Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Síða 63

Náttúrufræðingurinn - 2009, Síða 63
147 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Helgi Hallgrímsson Náttúrufræðingurinn 78 (3–4), bls. 147–150, 2009 Í Íslenskri orðabók I, 2002, eru orð-in hunangsdögg og hunangsfall skýrð sem „sykurkennt efni á blöðum ýmissa jurta (kvoðukennt efni framleitt af kornsveppum eða sætur safi úr skordýrum, einkum blaðlúsum)“. Í Ensk-íslenskri orðabók með alfræðilegu ívafi, kenndri við Sören Sörensson, 2. útg. 1999, er orðið honeydew skýrt þannig: „hunangsdögg, sætir dropar sem myndast á laufblöðum vissra plantna í heitu veðri.“ Í Eddu og fornsögum Í Snorra-Eddu segir í lok 16. kafla, sem fjallar um askinn Yggdrasil: „Sú dögg er þaðan af fellur á jörð- ina, það kalla menn hunangsfall, og þar af fæðast býflugur.“ Í vísu Völuspár sem á undan fer segir þó aðeins: „þaðan koma döggvar / er í dala falla“, svo þetta virðist vera skýring Snorra á vísunni sem lík- lega á þó bara við vanalega dögg.1 Orðið hunangsfall hefur leitt hann til að halda að þetta væri það hun- ang sem býflugur safna og kannski hefur það verið almenn skoðun á þeim tíma. Þær safna hins vegar aðallega frjókornum og hunangi úr blómum. Grænlendinga saga segir svo frá ferðum Leifs heppna frá Marklandi (Labrador) suður í Lárensflóa (St. Hunangsfall eða hunangsdögg er fyrirbæri í náttúrunni sem iðulega er getið í prentuðum ritum, gömlum og nýjum, innlendum og erlendum, oftast án nánari skýringar. Fá náttúrufyrirbæri eiga sér jafn langa sögu í ritheimildum okkar Íslendinga, eða allt frá 13. öld. Það er líka vel þekkt í grannríkjum okkar og gengur þar undir samsvarandi heitum, svo sem honeydew á ensku, honnigdug á dönsku, honungsdagg á sænsku og Honigtau á þýsku. Hér verður leitast við að varpa ljósi á þetta fyrirbæri. Hunangsdögg „Kossinn er hunangsdögg frá liðnum dögum“ (E. Keats) Lawrence Gulf) við austurströnd Norður-Ameríku: Nú sigla þeir þaðan í haf land- nyrðingsveður og voru úti tvö dægur áður þeir sáu land og sigldu að landi, og komu að ey einni er lá norður af landinu og gengu þar upp og sáust um í góðu veðri og fundu það að dögg var á grasinu og varð þeim það fyrir að þeir tóku höndum sínum í döggina og brugðu í munn sér og þóttust ekki jafn- sætt kennt hafa sem það var.2 Páll Bergþórsson (1997) telur að eyjan sé Anticosti, sem er nyrst í fló- anum, og að hér sé átt við hunangs- dögg, sem ýmsar plöntur gefa frá sér, m.a. sykurhlynur (Acer saccharum) sem er útbreiddur á þessu svæði. Þetta var forboði þeirra miklu land- kosta sem Leifur og félagar fundu á Vínlandi hinu góða, sem líklega var sunnan við flóann (nánar síðar).3 Í 18. aldar ritum Sæmundur Hólm ritaði grein „Um meltakið“ í Rit Lærdómslistafélagsins, 1. hefti 1781–1782, og varð fyrstur Íslendinga til að lýsa ‚korndrjóla- sýki‘. Þessi sjúkdómur er vel þekkt- ur erlendis og stafar af neyslu korns með sníkjusveppnum Claviceps purp- urea, sem ummyndar kornið í svarta, aflanga „korndrjóla“ (2. mynd). Í grein Sæmundar segir m.a.: Það er og athugavert, að falli mikil náttfella um þessa tíð [þ.e. snemma sumars] kemur stund- um hunangsfall. Það merkir oftast rosa og slæm veður, þá er líður á sumarið, en meðan það varir er kyrrt veður og heiðríkja, en lítil eða engin norðanátt, slær þá 1. mynd. Maur mjólkar hunangsdögg úr blaðlús. Ljósm.: Böhringer Friedrich. 78 3-4 LOKA.indd 147 11/3/09 8:33:45 AM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.