Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 36

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 36
Náttúrufræðingurinn 120 svokölluðum birkiskeiðum,44 en síðan blotnaði landið aftur. (4) Aðrir jarðvegsflokkar Áfok og vatnsstaða, ásamt skiptingu jarðvegsins í sortujörð, mójörð og glerjörð, eru meginforsendur fyrir flokkuninni sem hér hefur verð lýst. Ýmsir aðrir þættir geta þó haft áhrif á myndun jarðvegs á Íslandi, t.d. jarðvegsrof, loftslag og önnur móð- urefni (kalk) á nokkrum svæðum landsins. Þannig myndast frerajörð (Cryosol) þar sem sífreri er í jörðu. Jarðvegur sífrerasvæða er jafnan talinn sérstök jarðvegstegund og er afar algengur á norðurslóðum. Íslensk frerajörð (Cryosol) hefur þó einnig einkenni eldfjallajarðar, en slíkt sambland er óalgengt í heim- inum. Sífrerasvæði hérlendis, þ. á m. rústasvæðin, teljast því afar sérstæð á heimsvísu með tilliti til jarðvegs- fræði. Ekki hafa farið fram sam- ræmdar rannsóknir á hvar sífreri finnst í jörðu hérlendis, en telja má víst að hann sé mun algengari en sýnt er á jarðvegskortinu. Þannig er líklegt að sífreri sé í hálendissvæð- um á Norðurlandi. Í skriðum og ofan gróðurmarka er jarðvegur oft mjög grýttur og lítið um eiginleg moldarefni (< 2 mm), sérstaklega leir og lífræn efni. Þennan jarðveg nefndi Þorsteinn Guðmundsson klapparjörð (Lepto- sol), en hugtakið bergjörð er notað hér; það gerir ekki greinarmun á yfirborðsgerð en tekur til hrauna, klappa, malar o.s.frv. WRB-kerfið hefur einnig sérstakan flokk fyrir mjög grunnan jarðveg, sem nefnist „Regosol“. Heitið er dregið af gríska orðinu „rhegos“ sem þýðir hula eða kápa. Oft er þessi þunna kápa afleið- ing jarðvegsrofs, t.d. á Miðjarðar- hafssvæðinu, en getur einnig verið þunnur jarðvegur sem er ungur að árum. Þorsteinn Guðmundsson25 nefndi þennan jarðveg frumjörð. Við höfum farið þá leið sem notuð er í Soil Taxonomy að sleppa dýpt- arskilyrðum fyrir flokka sortujarðar og glerjarðar. Því er þessi flokkur ekki notaður að sinni, en vera má að hann verði notaður á seinni stigum. Víða við Breiðafjörð og á Vest- fjörðum eru kalksteinsfjörur sem hafa áhrif langt upp á landið en jarðvegsfræði þessara svæða er lítið könnuð. Kalkjörð er þó sannarlega sérstök jarðvegsgerð á þessum svæðum, en hefur litla heildar- útbreiðslu á landsvísu. Lokaorð Jarðvegskortið af Íslandi1 sem hér er kynnt er í grófum mælikvarða og tekur aðeins til efstu laga flokk- unar jarðvegs. Útgáfa þess bætir þó úr brýnni þörf og auðveldar mönnum að samræma þekkingu um íslenskan jarðveg. Að auki set- ur kortið íslenskan jarðveg í alþjóð- legt samhengi, því upplýsingarnar eru notaðar á alþjóðlegum jarðveg- skortum (jarðvegskort Evrópu,43 jarðvegskort heimskautasvæð- anna o.fl.45). Það sýnir vel sérstöðu íslenskrar moldar, en á Íslandi er að finna stærsta svæði eldfjallajarð- ar (Andosol) í Evrópu; útbreiðsla hennar á Íslandi er líklega um 5% slíks jarðvegs í heiminum. Hið bas- íska áfok, mikil útbreiðsla auðna og steinefnaríkt votlendi með sortu- eiginleika gerir íslenskan jarðveg sérstæðan á heimsvísu og þess virði að honum sé gefinn meiri gaumur. Jarðvegskortið er áfangi á leið ungrar vísindagreinar á landsvísu, enda þótt hún eigi sér langa hefð í þéttbýlli löndum – enda er menn- ing,46 fæða og klæði jarðarbúa háð þessari mikilvægu auðlind. Við væntum þess að endurbætt flokkun og mun nákvæmara jarðvegskort líti dagsins ljós innan fárra ára. Summary A soil map of Iceland Icelandic soils are predominantly Andosols, which are soils typical of ac- tive volcanic regions. Andosols develop unique physical and chemical proper- ties which are attributed to their colloi- dal constituents consisting of allophane, imogolite and ferrihydrate clays on one hand and organic constituents on the other. The parent materials, mostly con- sisting of volcanic glass, also give the soils special characteristics. The paper describes the development and main classes of a designated soil classifica- tion for a soil map of Iceland, which already is in use for multiple purposes. The classification system draws from the WRB system7 and Soil Taxonomy but also considers earlier work by Björn Jóhannesson19 and Þorsteinn Guðmundsson.25 The paper explains the concepts of the classification and the properties of the main classes. It sepa- rates between; 1) andic soils, which are Brown Andosols, Gleyic Andosols and Histic Andosols; 2) Vitrisols, soils of deserts, which are divided into Cambic Vitrisols, Gravelly Vitrisols, Arenic Vitrisols and Pumice Vitrisols iii) Histosols, and iv) other soil types such as Cryosols and Leptosols (see figure 3). The soil map was constructed based on > 80 soil pedons sampled for this purpose, together with analysis of soils from core sampling placed at strategic locations and a database for various soil analyses stored at the Agricultural University. The map is presented digitally in the scale of 1:250 000. Its information is used in inter- national soil maps such as the European Soil Atlas.43 Substantial eolian redistri- bution of basaltic volcanic materials is one of the characteristics of the Icelandic soil environment, which is considered in the classification scheme (figure 4). Many Icelandic soil types are rather unique in the world, such as the Histic Andosol, which combines andic soil properties and the organic soils of the Arctic. The Vitrisols, which are widespread in Iceland, are also quite unique because of the basaltic nature of the vitric (volcanic glass) materials. 78 3-4 LOKA.indd 120 11/3/09 8:33:17 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.