Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2013, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2013, Side 27
Viðtal 27Helgarblað 25.–27. janúar 2013 já þetta var ekki alveg sanngjarnt. Þetta var ekki gert rétt. En við verðum að vera heiðarleg. Bæði kommúnisminn og kapítal­ isminn er úr sér gengin hugmynda­ fræði. Ég held að við þurfum að finna jafnvægi og ég trúi því að framtíðin beri það í skauti sér, bæði hér og annars staðar, að við mun­ um uppgötva aftur að smátt er fal­ legt. Þar er þessi lífræni vöxtur sem er eðlilegur. Við sjáum það hér á landi að vöxturinn er ekki í stórfyrirtækjun­ um. Innan við 10 prósent af fólki á Íslandi, vinnur hjá stórfyrirtækj­ um. 90 prósent vinna hjá litlum og meðal stórum fyrirtækjum. Af hverju einblínum við ekki á þau, af hverju erum við alltaf að gera ein­ hverja spes díla við þá sem eru að gera billjónasamninga?" Dreginn í dilka Vegna baráttu sinnar verður hann fyrir því að vera dreginn í dilka og leiðist það mjög. „Hann er þreyt­ andi, þessi dilkadráttur sem tíðkast á Íslandi. Þú ert hægri eða vinstri. Ef þú ert með virkjun, þá hlýtur þú að vera sjálfstæðismaður. Ef þú ert á móti virkjun, þá hlýtur þú að vera í VG. Þetta er leiðigjarnt og er gömul skotgröf sem er heppilegt að kom­ ast upp úr. Ég er orðinn mjög leið­ ur á því að kaupa pólitískar skoðan­ ir í heildsölu. Ég vil bara geta tínt af trjánum, berin sem mér líst best á. Það er eftirsóknarvert. Ég held að það sem muni helst koma okkur til bjargar sé beint lýð­ ræði. Þessi hugmynd um lýðræði sem í hugum margra er endastöð er varasamur skilningur, þetta er þró­ un. Við erum búin að búa við lýð­ ræði í rúma öld í heiminum og það þarf að stíga næsta skref. Og ekki að nema staðar. Á Íslandi er yndislegt tækifæri að gera það.“ Elítan þjónar sjálfri sér En hvaðan kemur ástríðan? Hann yppir öxlum og hugsar sig um. „Ég veit það ekki. Ég hef ekki svar á reið­ um höndum. Fyrst dettur mér í hug að mér ofbýður þessi liðsmun­ ur, áróðurinn og villandi upplýs­ ingar sem haldið er að fólki. Ég vil rétta muninn af. Hún fer líka fyrir brjóstið á mér, þessi leyndarhyggja. Það hefur ýmislegt áunnist. En þessi verð sem orkan er seld á og það megi ekki sýna spilin, ég get ekki sætt mig við það. Þetta eru fyr­ irtæki sem eru í okkar eigu, við eig­ um að geta vegið og metið. Ég hugsa oft um hversu lítið hefur breyst, það fer allt í hringi og elítan heldur áfram að þjóna sjálfri sér. Þá er ég þeirrar skoðunar að okk­ ur beri að skila af okkur landinu í sama ástandi og helst betra til þeirra sem koma á eftir. Sárt þykir mér líka og ósanngjarnt að landið er einskis metið. Landinu sem er fórn­ að þegar byggja á virkjun er ekki metið til neins. Það er bara núll. Ég er sannfærður um að það eru gríðarleg verðmæti fólgin í viðerni.“ Hann telur verðmæti ósnortinn­ ar náttúru eiga eftir að vaxa mjög. „Þú hefur farið í flugvél yfir Evrópu, það er eins og einhver verkfræðing­ ur sé búinn að reita þetta niður í akra. Það er út af fyrir sig fegurð í því. En það er eitthvað við það þegar maður fer út í ósnortna nátt­ úruna sem er svo mikils virði. Það er orka í fjöllunum, sem hefur bein­ línis áhrif á mann. Það verður vit­ undarbreyting þegar þú kemur út í náttúruna. Sat ekki aðgerðalaus Þessi nýi einræðisherra, hagvöxtur, sem læddist aftan okkur og fólk hræðist, er notaður í áróðri og þá eru líka allir að tala um að það fari allt til andskotans ef við fáum ekki erlenda fjárfestingu. Ég held að það sé bara rangt. Það er enginn sem krefur þá sem þessu halda fram um rökstuðning. Ég held að við þurfum ekki endilega mikla erlenda fjárfestingu frá stóriðju. Það er komið nóg af eggjum í þessa körfu.“ Hann finnur sig helst knúinn af skyldu. „Svo bara þessi skylda sem okkur er lögð á herðar á meðan við erum hér. Við erum með þetta land. Við ráðum því í hvaða átt þetta fer. Og eitt af því sem drífur mann áfram, er að maður vill geta sagt við sjálfan sig þegar starfsævinni er lok­ ið: Ég sat ekki aðgerðalaus. Ég gerði eitthvað, ég lagði eitthvað af mörk­ um.“ Venjulegt fólk sem skilur náttúruna Myndin var frumsýnd á miðviku­ daginn og áður höfðu þeir bændur sem komu við sögu fengið að horfa á hana. Þau segja tímann sem fór í gerð hennar hafa reynst þeim dýr­ mæt lífsreynsla. „Við fórum og dvöldum í sveitunum fyrir norðan þrjú sumur og ræddum við bænd­ ur. Eftir því sem kynnin urðu meiri, stækkaði sagan,“ segir Hanna. „Þeir eru í svo miklum tengslum við landið, þeir þekkja landið án þess að vera einhverjir fræðingar. Í dag þarftu helst að vera einhver fræðingur til að geta tjáð þig um umhverfið og náttúruna. En þarna er bara venjulegt fólk sem skil­ ur náttúruna, skilur hvað er í húfi, þetta heildarvistkerfi og hvernig allt hefur áhrif." Það er víst hægt að gera eitthvað Hvað vonast þau, sem standa að myndinni, til að gerist innra með fólki þegar það sér myndina um bændurna sem gáfust aldrei upp? Sigurður Gísli er með svarið á reið­ um höndum. „Ég vona að saga þeirra verði til þess að gefa fólki inn­ blástur, fái það til að staldra við og hugsa: Kannski er þetta ekki alveg svona einfalt, Kannski liggur okkur ekki svona mikið á. Kannski má þetta taka aðeins meiri tíma.“ Hanna segir myndina sýna mátt samstöðunnar. „Í dag þá fallast svo mörgum hendur, vélin er orðin svo stór og klók. Núna fer allt í ferli sem var ekki áður. Það er komið um­ hverfismat og þegar það er jákvætt þá er ekkert hægt að gera. Núna er búið að ákveða allt og fá leyfi áður en almenningur gerir sér grein fyrir hvað á að gera. Og þá er sagt að það sé of seint að mótmæla. Þeir sem vilja mótmæla verða tvístígandi, þeir fá skilaboð um að þeir hafi nú átt að gera það nokkrum árum áður þegar framkvæmdin var til umsagn­ ar. Hvað getum við þá gert? Þessi litla saga sýnir okkur svolítið merki­ legt. Það er víst hægt að gera eitthvað. Það er hægt að sýna samstöðu,“ segir hún. n Framhald á næstu opnu „Hann er þreytandi, þessi dilkadráttur sem tíðkast á Íslandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.