Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2013, Page 28
28 Viðtal 25.–27. janúar 2013 Helgarblað
Náttúruvernd er lífs-
spursmál, telja Hildur
Hermóðsdóttir og
Pétur Steingrímsson
sem bæði tóku þátt í
aðgerðum bænda við
Laxárvirkjun árið 1970.
Báðum er í blóð borið að
bera virðingu fyrir nátt-
úrunni og hafa áhyggjur
af framtíð svæðisins. Þau
segja fyrirhugaðar fram-
kvæmdir á svæðinu munu
hafa skelfilegar og ófyrir-
sjáanlegar afleiðingar.
H
ildur Hermóðsdóttir, eigandi
Sölku bókaútgáfu, er alin
upp í Árnesi í Aðaldal. Faðir
hennar er Hermóður Völ
undarson og móðir hennar
Jóhanna Álfheiður Steingrímsdóttir.
Bæði voru atkvæðamikil í sveitinni og
Hermóður fór fyrir landeigenda félagi
svæðisins. Hann varð því, vegna
stöðu sinnar, að sitja heima á með
an sprengt var. En Hildur fór og tók
þátt í aðgerðunum og man val eftir
sprengingunni, baráttuandanum
og sigurvímunni sem gagntók hóp
inn. Bændur hleruðu síma og þannig
barst áætlunin frá manni til manns.
Hún segir að með áætlunina hafi ver
ið farið eins og mannsmorð. Hildur
segir enn háða baráttu á þessu svæði,
en með öðrum formerkjum. Nú sé
meira undir með ófyrirsjáanlegum
afleiðingum.
Símar hleraðir
„Ég man mjög vel eftir þessum degi.
Ég var að vinna á Hótel Reynihlíð
þetta sumar og hafði fengið skila
boð um hvað stæði til. Það var farið
með þessa áætlun eins og manns
morð og fréttin barst frá manni til
manns (þetta var fyrir tíma farsíma
og meira að segja fyrir tíma sjálfvirkra
síma svo hægt var að hlera símtöl í
sveitinni). Ég mætti á svæðið ásamt
vinum mínum og hitti móður mína
og systkini ásamt öðrum þátttakend
um við Miðkvísl, en Hermóður faðir
minn fékk ekki að koma með því ekki
mátti bendla formann landeigenda
félagsins við athæfið sem hafði verið
skipulagt. Það var mikill hugur í fólki
og gengið til verks með berum hönd
um, skóflum og loks dráttarvélum og
sprengiefni – enn í dag get ég heyrt
sprenginguna sjálfa og fundið sigur
vímuna sem gagntók hópinn.
Náttúran á að njóta vafans
Hildur segir aðspurð að nándin
við náttúruna og baráttan henni til
verndar hafa mótað sig fyrir lífstíð.
„Að alast upp á bökkum Laxár og í
svo nánum tengslum við náttúruna
og baráttuna fyrir að vernda hana
hefur mótað allt mitt líf og mín lífs
viðhorf. Mér er í blóð borin sú tilfinn
ing að náttúran skuli ætíð njóta vaf
ans og ekki skuli ganga á auðlindir
hennar meira en brýna nauðsyn beri
til. Mig tekur því sárt hve þungur róð
ur ætlar að verða að opna augu fólks
fyrir því að náttúruvernd er lífsspurs
mál, spurning um hvort áfram verður
byggilegt á þessu landi og á
þessari jörð.“
Ófyrirsjáanlegar
afleiðingar
Hvað með náttúruna á þessu
svæði í dag? Er enn barátta
sem þarf að heyja? Er hún á
öðrum forsendum? Hildur
játar því. „Enn er háð barátta
á þessu svæði, að hluta með
öðrum formerkjum því nú
eru ekki áform um stórvirkj
un í Laxárgljúfrum, þótt reynd
ar heyrist enn raddir um að
óhætt væri að hækka stífluna
í Laxárdal. Baráttan stendur
um svæðið í víðara skilningi, til
dæmis væntanlegar gufuaflsvirkjanir.
Þeistareykir, Gjástykki, Bjarnarflag,
allt þetta og fleira er undir með ófyrir
sjáanlegum afleiðingum.“
Kallaðir hryðjuverkamenn
Pétur Steingrímsson býr í Laxárnesi
í Aðaldal, hann þykir snjall flugu
hnýtari og nýtur mikillar virðingar
sem leiðsögumaður um ána. Faðir
hans, Steingrímur Baldvinsson og afi,
Baldvin Þorgrímsson og langafi Þor
grímur Pétursson bjuggu allir í Að
aldal í nágrenni við Laxá í Aðaldal,
veiddu við ána og lifðu með henni og
af henni. Hann segir sprenginguna
við virkjunina árið 1970 hafa þótt
eðlilega, í þá daga hafi menn bund
ist samtakamætti til að vernda það
landsvæði sem þeir byggðu afkomu
sína af.
