Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2010, Page 47

Náttúrufræðingurinn - 2010, Page 47
47 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags (TEMP, °C), rafleiðni (COND, µS cm-1), sýrustig (pH), basavirkni (ALK, meq l-1), heildarstyrkur fosfórs (TP, µg l-1), heildarstyrkur köfnunarefnis (TN, µg l-1), heildarstyrkur lífræns kolefnis (TOC, mg l-1), kísill (SiO2, mg l-1), klór (Cl, mg l-1), súlfat (SO4, mg l-1), kalsíum (Ca, mg l-1), járn (Fe, µg l-1), kalíum (K, mg l-1), magnesíum (Mg, mg l-1) og natríum (Na, mg l-1) (sjá viðauka 1). Greining og meðhöndlun gagna Sem fyrr segir grundvallast þessi rannsókn á doktorsverkefni Tammy Lynn Karst-Riddoch sem hún vann að á tímabilinu 1998–2004 við Queens-háskólann í Kingston, Ont- ario, Kanada.22,23 Ítarlega lýsingu á aðferðafræði við greiningu kísilþör- unganna og meðhöndlun gagnanna er að finna í doktorsritgerð Tammy Lynn og í grein höfundanna sem birtist árið 2009.21 Hér verður aðeins stiklað á því helsta. Að loknum sýruþvotti voru kísilþörungaskeljar greindar og taldar á sniðmerktum þekjuglerjum við 1.000-falda stækk- un í Leitz DMRB ljóssmásjá (~500 skeljar í sýni). Í sumum tilfellum þurfti að beita hljóðbylgjumeðferð til að losa um kísilþörungaskeljar fyrir greiningu. Við greiningu kísil- þörunganna var stuðst við rannsókn- ir á kísilþörungum í botnseti vatna á norðlægum slóðum.47,48,49 Niðurstöður á talningum kísil- þörunga eru settar m.a. fram sem hlutfallslegt magn (% Magn, 1. tafla) og er reiknað út sem hundraðshluti af einstaklingsfjölda tiltekinnar teg- undar af heildarfjölda einstaklinga allra tegunda í viðkomandi vatni. Aðeins eru birtar niðurstöður þar sem hlutfallslegt magn var a.m.k. 1% í tilteknu vatni og til staðar í þremur vötnum hið minnsta. Vegna mjög skekktrar dreifingar þurfti að umbreyta nokkrum breytum fyrir tölfræðigreiningu, bæði með því að taka lygra (MD, Zmax, COND, Mg, TOC, TN, Na, Fe, K, Cl og SO4) og kvaðratrót (SiO2). Í þeim tilfell- um þar sem umbreytingar skiluðu ekki normaldreifðum gildum var viðkomandi breytum (ALT, VOL, AREA og TP) sleppt í frekari töl- fræðigreiningu. Fyrir tölfræðigreiningu voru hlutfallstölunum breytt með því að taka af þeim kvaðratrót í því skyni að draga úr breytileika í fervikum. Áður en kom að fervika- og fjölþátta hnitunargreiningu (e. mulitvariate ordinations) var þremur vötnum kippt út úr gagnahópn- um með vötnunum 49. Þetta voru strandvötnin tvö í úrtakinu, Hópið (nr. 41) og Hlíðarvatn (nr. 51), ásamt eina jökulvatninu, Lagarfljóti (nr. 59). Þessum þremur vötnum var sleppt í allri tölfræðigreiningu þar eð þau voru útlagar í gagnasafninu m.t.t. efnafræðiþátta og höfðu áhrif á tölfræðiniðurstöður langt um- fram efni og ástæður. Fervika- og fjölþátta hnitunar- greiningum (e. Detrended Correspond- ence Analysis, DCA, og Canonical Correspondence Analysis, CCA) var beitt til að greina tengsl kísilþör- ungaflóru vatnanna við hina mældu og metnu umhverfisþætti. Allar hnitunargreiningar voru gerðar í töl- fræðiforritinu CANOCO, útgáfu 4,0. Við tölfræðigreiningu á tengslum kísilþörungaflóru við vatnaflokka Arnþórs var beitt svokallaðri sam- svörunargreiningu (e. analysis of similarities, ANOSIM), sem sam- svarar einsþáttar fervikagreiningu fyrir margar breytur. Niðurstöður Flóran Kísilþörungaflóran sem rannsökuð var efst í botnseti stöðuvatnanna 49 var fjölbreytt. Alls greindust 329 tegundir og afbrigði sem tilheyrðu 14 ættkvíslum (sjá viðauka nr. 4.2 í doktorsritgerð Tammy Lynn22). Af þessum 329 tegundum og afbrigð- um voru 139 algengar, þ.e. með a.m.k. 1% af fjölda í tilteknu vatni og til staðar í þremur eða fleiri vötnum (1. tafla). Tegundirnar og afbrigðin 139 svara til a.m.k. 83% af heildar- magni kísilþörunga í öllum vötn- unum 49 sem voru rannsökuð. Á meðal hinna 139 algengu teg- unda og afbrigða kísilþörunga bar mest á smágerðum, botnlægum tegundum og afbrigðum af ætt- kvísl gjarðeskja (Fragilaria). Að undanskildum fjórum djúpum dalvötnum fundust gjarðeski í öllum vötnunum og hlutfallslegt magn þeirra samanlagt var ríflega 20% af heildarmagni kísilþörunga Vatnaflokkar – Lake categories R p Lindavötn – Dragavötn 0,649 0,004 * Lindavötn – Heiðavötn 0,196 0,027 * Lindavötn – Dalavötn 0,733 0,000 * Dragavötn – Heiðavötn 0,125 0,176 Dragavötn – Dalavötn 0,261 0,064 Heiðavötn – Dalavötn 0,334 0,000 * 2. tafla. Fervikagreining (ANOSIM) sem gefur til kynna mismun í kísilþörungaflóru milli vatnaflokka. Marktækur munur (p ≤ 0,05) er auðkenndur með *. – Analysis of similarities (ANOSIM) results indicating differences between TYPE categories of lakes. 4. mynd. Þóra Hrafnsdóttir, starfsmaður Náttúrufræðistofu Kópavogs, heldur á kajak- röri sem var notað til að taka sýni af botnseti vatnanna fyrir greiningu kísilþörunga. Kajak- rörið er kennt við pólska vatnalíffræðinginn Kajak. – Þóra Hrafnsdóttir at Natural His- tory Museum of Kópavogur, working with a Kajak-corer. Ljósm./Photo: Náttúrufræði- stofa Kópavogs. 80 1-2#loka.indd 47 7/19/10 9:52:16 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.