Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Síða 29

Náttúrufræðingurinn - 2009, Síða 29
113 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Taxonomy“ og nýjustu útgáfu WRB frá 2006.7 Efst á 4. mynd en lengst til hægri á 5. mynd er áfok það mikið að gler (gjóska og önnur áfoksefni) verð- ur ráðandi þáttur jarðvegsins. Þar sem efnaveðrun hefur verið lítil og lítið er um lífræn efni telst jarðveg- urinn til glerjarðar, sem er þýðing á heitinu „Vitrisol“, sem í öðrum flokkunarkerfum er ýmist talin sérstök jarðvegstegund, talin til eld- fjallajarðar eða til ómótaðs jarðvegs (Regosol, Arenosol, Entisol, eftir því hvaða flokkunarkerfi er notað). Íslensk glerjörð telst t.d. til eldfjalla- jarðar samkvæmt Soil Taxonomy en ýmissa flokka samkvæmt WRB. Til glerjarðar (Vitrisol) teljast marg- ar undirtegundir hérlendis, m.a. jarðvegur á melum og söndum og á sumum áreyrum. Nokkuð hefur verið rætt um að gera glerjörð að sérstakri einingu í WRB-kerfinu, m.a. með hliðsjón af íslenskum aðstæðum, en þess má geta að „Vitrosol“ er sérstakur flokkur í franska flokkunarkerfinu37 sem er víða notað við flokkun jarðvegs. Jarðvegskort Svo sem áður gat var gögnum, sem aflað var við rannsóknir á jarðvegs- sniðum í ýmsum verkefnum víða um landið, komið fyrir í gagnagrunni. Rala og Landgræðsla ríkisins (L.r.) höfðu áður gert stafrænan gagna- grunn um jarðvegsrof á Íslandi í mælikvarðanum 1:10 000, þar sem rofgerðir og ýmsar aðrar upplýs- ingar eru geymdar.38 Rofkortin voru grunnur landupplýsinga sem nýtt- ar voru við að draga fyrstu mörk jarðvegsflokka, bæði á grónu landi og auðnum. Rofkortin geyma m.a. upplýsingar um landflokka á auðn- um, sem eru notaðar við að draga mörk um jarðvegsflokka þeirra, þ.e. melajörð, malarjörð og sandjörð og bergjörð, en nánar er fjallað um jarð- vegsflokkana hér á eftir. Við gerð kortsins var votlendi afmarkað m.a. á grunni gróðurkorta Rala/NÍ og gróðurkorts Náttúrufræðistofnunar Íslands í mælikvarða 1:500 000.39 Þá var hin svokallaða gróðurmynd40 stundum notuð við að draga mörk á milli flokka, sérstaklega gróðurs og auðna. Við mótun skila þar sem lífrænt kolefni liggur til grundvall- ar (mójörð, svartjörð, votjörð) voru teknir kjarnar á langsniðum á vett- vangi og mæld í þeim lífræn efni, sérstaklega á Vesturlandi og Norð- vesturlandi. Nú er að ljúka gerð nýs stafræns landupplýsingagrunns á vegum LbhÍ, þar sem gróðri er skipt í 10 flokka í verkefninu Nytjaland. Upp- lausn gagnanna (1:25 000) er mun meiri en þarf fyrir kort af því tagi sem hér um ræðir (1:100 000–250 000). Grunnur Nytjalands var notaður til að fara yfir jarðvegsflokkana og lagfæra þar sem ástæða þótti til. Þá eru hafnar tilraunir til að flokka jarðveg enn frekar niður og er þar byggt á sýnasöfnun, jarðvegsgagna- grunni og kortagrunni Nytjalands.41 Öll stafræn vinnsla fór fram í Arc/ Info-ESRI hugbúnaðarumhverfinu. Fyrsta útgáfa kortsins var birt á alþjóðlegri ráðstefnu um eldfjallajörð sem haldin var á Íslandi árið 1998 en einnig var nýlega gerð stutt grein fyrir því í sérhefti Jökuls um jarð- fræði Íslands.42 Kortið hefur verið 5. mynd. Tengsl jarðvegsflokka sortujarðar og mójarðar (x-ás) við sýrustig, kolefnismagn og leir. Glerjörð er sýnd lengst til hægri en mójörð lengst til vinstri. Leirmagn (rauð lína) er mest í votjörð og brúnjörð, en lágt sýrustig kemur í veg fyrir myndun allófans í svartjörð, en eins og sjá má fellur pH (blá lína) niður til vinstri á grafinu. Magn lífrænna efna (græn lína) er notað til að skilgreina mörk á milli flokkanna. – Selected soil properties and the soil classes. Clay content (red line) is highest in the in the Gleyic and Brown Andosols but drops rapidly in the Histic Andosol with lower pH (blue line). Organic carbon is used to define the classes (green line) and is lowest in the Vitrisol. 78 3-4 LOKA.indd 113 11/3/09 8:32:54 AM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.