Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2010, Side 39

Náttúrufræðingurinn - 2010, Side 39
39 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Neðanmáls bætir Huus við að eftir heimildum frá Kloster19 að dæma, hljóti C. longicollis að vera mjög algengur í íslenskum rjúpum því þetta sníkjudýr hafi verið til staðar í öllum 9 fuglunum sem skoðaðir voru frá 15. apríl 1923, og nær alltaf hafi fjöldinn verið mikill. Smittíðnin var samkvæmt þessum upplýsing- um 100%, margfalt hærri en hún mældist um og eftir miðjan vetur (7–10%) í þessari rannsókn (3. tafla). Egg bandormsins P. serpentulus fundust í saursýni úr einum fugli frá 9. október 2007. Þessi band- ormur hefur fundist í rjúpum á tveimur öðrum stöðum á landinu (Suður-Þingeyjarsýslu og Hrísey). Hann virðist því vera til staðar víða um land en ávallt sjaldgæfur og líklega helst í ungum rjúpum á haustin eins og rannsókn á fugl- um af þekktum aldri 2006 sýndi.29 Líkleg skýring tengist fæðuvenjum aldurshópanna, en rjúpuungar, ólíkt fullorðnum fuglum, éta mikið af skordýrum.41 Líklegt er að ungar smitist af bandorminum fljótlega eftir klak við að éta lirfusmituð skordýr (skordýrin smitast við að éta skít úr smituðum fuglum). Niðurstöðurnar benda jafnframt til þess að ormarnir verði ekki nema nokkurra mánaða gamlir því smit virðist horfið þegar líður á haustið. Bandormurinn er þekkt sníkjudýr í skógarþresti Turdus iliacus á Ís- landi.42 Skógarþrestir eru algengir á þeim stöðum þar sem P. serpentulus hefur fundist í rjúpu hér á landi og er líklegt að þrestir eigi þátt í því að halda uppi smitferli tegundarinnar þar. Hvort aðrar tegundir fugla eigi hlut að máli er óþekkt. Egg þráðormsins Trichostrongylus tenuis fundust aðeins einu sinni og það var í sýni frá ágúst. Tegundin virðist því sjaldgæf hérlendis. Ein- ungis 14% fugla í Þingeyjarsýslu reyndust smitaðir í október 2006 og ormarnir voru fáir (meðalsmit 3,4 ormar á fugl).29 Meiri líkur eru á því að finna eggin í botnlangaskít fuglanna, en í þessari rannsókn var skoðaður saur úr ristli og því litlar líkur á að smit yrði staðfest. Í ofan- greindri rannsókn frá 2006 var orm- anna leitað í innihaldi botnlanga. Svipuð smittíðni, eða 12%, kom fram við leit í botnlöngum 93 fugla sem safnað var á veiðitíma víða um land haustin 1994 og 1995, meðalsmit var 3,4 ormar á fugl.21 Í rannsókn 2006 fundust egg tegundarinnar ekki við skoðun á skít úr ristli og því ljóst að McMaster-aðferðin, eins og henni var beitt hér, er óbrúkleg til að stað- festa T. tenuis-smit. Lokaorð Eftir því sem best er vitað hafa sam- bærilegar athuganir ekki verið gerð- ar á neinni þeirra þriggja rjúpnateg- unda (Lagopus spp.) sem þekktar eru. Raunar er afar lítið vitað um árstíðasveiflur sníkjudýrasýkinga í villtum fuglum þannig að lítið er um samanburðarhæf gögn. Flestir bandormar og þráðormar sem þekktir eru í rjúpum erlendis finnast ekki í rjúpum hér á landi. Þráðormarnir sem hér finnast eru báðir tiltölulega sjaldgæfir og yfirleitt fáliðaðir. Bandormurinn er spörfuglasníkjudýr sem slæðist með skordýrum niður í rjúpu- unga í uppvextinum og sýkir þá tímabundið. Ólíklegt er því að ormar hafi veruleg neikvæð áhrif á viðgang rjúpnastofnsins hér á landi. Hvað aðrar tegundir sníkju- dýra varðar er myndin óskýrari, en vonir standa til að hægt verði að skerpa þá sýn nokkuð að afloknum rannsóknum á tengslum heilbrigð- is og stofnsveifu rjúpunnar, rann- sóknum sem hófust 2006 og hafa nú staðið í fjögur ár. Summary Seasonal changes in endopara- sites of Rock Ptarmigan Rock Ptarmigan (Lagopus muta) drop- pings were collected monthly over a course of one year in SW-Iceland, start- ing in April 2007 and ending in March 2008 (Fig. 1). Half of the samples from March were collected at Hrísey, North- Iceland. The McMaster method was used to quantify the abundance of en- doparasites by counting worm eggs and coccidian oocysts. The results are ex- pressed as eggs per g faeces (epg) or oocysts per g faeces (opg). Five parasitic species were found; three were common: Eimeria muta, E. rjupa (Coccidia, Protozoa) and Capillaria caudinflata (Nematoda), and two were rare Trichostrongylus tenuis (Nematoda) and Passerilepis serpentulus (Cestoda) (Fig. 2). Most common was the coccidian E. muta, its prevalence fluctuating from 56% in July to 100% in January (Fig. 3, Table 1). Intensity of infection was high- est in September (mean = 14,357 opg). The coccidian E. rjupa and the nematode C. caudinflata had similar distribution within the host population. Prevalence of E. rjupa fluctuated from 3 to 27% reaching its maximum in October. Intensity of infection showed a clear peak also in October (mean = 37,039 opg) and low rates during other parts of the year (Fig. 4, Table 2). Prevalence of C. caudinflata was greatest during fall and winter (October through March), maxi- mum value being 30% in October. Mean intensity of infection did not show any seasonal pattern (Fig. 5, Table 3). The caecal nematode T. tenuis and the ces- tode P. serpentulus were found in only one sample each, T. tenuis in August (prevalence = 0.3%, intensity = 150 epg) and P. serpentulus in October (prevalence = 0.3%, intensity = 150 epg). The three commonest parasites all showed an ag- gregated distribution within the host population (Fig. 6), especially E. rjupa and C. caudinflata. E. muta showed sea- sonal differences in aggregation, being least aggregated during fall and winter. The smaller coccidian, E. muta, was always more prevalent than the bigger one, E. rjupa. Prevalence of E. muta ranged from 56 to100%, but for E. rjupa from 3 to 27%. The prevalence of E. muta only fell during July and August. On the other hand, E. rjupa always had low prevalence but with a peak in autumn. Intensity of infection peaked for both species in autumn (September/October); for E. rjupa both intensity and preva- lence peaked in October but for E. muta the intensity peaked in September, a month ahead of prevalence. The results imply that there is a difference in the biology of the two coccidians and in the immunological response of the ptarmi- gans to those two species. 80 1-2#loka.indd 39 7/19/10 9:51:57 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.