Náttúrufræðingurinn - 2010, Síða 49
49
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
104 86
m
ax
6. mynd. Þáttur kísilþörunga, annarra en gjarðeskja, í stöðuvötnunum 49 raðað eftir dýptarflokkum vatnanna (mesta dýpi, Zmax). Aðeins
byggt á tegundum sem komu fyrir í a.m.k. þremur vötnum og með meira en 5% af hlutfallslegu magni. – Relative abundance profiles of
diatom taxa present in at least 3 lakes and with a relative abundance of more than 5% in one lake (excluding benthic Fragilaria spp.) from
49 Icelandic lakes arranged by maximum lake depth (Zmax) categories.
1. Gjarðeskjavötn
Flest smágerðu, botnlægu gjarð-
eskin voru ríkjandi í grunnum
vötnum með tiltölulega mikla
basavirkni, háa rafleiðni og mik-
inn kísil. Þessir efnaþættir ein-
kenndu einkum grunn lindavötn.
Á meðal tegunda í þessum þör-
ungahópi voru Fragilaria brevis-
triata (67), F. brevistriata var. inflata
(68), F. construens var. binodis (74),
F. construens var. venter (75), F.
elliptica (78), F. lapponica (79), F.
parasitica (82), F. pinnata (83) og
F. pseudoconstruens/construens (85).
Dæmi um vötn í þessum flokki
eru Ásbjarnavatn á Hofsafrétti og
Vífilsstaðavatn.
Tengsl flóru og umhverfisþátta
Af þeim 16 umhverfisbreytum sem
athugaðar voru í tengslum við kísil-
þörungaflóruna reyndust allar
nema sýrustig (pH) og súlfat (SO4)
útskýra á marktækan hátt hluta
af breytileika í kísilþörungagögn-
unum (þvinguð hnitunargreining,
p < 0,05). Sýrustigi og súlfati var
þ.a.l. sleppt í frekari úrvinnslu
gagnanna. Sama gilti um járn
(Fe), kalsíum (Ca), kalíum (K),
magnesíum (Mg) og natríum (Na).
Þessum fimm breytum var sleppt
þar sem þær sýndu marktæka,
jákvæða fylgni við köfnunarefni
(TN), basavirkni (ALK) og rafleiðni
(COND), án þess þó að bæta útskýr-
ingarmátt umfram það sem köfn-
unarefni, basavirkni og rafleiðni
gerðu. Eftir nánari tölfræðigreiningu
stóðu eftir sjö umhverfisbreytur sem
best útskýrðu breytileikann í kísil-
þörungagögnunum. Þessar sjö um-
hverfisbreytur voru meðaldýpi
(MD), rafleiðni (COND), lífrænt
kolefni (TOC), kísill (SiO2), köfn-
unarefni (TN), basavirkni (ALK)
og vatnshiti (TEMP). Í endanlegri
hnitunargreiningu voru 23,8% af
breytileika kísilþörungaflórunnar
rakin til þessara sjö umhverfisþátta.
Samkvæmt hnituninni mátti í gróf-
um dráttum greina fjóra meginhópa
kísilþörunga m.t.t. umhverfisþátta í
vötnunum (7. og 8. mynd): 1. gjarð-
eskjavötn, 2. agn- og nafeskjavötn,
3. dós- og sáldeskjavötn og 4. taf-
leskjavötn.
80 1-2#loka.indd 49 7/19/10 9:52:17 AM