Náttúrufræðingurinn - 2010, Síða 35
35
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
P. serpentulus í október (smittíðni 3%,
smitmagn 150 epg).
Hnísillinn E. muta fannst í öllum
mánuðum og virðist því útbreiddur
í rjúpnastofninum. Samandregið
fyrir öll sýnin (n = 315) var smit-
tíðnin 84% og meðalsmitmagn 3318
opg (1. tafla). Engin fylgni var á
milli smittíðni og meðalsmitmagns
(Kendall Tau-fylgnistuðull = 0,076,
p < 0,05). Smittíðnin var há (93%) er
rannsóknir hófust í apríl, lækkaði
síðan og náði lágmarki í júlí (56%)
og ágúst (57%) (3. mynd). Í septem-
ber hækkaði smittíðnin (77%), var
í hámarki í október (97%) og hélst
há fram eftir vetri. Meðalsmitmagn
lækkaði verulega í apríl til maí og
var í lágmarki í júní og júlí, en óx
síðan mjög skarpt og náði hámarki
í september, lækkaði síðan í október
og nóvember og var svo stöðugt og
lágt fram á vor (3. mynd). Meðal-
smitmagn virðist rísa á undan
smittíðni; þannig var smitmagnið í
lágmarki í júní og júlí en smittíðnin í
júlí og ágúst. Á sama hátt var toppur
í meðalsmitmagni í september en í
smittíðni mánuði síðar. Smittíðnin
hélst há og stöðug allan veturinn
en smitmagnið var lágt.
Hnísillinn E. rjupa fannst alla
mánuði ársins líkt og E. muta en var
ekki jafnútbreiddur í rjúpnastofn-
inum. Samandregið fyrir öll sýnin
var smittíðni E. rjupa 11% (n = 315)
og meðalsmitmagn 10.572 opg (2.
tafla). Ekki var marktæk fylgni á
milli smittíðni og meðalsmitmagns
E. rjupa (Kendall Tau-fylgnistuðull
= 0,219, p < 0,05). E. rjupa fannst alla
mánuði ársins og var smittíðnin
lægst 3% og hæst 27% (4. mynd).
Hæst var tíðnin í október (27%) og
næsthæst í apríl (20%). Aðra mán-
uði var smittíðnin nokkuð svipuð,
á bilinu 3–13%. Meðalsmitmagn
var lítið í apríl til júní, jókst því
næst nokkuð og mjög skýr toppur
var í október en féll síðan og var
smitmagn lágt yfir veturinn (4.
mynd). Munur á smittíðni E. rjupa
og E. muta var marktækur (kíkv-
aðrat = 333,8, frítölur = 1, p < 0,001),
en ekki á meðalsmitmagni (t =
-1,125, p = 0,325).
Útbreiðsla þráðormsins C. caudin-
flata í rjúpnastofninum var svipuð
E. rjupa. Smittíðni ormsins, saman-
dregin fyrir öll sýnin, var 11% og
meðalsmitmagn var 74 epg (3. tafla).
Engin fylgni var á milli smittíðni
og meðalsmitmagns (Kendall Tau-
fylgnistuðull = 0,137, p < 0,05). Egg
C. caudinflata fundust alla mánuði
nema í febrúar, smittíðnin var lág
í apríl til september, þá snarhækk-
aði hún og var há allan veturinn
með toppum í október og janúar (5.
mynd). Meðalsmitmagn breyttist
óreglulega yfir árið, það var mest í
apríl, júlí, nóvember og desember
(5. mynd). Samanburður á smittíðni
og meðalsmitmagni fyrir þessi tvö
skeið, þar sem smittíðni var annars
vegar lág (apríl til september) og
hins vegar þegar hún var áber-
andi hærri (október til mars), gaf
marktækan mun á smittíðni (kí-
kvaðrat = 9,411, frítala = 1, p = 0,002)
en ekki meðalsmitmagni (t = 0,368,
p = 0,698).
Það er augljóst á gildum dreifi-
stuðulsins að þrjár algengustu teg-
undirnar, E. muta, E. rjupa og C.
caudinflata, sýna allar hnappdreif-
ingu (6. mynd). Samanburður sýnir
mun á tegundunum. E. rjupa og C.
caudinflata eru mjög hnappdreifðar
og litlar breytingar eru á dreifistuð-
linum milli mánaða. Hnappdreif-
ingin er minni hjá E. muta en hin-
um tveimur og þar eru greinilegar
breytingar yfir árið. Annars vegar
er tímabilið apríl til september þar
sem hnappdreifing E. muta er mikil
og hins vegar tímabilið október til
mars þar sem hún er minni.
Skoðað var hvort marktæk fylgni
væri í smittíðni og meðalsmitmagni
tegundanna, E. muta, E. rjupa og
C. caudinflata, eftir mánuðum. Einu
marktæku tengslin voru á smittíðni
á milli E. muta og C. caudinflata
(Kendall Tau-fylgnistuðull = 0,543,
p < 0,05).
Umræður
Allar fimm tegundirnar sem fund-
ust í rannsókninni eru vel þekkt
iðrasníkjudýr rjúpna hér á landi.29
Sníkjudýrin voru þó misalgeng;
þrjár tegundir voru algengar, E. muta
(84% smittíðni í heildarsýni, n = 315),
E. rjupa (11%) og C. caudinflata (11%),
Smittíðni %
– Prevalence % n 95% c.l.
Meðalsmitmagn
– Mean intensity n 95% c.l.
Apríl 93 30 79–99 3.574 28 1.693–7.310
Maí 73 30 55–87 2.695 22 1.083–6.255
Júní 84 19 61–96 650 16 370–1.263
Júlí 56 18 33–76 1.040 10 384–2.454
Ágúst 57 30 38–74 3.046 17 1.313–6.835
September 77 31 60–89 14.357 24 3.493–46.267
Október 97 33 84–100 3.671 32 2.646–5.233
Nóvember 93 30 79–99 1.404 28 851–2.603
Desember 96 28 83–100 1.067 27 629–1.892
Janúar 100 18 81–100 1.523 18 823–2.735
Febrúar 83 18 59–95 1.060 15 577–1.833
Mars 90 30 74–97 2.604 27 1.742–3.666
Samtals 84 315 79−88 3.319 264 2.198−6.975
1. tafla. Árstíðabreytingar á smittíðni og meðalsmitmagni (þolhjúpar í g saurs) ásamt
sýnastærð (n) og 95% öryggismörkum (ö.m.) hnísilsins Eimeria muta. Byggt á taln-
ingum í rjúpnasaur sem safnað var á Suðvesturlandi frá apríl 2007 til og með mars 2008
og norður í Hrísey í mars 2008. – Seasonal changes in prevalence and intensity of
infection (oocysts per g faeces), sample size (n) and 95% confidence interval (c.i.) for
Eimeria muta. Based on counts in Rock Ptarmigan faecal samples collected in SW-
Iceland from April 2007 through March 2008 and in Hrísey, N-Iceland in March 2008.
80 1-2#loka.indd 35 7/19/10 9:51:54 AM