Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2013, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2013, Side 25
Umræða 25Helgarblað 25.–27. janúar 2013 Opinn aðgangur og vefurinn Þ egar ég vafra um vefinn smelli ég oft á tengla. Þegar ég smelli opnast ný vef­ síða. Þetta er grunnurinn að „opnu aðgengi“. Sá eig­ inleiki að geta nálgast upplýsingar sem einhver annar hefur samið og vísa í þær með tengli. Opið aðgengi var lausn á ákveðnu vandamáli, hvernig á að komast hjá því að glata gögnum um flókin kerfi. Réttara sagt, eitt ákveðið kerfi, stóra sterkeinda­ hraðalinn (e. Large Hadron Coll­ ider). Vefurinn er hliðarafurð risastórs mannvirkis sem býr til eindaárekstra. Vefurinn er því í eðli sínu opinn. Lokaður vefur væri, miðað við uppruna hans, eitthvað annað. Vefurinn, með sitt opna aðgengi, hefur haft sín eigin hliðaráhrif. Allt í einu gat hver sem er dreift sínum eigin orðum til hvers sem þau vildi heyra. Máttur fjölmiðla í höndum hvers sem vera vildi. Afleiðingar þess hafa orðið margvíslegar en að halda því fram að internetið hafi slæm áhrif á, til dæmis sölu tónlistar, væri eins og að segja að prentvélin hafi haft slæm áhrif á dreifingu bóka. Fyrir tíma vefsins þá var svona opið aðgengi ekki mögulegt. Það var ekki til tækni eða aðferð sem leysti þetta vandamál á hagkvæman máta. Það eru ekki nema 24 ár síð­ an byrjað var að leysa þetta vanda­ mál. Það er ekki mjög langur tími og við erum í raun rétt nýbyrjuð að átta okkur á því hvað við getum gert með vefinn. Opið aðgengi er komið til að vera. Það þýðir breyttir tímar og nýr hugsunarháttur. Hvers vegna er þetta vandamál fyrir samfélagið? Fyrir stuttu síðan var eitthvað sem var kallað SOPA og PIPA [2] – sem voru ekkert annað en tilraun til ritskoðunar á vefnum. Annað dæmi er nýlegt frumvarp til breytinga á lögum um fjárhættu­ spil, sjá umsögn IMMI um það mál. Nýjasta íslenska dæmið er þetta klámbann. Ég geri ráð fyrir því að fólki finnist ritskoðun slæm, af aug­ ljósum ástæðum að mínu mati. Dæmin hér að ofan eru tækni­ leg en ganga í besta falli út á það að loka fyrir aðgang að viðkomandi vefsíðu. Það er hægara sagt en gert og getur auðveldlega haft ófyrir­ sjáanlegar afleiðingar. Í versta falli yrði til einhvers konar netvegg­ ur eins og Kínverjar eða Norður­ Kóreumenn búa við. Lausn Kína og Norður­Kóreu verður ekki niður­ staðan á Íslandi, ég er bara að segja að önnur lönd eru að reyna og þetta eru verstu dæmin. Opinn aðgangur er alger grunnforsenda vefsins og fram­ tíðarsamfélagsins. Píratar verja opinn aðgang eins og kemur fram í grunnstefnu þeirra varðandi upplýsinga­ og tjáningarfrelsi. Þetta er eitt mikilvægasta stefnu­ mál líðandi stundar því möguleik­ ar opins aðgangs eru gríðarlega miklir, fyrir jafnrétti (jafnt aðgengi að upplýsingum, menntun, ...) og framtíð lýðræðis (efni í aðra grein). Án opins aðgangs væri enginn vefur heldur margir vef­ ir og margir veggir. Það er hægt að hugsa sér Kína í fleirtölu, og smærri einingum. Hver vill kín­ verskt internet? Réttið upp hönd. „… að halda því fram að internetið hafi slæm áhrif á, til dæmis sölu tónlistar, væri eins og að segja að prentvélin hafi haft slæm áhrif á dreifingu bóka. Aðsent Björn Gunnarsson doktorsnemi í tölvunarfræði vitnar í verkið vitnar hann „að sjálfsögðu í þýðingu Helga“. Sé gagnrýnandinn ósáttur við þýð­ ingu Þórarins skuldar hann okk­ ur að minnsta kosti rökstuðning fyrir því, í stað slíkrar afgreiðslu. Það er ekki áhlaupaverk að þýða Shakespeare og okkur ber að sýna þeim sem fórna tíma í það verk smá virðingu. Á seinni árum hefur íslenskt leikhús líkast til unnið sína stærstu sigra, ekki síst í erlendu samhengi, og þessi sýning færir okkur fersk­ ustu leikhússtrauma samtímans. Enginn talar lengur um einangr­ að eða gamaldags leikhús á Íslandi (frasar sem undirritaður ólst upp við). Líkt og í fleiri listgreinum hef­ ur okkar litla sena komist á örlítið hærra plan. Óskandi væri að gagn­ rýnendur kæmust þangað líka. Hér að ofan er stytt útgáfa af grein höfundar. Hún verður birt í fullri lengd á DV.is á sunnudag. Á þetta að vera gagnrýni?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.