Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2010, Side 50

Náttúrufræðingurinn - 2010, Side 50
Náttúrufræðingurinn 50 7. mynd. Dreifing stöðuvatnanna 49 m.t.t. umhverfisþáttanna sjö sem best lýstu breytileik- anum í kísilþörungaflóru vatnanna í fjölþátta hnitunargreiningu. Jökul- og strandvötn voru óvirkar breytur í greiningunni. Númer vísa til auðkennistölu vatna (sjá viðauka 1). – Distribution of 49 Icelandic lakes with respect to 7 environmental variables that best describe the variation in the diatom assemblages in a canonical correspondence analysis (CCA). Numbers refer to names of lakes provided in Appendix 1. 2. Agn- og nafeskjavötn Líkt og gjarðeskin komu agn- og nafeski aðallega fyrir í fremur grunn- um og næringarefnaríkum vötnum, en voru þó algengari í vötnum með ívið lægri rafleiðni, basavirkni og kísilstyrk. Efnaeiginleikar af síðast- nefnda tagi voru nokkuð dæmigerð- ir fyrir grunn heiðavötn á Vestur- og Norðvesturlandi. Helstu tegund- irnar í þessum þörungahópi voru agneskin Achnanthes acares (1), A. curtissima (6), A. kuelbsii (12), A. lacus-vulcani (13), A. nodosa (21), A. oestrupii (22), A. peragalli (23), A. saccula (26) og A. subatomoides (27) og nafeskin Navicula jaernefeltii (102), N. laevissima (103), N. pseudo- scutiformis (106) og N. vitiosa (114). Framangreindar tegundir eru allar smágerðar og botnlægar en að auki tilheyrðu þessum hópi nokkrar teg- undir og afbrigði af ásætuþörung- um. Dæmi um vötn í þessum flokki eru Arnarvatn á Arnarvatnsheiði og Mjóavatn á Auðkúluheiði. 3. Dós- og sáldeskjavötn Stórir, sviflægir kísilþörungar voru meira og minna bundnir við djúp og næringarefnasnauð vötn. Algeng- ustu tegundirnar voru stjarneskið Asterionella formosa (35), sáldeskin Aulacoseira islandica (39), A. italica (40), A. subarctica (43), svifeski Rhizosolenia longiseta (131) og dóseskin Cyclotella comensis (47), C. distinguenda (48), C. distinguenda var. unipunctata (49), C. tripartita (52) og, sér í lagi, C. pseu- dostelligera (51). Sviflægu diskeskin Stephanodiscus minutulus (134) og S. parvus (135) skáru sig úr öðrum sviflægum kísilþörungum að því leyti að þau þrifust betur í grynnri og næringarefnaríkari vötnunum. Dæmi um vötn í þessum flokki eru Baulárvallavatn og Skorradalsvatn. 4. Tafleskjavötn Í þessum þörungahópi bar mest á tiltölulega stórgerðum, kísilríkum ásætuþörungum, svo sem hvolfeski Amphora lybica (31), sporeski Diploneis ovalis (62), lúseski Epithemia adnata (63), esseski Nitzschia sigmoidea (127), stokkeski Pinnularia borealis (128), stakkeski Rhoicosphenia abbreviata (132) ásamt stafeskjunum Synedra biceps (137) og S. ulna (138) og tafl- eskinu Tabellaria flocculosa (139), en einna mest var af því síðastnefnda í vötnunum. Þessi þörungahópur var einkennandi fyrir fremur kísilrík en næringarefnasnauð meðaldjúp vötn. Dæmi um vötn í þessum flokki eru Ánavatn og Sænautavatn á Jökul- dalsheiði. Tengsl flóru við vatnaflokka Arnþórs Tölfræðigreining á tengslum kísil- þörungaflórunnar við vatnaflokka Arnþórs leiddi í ljós að flóra lind- arvatna var marktækt frábrugðin flóru draga- og dalavatna, og flóra dala- og heiðavatna var einnig marktækt ólík (2. tafla). Meira en 60% af mismuninum milli vatna- Ættkvíslir – Genus Botnlægir Sviflægir Vatnaflokkar – Lake categories Agneski – Achnanthes Gjarðeski – Fragilaria Dóseski – Cyclotella Sáldeski – Aulacoseira Lindavötn Dragavötn Meðaltalsmagn – Average abundace 4,4 29,9 80,8 33,6 0,2 8,9 2,3 5,3 % mismunur – % dissimilarity 35,74 18,14 5,75 10,39 Lindavötn Dalavötn Meðaltalsmagn – Average abundace 4,4 12,5 80,8 17,4 0,3 19,1 1,5 13,1 % mismunur – % dissimilarity 20,75 22,63 11,97 5,13 Heiðavötn Dalavötn Meðaltalsmagn – Average abundace 12,5 7,6 17,4 58,5 19,1 5,3 13,1 3,6 % mismunur – % dissimilarity 21,59 21,3 11,56 5,25 3. tafla. Hlutur ættkvísla að baki mismun í kísilþörungaflóru vatnaflokka (sbr. 2. töflu). – Contribution of Achnanthes, Fragilaria, Cyclotella and Aulacoseira spp. to the % dissimilarity of diatom assemblages between pairs of lake categories (refer to Table 2). 2. á s (λ = 0 ,1 46 ) 1. ás (λ = 0,268) 80 1-2#loka.indd 50 7/19/10 9:52:18 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.