„Landeigendur höfðu ítrekað
krafið Landsvirkjun um bætur vegna
framkvæmdanna, en ekki fengið. Í
skjóli þess töldum við rétt að fjar
lægja stífluna og það var boðað til
framkvæmdar,“ segir Pétur frá og lýsir
stemningunni. „Fólk var yfirvegað og
rólegt og gekk að þessu eins og hverju
öðru verki.“
Pétur var einn þeirra sem lýsti á
hendur sér verkinu og einn þeirra
sem var ákærður. Því var einnig tekið
af ró og samstöðu. „Við tókum þessu
öllu með jafnaðargeði, það var fyrir
sjáanlegt að verknaðurinn yrði kærð
ur og það var lítið
hægt að gera í því.
Við ákváðum að hafa
það að leyndarmáli
hvernig þetta kom
allt saman til.“
Atburðurinn er
jafnan sagður marka
upphaf náttúru
verndarbaráttu á Ís
landi. Pétur segir
verknaðinn hafa
verið víðtækari en
svo. „Menn voru
einfaldlega að taka
eign sína til baka,
mér finnst að menn
ættu að hugsa sig
um áður en þeir
gera svona hluti í
dag. Við höfum verið kallaðir hryðju
verkamenn, en staðreyndin er sú að
dínamítið þótti eðlilegt að nota, það
var það efni sem var nærtækast að
nota í þetta skiptið og var til taks.“
Skelfilegar afleiðingar
Pétur telur svæðið sérstaka nátt
úruperlu sem eigi sér ekki líka á Ís
landi og óvíða í heiminum. Hann
segir baráttuna fyrir landsvæðinu
halda áfram. Í farvegi séu fram
kvæmdir sem muni hafa skelfilegar
afleiðingar fyrir náttúru æskustöðv
anna.
„Mér þykir vænt um Laxá í Aðal
dal. Vegna þess að ég er fæddur hér
og alinn upp og ég hef alist upp með
henni. Það eru margir sem umgang
ast náttúruna af meiri virðingu en
áður. Það er vegna aukinnar þekk
ingar á afleiðingum mengunar og
átroðnings. Menn höfðu ekki þenn
an skilning áður og skildu því ekki
afleiðingarnar. En svo eru til trassar
eins og alls staðar,“ segir hann og
vísar í framkvæmdir í Mývatnssveit.
„Mér finnst við þurfa að passa sér
staklega upp á eiturefni og eyði
leggja ekki grunnvatnið okkar. En það
er verið að gera það í Mývatnssveit
núna með því að virkja í Bjarnarflagi.
Óþverrinn fer beint í grunnvatn
ið og úr grunnvatninu beint út í Mý
vatn. Allt sem hefur áhrif á lífríki
Mývatns hefur áhrif á Laxána, segir
hann alvarlegur í bragði. Hann segir
aðra betri kosti í stöðunni. „Ég myndi
vilja byggja þessa virkjun austan við
Námafjall. Það hefði verið hægt að
bora undir Bjarnarflag, en það kost
aði trúlega meira og hagkvæmari en
verri kosturinn var valinn.“ n
Kristjana Guðbrandsdóttir
kristjana@dv.is
Viðtal
„Farið með þessa áætlun
eins og mannsmorð“
„Enn í dag
get ég heyrt
sprenginguna
sjálfa og fundið
sigurvímuna
Framhald á næstu opnu
Þungur róður „Mig
tekur sárt hve þungur
róður ætlar að verða að
opna augu fólks fyrir
því að náttúruvernd er
lífsspursmál, spurning
um hvort áfram verður
byggilegt á þessu landi
og á þessari jörð,“ segir
Hildur Hermóðsdóttir
sem hér stendur við
Laxá í Aðaldal.
Ekki hægt að nota síma Farið var með áætlunina eins og mannsmorð, ekki var hægt
að nota síma, þar sem hætta var á að þeir væru hleraðir. Hildur liðsinnti kvikmyndagerðar-
mönnum í því að rifja upp söguna.
Áhyggjur af framtíðinni Pétur hefur eins og
Hildur áhyggjur
af framkvæmdum á svæðinu og telur þær
munu hafa skelfilegar
afleiðingar fyrir náttúru svæðisins.