Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2010, Qupperneq 67

Náttúrufræðingurinn - 2010, Qupperneq 67
67 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags snúið sér snöggt og stórar kvarnir gætu hamlað þessum hröðu hreyf- ingum þar sem fiskarnir yrðu of næmir fyrir hreyfingunum.6 Stóra heyrnarkvörnin er breyti- legri að stærð og lögun en litla heyrnarkvörnin eða jafnvægiskvörn- in.6 Erfitt er að segja fyrir víst hvaða þýðingu mismunandi lögun kvarna hefur, en hún er væntanlega tengd lífssögu tegundanna. Rannsóknir benda til þess að fisktegundir sem hafa sérhæfða heyrn hafi sérstaka lögun kvarna. Til dæmis hafa fiskar sem lifa á miklu dýpi flóknari lögun kvarna en þeir sem eru grynnra.7 Djúpsjávartegundir sem lifa í myrkri nota heyrn frekar en sjón. Lögun kvarna getur einnig verið mismunandi milli einstaklinga af sömu tegund (7. mynd). Sýnt hefur verið fram á það, með því að skoða lögun þorskkvarna sama stofns sem voru í mismunandi umhverfi, að bæði erfðafræðilegir þættir og um- hverfi hafa áhrif á lögun kvarna. Þessir einstaklingar uxu mishratt og mynduðu kvarnir af mismun- andi lögun; það bendir til þess að umhverfið hafi áhrif á lögunina.8 Á hinn bóginn uxu einstaklingar af mismunandi stofnum á svipuðum hraða en mynduðu kvarnir af mis- munandi lögun og það bendir til áhrifa erfða á lögunina.8 Önnur rannsókn sýndi að lögun þorskkv- arna við Ísland og Kanada voru svipuð9 þrátt fyrir erfðafræðilegan mun á milli þessara tveggja stofna.10 Vaxtarhraðinn var svipaður hjá þess- um tveimur þorskstofnum. Erfitt getur verið að greina milli umhverfis- og erfðafræðilegra áhrifa á lögun kvarna, en áhrif umhverfisins hafa iðulega verið talin vega þyngra.9 Kvarnir í rannsóknum Aldurssamsetning fiskstofna Við rannsóknir á ýmsum stofnfræði- legum þáttum fiska er nauðsynlegt að þekkja aldurssamsetningu stofns- ins. Nýta má þekkingu á aldurssam- setningu fiskstofna við mat á stofn- stærð þeirra, fylgjast með þróun árganga í gegnum veiðar ásamt því að fylgjast með breytingum, svo sem þyngd, kynþroska og lengd eftir aldri. Rannsóknastofnanir víða um heim safna fjölda kvarna úr ýmsum nytjategundum. Í sumum tegundum, m.a. og síld og laxi, er hreistur fremur notað til að ákvarða aldurinn. Í enn öðrum tegundum, eins og túnfiski og hákörlum, er aldurinn ákvarðaður með því að lesa árhringi í hryggjarliðum. Til að gera sér grein fyrir umfanginu á aldurslesningu má áætla að árið 1999 hafi hátt í 2 milljónir fiska verið aldursákvarðaðar (kvarnir, hreistur, hryggjarliðir).4 Á Íslandi eru kvarnir notaðar til að ákvarða aldur á þorski, ýsu, ufsa, loðnu, urriða og bleikju, auk ýmissa flatfiska og fleiri fiskteg- unda.11 Aðgreining undirstofna Líffræðileg skilgreining á stofni er: hópur einstaklinga sömu tegundar sem æxlast innbyrðis.12 Samkvæmt þessari skilgreiningu er fiskstofn einstaklingar sem eru á sama hrygn- ingarsvæði á sama tíma ársins. Hug- takið stofn er mikið notað í stjórnun fiskveiða og er þá átt við þann hluta tegundarinnar sem verið er að stjórna. Það geta hins vegar hæg- lega verið fleiri en einn líffræðilegur undirstofn innan þess stofns. Flestir fiskstofnar samanstanda af einum eða fleiri undirstofnum.13 Með því að skoða lögun og efnasamsetn- ingu kvarna er hægt að greina á milli undirstofna fiska sem hafa verið aðskildir hver frá öðrum. Hins vegar er ekki hægt að segja til um hvort hóparnir séu erfðafræðilega frábrugðnir hver öðrum og ekki heldur hvenær aðskilnaður þeirra átti sér stað. Þessar aðferðir hafa ver- ið notaðar með góðum árangri við ýmsar fisktegundir, svo sem þorsk, ýsu og makríl.14,15,16,17 Við Ísland hafa þær verið notaðar til að skoða aðgreiningu þorsks sem hrygnir á mismunandi svæðum umhverfis landið. Með báðum aðferðum var hægt að greina milli þriggja undir- stofna þorsks. Þorskur sem hrygndi fyrir Norðurlandi var frábrugðinn þorski sem hrygndi fyrir Suðurlandi. Einnig var þorskur sem hrygndi á meira en 125 m dýpi frábrugð- inn þorski sem hrygndi á minna en 125 m dýpi fyrir Suðurlandi16,17 (8. mynd). Þessir þrír undirstofnar aðgreindust bæði árið 2002 og 2003. 6. mynd. Stóra heyrnarkvörnin í fjórum fisktegundum: skarkola (Pleuronectes platessa), ufsa (Pollachius virens), síld (Clupea harengus) og búrfiski (Hoplostethus atlanticus). – Sagitta in four fish species: plaice (Pleuronectes platessa), pollock (Pollachius virens), herring (Clupea harengus) and orange roughy (Hoplostethus atlanticus). Ljósm./ Photo: Steven E. Campana. 7. mynd. Kvarnir úr þorskum sem veiddir voru í Breiðafirði vorið 2002. – Cod otoliths from Breiðafjörður in spring 2002. Ljósm./Photo: Ingibjörg G. Jónsdóttir. 80 1-2#loka.indd 67 7/19/10 9:53:04 AM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.