Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2009, Qupperneq 74

Náttúrufræðingurinn - 2009, Qupperneq 74
Náttúrufræðingurinn 158 k Rökin voru þau að svertingjar væru afkomendur Cannan sem á var lögð sú bölvun að hann skyldi vera þjónn þjóna (eða þræll þræla) fyrir þá sök að Ham faðir hans sá föður sinn nakinn. Heim ild ir Darwin, C. 1964. On the Origin of Species. Harvard University Press. 1. Bls. 288–289. Bryson, B. 2003. A short history of nearly everything (1st edition ed.). 2. Broadway Books. 544 bls. Stefoff, R. 1996. Charles Darwin and the evolution revolution. New 3. York: Oxford University Press. 128 bls. Þorsteinn Vilhjálmsson 2002. „Hvernig sýndi Darwin fram á þróunar-4. kenninguna?“ Vísindavefurinn, http://visindavefur.is/?id=2364. Skoðað 7.5.2008. Einar Árnason 2009. „Hvað eru til margar tegundir af þróunarkenning-5. unni og hvað kallast þær?“ Vísindavefurinn, http://visindavefur.is/?id=85. Skoðað 7.12.2008. Plaine, H.L. 1962. Darwin, Marx, and Wagner: A symposium. Colum-6. bus, Ohio State University Press. 165 bls. Halldór Laxness 1957. Brekkukotsannáll. Vaka-Helgafell, Reykjavík. Bls. 1.7. John van Whyhe 2008. The Complete Work of Darwin Online. 8. http://darwin- online.org.uk/content/frameset?itemID=A33&viewtype=text&pageseq=1. Skoðað 7.12.2008. Sears, P.B. 1950. Charles Darwin: The naturalist as a cultural force. New 9. York, Charles Scribner’s Sons. 124 bls. Malthus, T. R. 1798. An Essay on the Principle of Population. J. Johnson, 10. London. Novacek, M.J. 2006. USA Today (Society for the Advancement of Educa-11. tion) 134. 52. (Tilvitnun á ensku: “… nothing in biology makes sense except in light of evolution”.) Dawkins, R. 2008. The Genius of Charles Darwin (heimildamynd). 12. Channel 4. Dewey, J. 1965. The influence of Darwin on philosophy: And other 13. essays in contemporary Thought (1. útg.). H. Holt and Company, Bloomington. 309 bls. Dawkins, R. 1976. The selfish gene. Oxford University Press, London. 224 bls.14. Alighieri, D. Die Göttliche Komödie. Berlin: Verlag von Th. Knaur 15. Nachf. 540 bls. Friedman, M. 1962. Capitalism and Freedom. University of Chicago Press. 16. 202 bls. Hodge, J. & Radick, G. 2003. The Cambridge companion to Darwin. Cam-17. bridge University Press. 486 bls. Heiða María Sigurðardóttir 2008. „Hver var Francis Galton?“ Vísinda-18. vefurinn 17.11.2005. http://visindavefur.is/? id=5413. Skoðað 7.12.2008. Um höfundinn Kári Gautason (f. 1989) stundar nám á náttúrufræði- braut Menntaskólans á Akureyri og er að hefja sitt síðasta ár. Kári var skiptinemi í Nýja-Sjálandi 2006–2007 og hyggur á búfræðinám við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri að loknu stúdentsprófi næsta vor. Póst- og netfang höfundar Kári Gautason Grænalæk 690 Vopnafirði iskallinn@gmail.com Dökka hlið darwinismans, kynhreinsunarstefnan – tengdist hún Darwin? Það er ekki allt fallegt sem teng- ist nafni Darwins. Frændi Darw- ins, Francis Galton, var einn af aðalhöfundum hinnar svokölluðu kynhreinsunarstefnu (e. eugenics). Galton taldi að það mætti rekja félagsleg vandamál til úrkynjunar fátæklinga og því væri hægt að bæta mannkynið umtalsvert með því að rækta betra fólk.18 Einnig taldi hann að það ætti ekki að koma í veg fyrir samkeppni meðal einstaklinga því að þá væri verið að koma í veg fyrir náttúruval. Galton var gríð- arlega fær í tölfræði og taldi að það væri hægt að bæta mannkynið umtalsvert með einbeittri ræktun. Andstaða við þessa hreyfingu varð fljótt vart. Félagsfræðingar töldu að umhverfisáhrif í uppeldi væru ráð- andi þáttur frekar en erfðir. Þeir gátu bent á menn á borð við Abraham Lincoln sem kominn var af fátæku fólki. Reyndar þarf ekki að leita út fyrir landsteinana því á Íslandi eru fjölmörg dæmi um hæfileikaríkt fólk komið af fátæku fólki. Steinn Steinarr skáld er gott dæmi. Þessar hugmyndir fengu mikinn hljómgrunn í Þýskalandi sem sýndi sig á fjórða áratug 20. aldar þegar sam- þykkt voru lög sem bönnuðu hjóna- bönd gyðinga og Þjóðverja, neyddu fatlaða til að fara í ófrjósemisaðgerðir og svo framvegis. Stefna þessi end- aði í hryllingi helfararinnar þegar nasistar gerðu tilraun til að útrýma því fólki sem þeir töldu ofaukið. Það er þó rangt að tengja Darwin við slíka mannvonsku. Darwin sagði að þótt hægt væri að færa rök fyrir því að hjálp til handa hinum sjúku væri slæm fyrir mannkynið þá bryti það í bága við það sem er göfug- asti hluti mannsins. Það var þó ekki aðeins í Þýskalandi sem áhugi var fyrir að bæta mannkynið með kynbótastarfi. Í Bandaríkjunum og Bretlandi var mikill áhugi fyrir kyn- hreinsunarstefnu. Kynhreinsunar- stefna tengist Darwin óbeint að því leyti að verk hans voru notuð til að réttlæta allskyns ódæði. Þó er ekki rétt, eins og sumir gera, að kenna Darwin um ódæði sem framin voru. Það er hægt að nota margskonar rit til réttlætingar á illverkum. Jafnvel Nýja testamentið var notað á 19. öld í Bandaríkjunum til að réttlæta þrælahald á öðru fólki.k Lokaorð Áhrif Darwins á heiminn eru óum- deilanleg. Hann gaf anda hugsunar lausan tauminn svo ekki varð aftur snúið. Rétt er að leiða hugann að því í lokin hvert hafi verið mikilvægasta framlag Darwins til vísinda. Að mínu mati er það rétturinn á frjálsri hugsun og það að nýta vísindin til að svara spurningum sem fram að þeim tíma hafði verið svarað með trúarbrögðum. Spurningarnar hver erum við, hvaðan komum við og hvað erum við eru allt spurningar sem Darwin leitaðist við að svara. Darwin hraðaði á átökum vísinda og trúarbragða um fylgjendur. Andi framþróunar var kominn úr flöskunni og tækniframfarir síðan þá bera vott um mátt vísindanna. Darwin stendur með mönnum á borð við Newton og Galíleoó sem risi í sögu hugsunar. 78 3-4 LOKA.indd 158 11/3/09 8:33:49 AM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.