Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2013, Síða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2013, Síða 50
Spéhræddar stjörnur n Það eru ekki allir sem myndu koma naktir fram 50 Fólk 25.–27. janúar 2013 Helgarblað BieBer mest skoðaður J ustin Bieber er sú manneskja sem mest er skoðuð á Twitter í heiminum í dag. Hinn 18 ára gamli söngvari á nú meira en 33,3 milljónir áhangenda á síðunni. Lady Gaga og Justin Bieber eru búin að vera lengi vinsælustu stjörnurnar á Twitter en Bieber hefur alltaf verið örlítið á eftir söngkon­ unni. Hún var til dæmis fyrst til að ná 10 millj­ ónum áhangenda. Hann hefur nú tekið fram úr henni. Britney Spears átti metið fram til ársins 2010 þegar Lady Gaga náði henni og hefur verið á toppnum síðan. Samkvæmt Twitter­ counter koma Katy Perry, Rihanna og Barack Obama næst á eftir söngvurun­ um. Lady Gaga á enn metið á Facebook þar sem 54.98 milljón manns hafa „læk­ að við“ síðuna hennar en 50.66 milljónir hafa „lækað við“ síðu Biebers. n Meira en Lady Gaga Lady Gaga Er enn vinsælust á Facebook. Vinsælastur 33,3 milljónir fylgjast með Bieber á Twitter. Shakira orðin mamma n Sonurinn skráður í FC Barcelona S hakira eignaðist son þriðju­ daginn 22. janúar og er hann fyrsta barn kólumb ísku söngkon­ unnar. „Með stolti tilkynnum við fæðingu sonar okkar, Milan Piqué Mebarak,“ skrifaði Shakira á heima­ síðu sína. Hún útskýrði einnig að nafnið Milan þýðir „kær, elskandi og mis­ kunnsamur“ á slavnesku, „ákafur og iðjusamur“ á forn­rómversku og „sam­ eining“ á sanskrít. Einnig kemur fram að drengur­ inn hafi verið tæp 3 kíló við fæðingu og að móð­ ur og barni heilsist vel Milan litli var skráður í FC Barcelona strax við fæðingu og fetar þar með í fótspor föður síns, Ger­ ard Piqué, sem er spænsk fótboltastjarna. Shakira Fæddi heilbrigðan dreng í vikunni. Þ rátt fyrir að hafa aðgang að bestu líkamsræktarþjálfur­ um sem völ er á eru margar stjörnur spéhræddar þegar kemur að nektarsenum á hvíta tjaldinu. Leikkonan Jessica Alba er til að mynda ein af þeim leikkonum sem þvertekur fyrir að fækka fötum fyrir framan mynda­ vélarnar. Stundum tekur leikstjór­ inn einfaldlega þá ákvörðun að fá annan leikara til að afklæðast í stað stjörnunnar. Natalie Portman Leikkonan Natalie Portman birtist á g-streng einum fata í kvikmyndinni Your High-ness en þegar kom að því að stinga sér í vatnið bað Portman um staðgengil þar sem vatnið var svo kalt. Isla Fisher Leikkonan Isla Fisher virtist fara úr að ofan í kvikmyndinni Wedding Crashers. „Mér fannst eins og grínleikkona gæti ekki sýnt geirvörtu. Það er auðvitað bara vitleysa en þess vegna neitaði ég að afklæðast.“ Owen Wilson Leikarinn Owen Wilson var ekki berrassaður í You, Me and Dupree. „Leikstjórinn tók þá ákvörðun að nota ekki minn rass. Ég veit ekki hvernig ég á að túlka þá ákvörðun,“ sagði leikarinn. Kevin Costner Það var ekki Kevin Costner sem birtist nakinn í fossinum í kvikmyndinni Robin Hood: Prince of Thieves. Það var staðgengill. Julia Roberts Leikkonan Julia Roberts notaðist við staðgengil í tökum á kvikmyndinni Pretty Woman. Mest villand i er þó auglýsingarspjald myndarinnar – þar sem J ulia stendur í bleikum toppi við hlið Richards Ge re. Þar er nefnilega staðgengillinn á ferð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.