Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2010, Síða 15

Náttúrufræðingurinn - 2010, Síða 15
15 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Vágestir í vistkerfum – fyrri hluti Stiklað á stóru um framandi ágengar tegundir Menja von Schmalensee Náttúrufræðingurinn 80 (1–2), bls. 15–26, 2010 Inngangur Sameinuðu þjóðirnar hafa valið árið 2010 sem alþjóðlegt ár líffræðilegrar fjölbreytni. Er það gert til að vekja athygli á þeim miklu neikvæðu áhrifum sem maðurinn hefur á vistkerfi jarðar og mikilvægi líf- fræðilegrar fjölbreytni fyrir afkomu manna og annarra lífvera. Í Þúsald- arskýrslu Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni kemur fram að fjölbreytni sé undirstaða í þjón- ustu vistkerfa og því mikilvæg fyrir frumframleiðslu og efnahringrásir, jarðvegsmyndun og viðhald jarð- vegsgæða, viðhald loftgæða, við- hald vatnsgæða og miðlun vatns, niðurbrot úrgangsefna og stjórnun veðurkerfa. Einnig er hún upp- spretta mikils auðs í matvælum, lyfjum, iðnaðar- og byggingarefnum, auk menningarlegra verðmæta.1 Þá er líffræðileg fjölbreytni, hvort sem litið er til erfða, stofna eða tegunda mikilvægur efniviður þróunar.2 Tegundir lífvera deyja nú út a.m.k 100–1.0003 eða jafnvel 1.000–10.0004 sinnum hraðar en eðlilegt getur talist. Samkvæmt válista Alþjóða- náttúruverndarsamtakanna (IUCN Redlist) hefur maðurinn með um- svifum sínum valdið staðfestum útdauða 869 tegunda síðastliðin 500 ár (miðað við uppgefnar tölur í mars 2010). Þetta er nær örugglega talsvert vanmat þar sem aðeins hefur verið lokið við að lýsa um 1,9 milljónum af þeim 13–14 milljón tegundum sem áætlað er að lifi á jörðinni og innan við 3% af þessum 1,9 milljónum hafa verið metnar við gerð válista samtakanna.5 Ef tekið er mið af núverandi eyðing- arhraða hitabeltisskóga og varlegu mati um 5–10 milljón tegundir á jörðinni, hefur verið áætlað að um 13.500–27.000 tegundir tapist á heimsvísu á ári hverju.6,7 Af þeim tegundum sem skoðaðar höfðu Líffræðileg fjölbreytni er undirstaða í þjónustu vistkerfa, hún er efniviður þróunar og maðurinn sækir í hana ýmis bein verðmæti. Útdauði tegunda hefur orðið af náttúrulegum orsökum í tímans rás en vegna umsvifa mannsins deyja tegundir nú út 100–10.000 sinnum hraðar en eðlilegt getur talist og eiga ágengar tegundir veigamikinn þátt í því. Menn hafa í síauknum mæli flutt tegundir á milli landa og heimshluta og nú er áætlað að a.m.k. 100–550 þúsund framandi tegundir sé að finna á heimsvísu. Hluti þeirra veldur miklu tjóni á vistkerfum og náttúrulegum ferlum, í landbúnaði og á mannvirkjum. Áætlað er að kostnaður af völdum ágengra tegunda nemi meira en 5% vergrar heimsframleiðslu. Erfitt er að spá fyrir um hvaða tegundir verða ágengar og við hvaða aðstæður, en mestu máli skiptir tíðni og magn innflutnings, hvort umhverfi svipar til þess sem finna má á heimaslóðum tegundarinnar, sérhæfni tegundarinnar sjálfrar og þeirra sem fyrir eru og fjöldi óvina. Þá er eitt mikilvægasta forspárgildið um ágengni tegundar fólgið í því hvort hún hafi orðið ágeng annars staðar. Til að greiða fyrir upplýsingaflæði um þetta hafa verið settir upp opnir, umfangsmiklir alþjóðlegir gagnagrunnar. Mikilvægt er að grípa til skjótra aðgerða, þ.e. útrýmingar eða stofnstjórnunar, gegn ágengum tegundum um leið og þeirra verður vart. Mörg dæmi eru um vel heppnaðar aðgerðir, en vanda þarf til verka svo þær skili árangri. Viðbúið er að ágengum teg- undum muni fjölga. Er því nauðsynlegt að vísindasamfélagið, stjórnvöld og almenningur geri sér grein fyrir vandamálinu. Ritrýnd grein 80 1-2#loka.indd 15 7/19/10 9:51:00 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.