
sagði að umfjöllun DV væri alvar
legt inngrip inn í störf dómstóla og
að blaðið væri að eyðileggja málstað
þolenda í kynferðisbrotum. Guðrún
Jónsdóttir sagði að blaðauppsláttur
af þessum toga væri ekki til þess fall
inn að styðja þolendur, en hún sagðist
vita af að minnsta kosti fimm mönn
um sem hefðu svipt sig lífi eftir að mál
þeirra komust í hámæli.
Rætt var við ritstjórana í Kastljósi
þar sem þeir sögðust vera að hugsa um
hag þolendanna og segja sannleikann.
Þar var einnig rætt við annan strákinn
sem lagði fram kæru en hann sagðist
ítrekað hafa reynt að biðja blaðið um
að bíða með umfjöllun um málið. „Ég
harma fréttaflutning DV enda eyði
lagði blaðið framgang málsins. Sann
leikurinn kemur nú aldrei fram fyr
ir dómstólum eins og við vonuðumst
til.“ Strákurinn sem var ónafngreindur
í viðtalinu sagðist ekki kenna sér um
sjálfsvíg Gísla þar sem hann vissi að
hann hefði ekki gert neitt rangt. „Vegna
hinnar miklu samúðarbylgju sem risið
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is
n Reiðialda reið yfir samfélagið vegna Ísafjarðarmálsins n Fjölmiðill var sakaður um morð n Samúðarbylgja reis með manni sem var sakaður um kynferðisbrot„Skrifar Jónas Krist-
jánsson leiðara á
morgun um hvernig er að
leika Guð og vega menn í
skjólum sannleikans?
Viktoría Hermannsdóttir
blaðamaður skrifar viktoria@dv.is
Stigu loks fram Sjö ára þögn var rofin þegar þeir Eiríkur Guðberg Guðmundssn og Hilmar
Örn Þorbjörnsson sögðu sögu sína í Kastljósi á þriðjudag.
11. janúar 2006 12. janúar 2006 10. janúar 2006