Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2010, Qupperneq 5

Náttúrufræðingurinn - 2010, Qupperneq 5
5 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags nokkurs safns eða stofnunar sé til hérlendis enda hafa margir bent á hvílík hneisa það er, sérstaklega eftir að við urðum rík þjóð. Og ég held einnig að saga safnsins hefði orðið nokkuð önnur ef byggt hefði verið myndarlega utan um það eins og önnur söfn landsins. Í ársskýrslu félagsins fyrir árin 1939 og 1940 var eins og svo oft fjallað um húsnæðismál náttúru- gripasafnsins. Árni Friðriksson segir í lokahugleiðingu sinni um 50 ára sögu félagsins: Langerfiðasta viðfangs- efnið, sem bíður náttúrufræðisfélagsins, er að koma upp húsi handa safninu. Á þessu húsi hefur nú í raun og veru stað- ið yfir 20 ár, og hefir það mjög stemmt stigu fyrir framförum safnsins. Eins og um var getið, er nú til í vörzlum félags- ins lítils háttar sjóður, sem ætlaður er til þessa, en með því verði, sem búast má við, að verði á nýbyggingu eftir styrjöldina, er hætt við að hann hrökkvi skammt, en hann er þó styrkur. Þarna vísar Árni til þess sjóðs sem átti eftir að vaxa nokkuð og gekk til ríkisins með safninu 1947 en hússjóðurinn var stofnaður á aðalfundi félags- ins árið 1928. En til að gera langa sögu stutta þá var safnið á fimm stöðum á fyrstu 19 árunum, eða þar til það fluttist í Safnahúsið við Hverfisgötu, þ.e. þetta hús sem við erum nú stödd í, haustið 1908 og þar var safnið allt til ársins 1960 er það var flutt á Hlemm. Umræður um byggingu sérstaks húss undir nátt- úrugripasafnið hófust þó snemma á síðustu öld og á aðalfundi félags- ins í febrúar 1926 var fyrst lögð fram kostnaðaráætlun og teikning að nýrri byggingu – á sama fundi var samþykkt tillaga um að safnið yrði að vera komið í eigið húsnæði á 50 ára afmælinu, árið 1939. Á fimmta áratugnum fékk Háskólinn framlengingu á einkaleyfi sínu til rekstrar happdrættisins og þá var m.a. gert ráð fyrir að byggt yrði yfir náttúrugripasafnið. Um það leyti sem safnið var gefið ríkinu höfðu bæði háskólaráð og byggingarnefnd félagsins samþykkt uppdrætti Gunnlaugs Halldórssonar arkitekts og átti að byggja húsið á háskólalóð- inni. Ekkert varð úr þeim áformum. Á 100 ára afmæli félagsins vildi fólk enn og aftur sjá tækifærið not- að til að koma húsnæðismálum safnsins í lag en safnið hafði þá breytt um nafn og hét Náttúru- fræðistofnun Íslands – þ.e. frá árinu 1965. Þegar litið er til ávarps þáver- andi menntamálaráðherra, Svavars Gestssonar, á afmælishátíð Hins íslenska náttúrufræðifélags þann 1. október 1989 var tilefni til bjartsýni eins og raunar oft áður í sögu safns- ins. Svavar sagði: Það sem mestum tíðindum sætir þó í mínum huga eru tillögur nefndarinnar um að byggt verði náttúrufræðihús í félagi ríkisins, háskólans og Reykjavíkurborgar. Er hús- inu ætlaður staður í grennd háskólans við mörk borgarfriðlands í Vatnsmýrinni skammt frá Norræna húsinu. Þetta hús á að hýsa allt í senn sýningaraðstöðu, rannsóknaraðstöðu og fræðslustarfsemi og það á að tengjast líffræðihúsi og jarðfræðihúsi Háskólans. Mér er sérstök ánægja að því að skýra frá því hér að á fundi sem ég átti í fyrradag með borgar- stjóranum í Reykjavík og háskólarektor náðum við samkomulagi um að vinna að þessu máli. Verður nefndinni falið að vinna tillögur sínar nánar og er gert ráð fyrir því að undirbúningur hefjist á næsta ári og að byggingarframkvæmdir geti hafist á árinu 1992 og að starfsemi hefjist í húsinu 1995. Það eru vissulega stórtíðindi að slík ákvörðun er tekin. Þetta voru orð menntamálaráðherra fyrir 20 árum. Nú eru því liðin 14 ár síðan áætlað var að starfsemi hæfist í húsinu í Vatnsmýrinni, en eins og við munum þá úthlutaði borg- arstjóri Listaháskólanum þessari lóð rétt fyrir kosningar vorið 2007, með leyfi til að nota hana í skiptum fyrir aðra lóð – sem hlýtur að teljast óvanalegt. Ég hef nú aðeins stiklað á stóru í þeirri hrakfallasögu sem húsnæð- ismál náttúrugripasafnsins hafa verið síðustu 120 árin. Upphafsárin, sérstaklega þau fyrstu hér í Safna- húsinu/Þjóðmenningarhúsinu, hafa án efa verið þau bestu þótt hús- næðið hér sem annars staðar hafi aðeins verið bráðabirgðahúsnæði. En hvað nú – mitt í kreppu? Er nokkur möguleiki til bjartsýni í þessu máli? Ég ætla að leyfa mér að halda í bjartsýnina því án hennar hefst þetta aldrei. Þegar lög um nýtt Náttúruminja- safn Íslands voru samþykkt á Al- þingi vorið 2007 var tilefni til að trúa því að nú fengjum við safn sem opið yrði Íslendingum og erlendum gestum okkar og gerði fólki kleift að kynnast íslenskri náttúru. Í ljósi þess að Íslendingar byggja afkomu sína á náttúru landsins í ríkum mæli er mikilvægt að áhersla sé lögð á að fólk þekki og skilji hana því þannig eru auknar líkur á að fólk virði og fari vel með náttúruna. Úr sal Náttúrugripasafnsins þegar það var til húsa í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Ljósm.: August Hesselbo, 1914. 80 1-2#loka.indd 5 7/19/10 9:50:28 AM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.