Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2010, Side 10

Náttúrufræðingurinn - 2010, Side 10
Náttúrufræðingurinn 10 náttúruminjasafna og ekki síst hvar hann kreppir í samskiptum slíkra stofnana – en við skulum ekkert fara í grafgötur með að á því sviði eins og öðrum ríki kappsemi og togstreita meðal starfsmanna! Ég vil að höfuðsafn náttúruminja taki frumkvæði í því að ræða slík mál af hreinskilni þar sem fjölmargt hangir á spýtunni; spurning um fjármagn, spurning um söfnunar- stefnu, spurningar um samskipti við einstaklinga, félög og stofnanir. Höfuðsafnið á einnig að hafa íhugað vel og vandlega þær óskir sem hafa komið fram á undanförnum árum frá Skagafirði og Húsavík um að hýsa aðalstöðvar Náttúruminjasafns Íslands. Við megum ekki gleyma því að safnið er þjóðarstofnun, þar sem öll landsvæði geta gert tilkall til hennar. Rökin fyrir því að safnið hafi aðalbækistöðvar sínar í Reykjavík eru nokkur, en það er ekki full- nægjandi, að mínu mati, að notast eingöngu við söguleg rök (upphafs- menn safnsins vildu að safnið risi í Reykjavík) eða rök byggð á tölfræði gesta (þar sem horft hefur verið til fólksfjölda á höfuðborgarsvæðinu og að ferðamannastraumur sé mest- ur þar). Réttlætingin á staðsetningu stofnunarinnar hlýtur að byggjast á víðtæku mati á tilgangi hennar og þeirri framtíðarsýn sem henni er mörkuð. Ég vil sjá safn sem lítur á forystu- hlutverk sitt út frá hnattrænu sjón- arhorni, þar sem Náttúruminjasafn Íslands á erindi út fyrir Ísland í málefnum náttúrunnar en einnig í málefnum sem snerta hugmyndir um hvernig best sé að reka nátt- úruminjasafn í samtímanum. Slíkt safn hefur úr ríkulegum efniviði að moða og má taka skuldbindingar íslenska ríkisins um líffræðilega fjölbreytni sem dæmi. Markmið samningsins, sem tók gildi árið 1994, er að vernda líffræðilega fjöl- breytni og stuðla að sjálfbærri nýt- ingu lifandi náttúruauðlinda (sjá http://www.umhverfisraduneyti. is/althjodlegt-samstarf/samningar/ nr/58). Samningurinn á að: – Stuðla að verndun og sjálfbærri notkun líffræðilegrar fjölbreytni […] – Stjórna og hafa eftirlit með notkun og losun erfðabreyttra lífvera. – Auka rannsóknir og vöktun á líf- fræðilegri fjölbreytni. – Efla fræðslu og menntun um líf- fræðilega fjölbreytni […] – Skiptast á vísindalegum upplýs- ingum og aðstoða þróunarríkin við að ná markmiðum samningsins. Náttúruminjasafn Íslands getur hæglega tekið forystu í því að stuðla að framgangi þessa samn- ings með því að vera sá aðili sem stuðlar að verndun og heldur uppi gagnrýnu eftirliti (fræðilegri vökt- un) með því að ákvæðum hans sé framfylgt. Fræðslu- og menntunar- hlutverk safnsins gæti orðið ríkt í þessu samhengi einnig, og um leið gæti það tekið forystu í því að líta á náttúruminjasafn sem „heil- brigðisstofnun“ – þar sem fjallað er um heilbrigði og hugmyndir um heilbrigði út frá sjónarhóli nátt- úrufræðac (sjá einnig Weil 1997). Einnig mætti hugsa sér að safnið hefði forystu um að kynna til sög- unnar náttúrufræðin og lífvísindin sem hafa verið að þróast í sýnd- arheimum tölvunnar, þar sem hug- myndin um líf og lífríki hefur verið rannsökuð (sjá Helmreich 1998). Að endingu vil ég einnig sjá Náttúruminjasafn Íslands sem gerir sér mat úr þeim tækifærum sem við blasa í stöðunni í dag. Á sama tíma og vandamál samtímans eru greind og reynt er að draga af þeim einhvern lærdóm, þá stendur safnið – og um leið þjóðin – frammi fyrir því að reyna að hugsa þetta safn út frá núverandi lögum um Náttúruminjasafn Íslands. Safnið er til en hvorki í þeirri mynd sem for- verar okkar höfðu í huga né þeirri sem núverandi umráðamenn vilja gefa því. Í þeirri stöðu felast fjöl- mörg tækifæri þar sem mögulegt er að láta hugann reika og líta til allra átta í leit að álitlegum kostum. – Hugsa má aðstöðu og eðli safns- ins alveg frá grunni. – Horfa má til íslenskra aðstæðna á sviði náttúruminja og taka mið af sambærilegum stofnunum erlendis. – Hugsa má nýjar leiðir í stjórnun slíkrar stofnunar. – Einnig má hugsa sér nýjar leiðir í fjórskiptu hlutverki safnsins: söfnun, varðveislu og skráningu, rannsókn- um og miðlun. Í upphafi erindisins minntist ég á hugleiðingar Kristjáns Eldjárns um fortíð og framtíð Þjóðminja- safnsins. Í hugleiðingum sínum minnist hann á tildrög þess að yfir Þjóðminjasafnið var byggt sérstakt hús, en alþingi ákvað, lýðveldisárið 1944, að svo skyldi gert. Átti safnið að vera „morgungjöf þjóðarinnar til lýðveldisins“ (1949:11) eins og hann orðaði það. Á þeim tímamótum sem lýðveldið og Náttúruminjasafn Íslands standa á í dag er kannski ekki úr vegi að hugsa sér óskir mínar sem slíka gjöf! c Janes, R.R. (2009) fjallar sérstaklega um þetta hlutverk safna í samtímanum. Heimildir Alberch, P. 2007. „Museums, collections 1. and biodiversity inventories“. Í: Museums in the Material World. Knell, S.J. (ritstj.). New York: Routledge. Bls. 364–370. Helmreich, S. 1998. Silicon Second Nature: 2. Culturing Artificial Life in a Digital World. Berkeley: University of California Press. Janes, R.R. 2009. Museums in a Troubled 3. World: Renewal, Irrelevance or Collapse? New York: Routledge. Kristján Eldjárn 1949. „Þjóðminjasafnið: 4. Hugleiðingar um fortíð þess og framtíð“. Samvinnan. September–desember. Bls. 9–14, 57. Lög um markmið og hlutverk Náttúru-5. minjasafn Íslands (Lög nr. 35 27. mars 2007). Svavar Hávarðsson 2006. „Þjóðararfur á 6. vergangi“. Fréttablaðið 21. desember. Bls. 28. Umhverfisráðuneytið. Samningur um líf-7. fræðilega fjölbreytni (sjá http://www. umhverfisraduneyti.is/althjodlegt-sam- starf/samningar/nr/58). Weil, S.E. 1997. „The Museum and the 8. Public“. Fyrirlestur fluttur við Teachers College, Columbia University, 2. apríl 1997. Um höfundinn Sigurjón Baldur Hafsteins- son (f. 1964) lauk M.A.- prófi í mannfræði úr Temple University í Bandaríkjunum árið 1995. Sigurjón er lektor í safna- fræði við Háskóla Íslands. 80 1-2#loka.indd 10 7/19/10 9:50:32 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.