Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2010, Qupperneq 65

Náttúrufræðingurinn - 2010, Qupperneq 65
65 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Ingibjörg G. Jónsdóttir Hlutverk kvarna í fiskum og rannsóknum Ritrýnd grein Náttúrufræðingurinn 80 (1–2), bls. 65–70, 2010 Hlutverk kvarna Kvarnir eru kalksteinar í innra eyra beinfiska (1. mynd). Innra eyra fiska samanstendur af þrennum bogagöngum og þremur kvarna- hólfum. Hlutverk bogaganganna er að nema hröðun fisksins. Kvarna- hólfin nefnast skjóða (e. utriculus), litli posi (e. lagena) og posi (e. sacculus). Í þessum hólfum liggja kvarnirnar í seigum vökva. Stóra heyrnarkvörnin (e. sagitta), sem er stærst, liggur í posa, jafnvægis- kvörnin (e. lapillus) í skjóðu og litla heyrnarkvörnin (e. asteriscus) í litla posa (1. og 2. mynd). Eins og nafnið bendir til, er hlutverk stóru og litlu heyrnarkvarnanna tengt heyrn fiska. Eðlismassi fisks er svipaður eðlis- massa sjávar og því fer hljóðbylgja hratt í gegnum fiskinn án mikillar mótstöðu. Kvörnin er hins vegar með annan eðlismassa og þegar hljóðbylgjan skellur á kvörninni titr- ar hún og snertir bifhár á skynfrum- um sem senda skilaboð með tauga- frumum til heilans sem móttekur boðin. Með jafnvægiskvörninni skynja fiskar jafnvægi, á þann hátt að þegar fiskurinn leggst á hliðina færist jafnvægiskvörnin inni í skjóð- unni og snertir skynfrumurnar sem senda boð um halla fisksins. Uppbygging kvarna Kvarnir eru aðallega (u.þ.b. 96%) úr kalsíumkarbónati (CaCO3) en að auki eru ýmis snefilefni í kvörnum.1 Hluti af kvörninni er próteingrind, að mestu leyti úr amínósýrum, sem er talin vera burðargrind fyrir kalkmyndunina.2 Uppröðun kalsí- umkarbónats getur verið á þrjá mis- munandi vegu (calcite, aragonite og vaterite). Stóra heyrnarkvörnin og jafnvægiskvörnin eru á aragonite- formi. Litla heyrnarkvörnin er hins vegar á vaterite-formi og glærari en hinar. Munurinn milli þessara þriggja forma liggur í uppröðun kalsíumkarbónats; aragonite er tígul- laga (e. orthorhombic), calcite þríhyrnt (e. trigonal) og vaterite sexhyrnt (e. hexagonal). Stundum verða breyt- ingar í uppröðun kalsíumkarbónats og sést þá greinilegur munur á útliti kvarnanna (3. mynd). Ekki er vitað af hverju þetta gerist en talið að álag vegna fæðuskorts, hitastigs eða annarra þátta hafi þar áhrif. Breyt- ingin virðist ekki hafa neikvæð áhrif á vöxt eða lífslíkur fisksins.3 Hins vegar er eðlisþyngd vaterite-kvarna minni og bygging þeirra óreglulegri en aragonite-kvarna og hefur það áhrif á heyrn fiskanna. Í fiskum eru ólífræn efni tekin upp í blóðið gegnum tálkn og garnir. Þaðan flytjast þau í umfrymis- vökvann og nýtast meðal annars í uppbyggingu kvarna. Efnasamsetn- ing kvarna þarf þó ekki að endur- spegla efnasamsetningu sjávarins/ Kvarnir eru kalksteinar, aðallega úr kalsíumkarbónati, sem finnast í öllum beinfiskum. Vegna sérstæðra eiginleika hafa þær verið mikið notaðar í rannsóknum á fiskstofnum, bæði í sjó og fersku vatni. Það er auðvelt að safna kvörnum og þeim er safnað úr helstu nytjastofnum í rannsóknum um allan heim. Kvarnir eru mest notaðar til aldursgreininga en aldur er grundvöllur fyrir mati á stofnstærð helstu tegunda nytjafiska. Kvarnir hafa einnig verið notaðar til ýmissa annarra rannsókna. Með mismunandi lögun og efnasamsetningu kvarna hefur verið unnt að aðgreina undirstofna sömu tegundar. Rekja má uppruna hrygningarfisks með því að bera saman efna- samsetningu kvarna í fiskseiðum og innsta hring kvarna (sem samsvarar fyrsta árinu) í fullorðnum fiski af sama árgangi. Einnig er hægt að rannsaka far milli ferskvatns og sjávar með því að mæla snefilefnastyrk eftir þver- sneið kvarnarinnar. Í þessari samantekt verður farið yfir uppbyggingu og hlutverk kvarna ásamt gildi þeirra í rannsóknum. Lögð verður áhersla á rannsóknir síðustu árin á íslenska þorskinum. 1. mynd. Mynd af innra eyra og staðsetn- ingu kvarna í fiskum. – Inner ear and loca- tion of otoliths in fishes. Jafnvægiskvörnin í skjóðu Stóra heyrnakvörnin í posa Litla heyrnakvörnin í litla posa Bogagöngin Heilinn 80 1-2#loka.indd 65 7/19/10 9:52:55 AM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.