Náttúrufræðingurinn - 2010, Side 75
75
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
vandamál sem hér eru til umræðu.
Sú rekbeltasaga er bæði illa þekkt og
flókin. Reikningar sýna þó að mót-
sagnir aldurs og rekhraða leysast
ekki nema gert sé ráð fyrir stórum
flísum og fleygum af fornu bergi í
íslensku jarðskorpunni. Það er að
vísu auðveldara að hugsa sér að
slíkar flísar leynist óséðar í skorp-
unni ef rekbeltaflutningar hafa verið
tíðir og óreglulegir og að rekbeltin
hafi ýmist stokkið til austurs eða
vesturs í tímans rás, heldur en ef
þessir flutningar hafa verið fáir og
reglulegir. Vandamálið er að enginn
hefur getað sýnt fram á hvar þetta
forna berg er að finna.
Lokaorð
Ísland er breiðara frá austri til vest-
urs en það ætti að vera samkvæmt
grunnforsendum sem lengi hafa
verið teknar góðar og gildar um
aldur, rekhraða og framvindu jarð-
sögunnar. Á þetta hefur oft verið
bent.7,23,24,26 Gerpir er of langt í
austri og Hrafnseyrareldstöðin of
langt í vestri. Það er raunar nánast
sama hvaða megineldstöð á landinu
er skoðuð – þær virðast allar vera
komnar of langt frá ætluðum upp-
runastað sínum í gosbeltunum.25
Rekhraðareikningar sýna of mikinn
hraða. Þetta er hugsanlega sýndar-
rekhraði en ekki raunverulegur rek-
hraði, en af hverju hann kemur fram
er óútskýrt. Menn hafa haft mismun-
andi skoðanir á þróun landreks og
gliðnunar á Íslandi og sett fram mis-
munandi líkön af henni.4,5,21,22,27,28
Ekkert þeirra leysir þann vanda sem
hér er bent á.
Spurningunni sem varpað var
fram í byrjun greinarinnar um
uppruna Gerpis hefur ekki verið
svarað. Hins vegar má ljóst vera
að einhvers staðar er veila í þekk-
ingunni og villa í grunnforsend-
unum. Annaðhvort er aldur Gerpis
vanmetinn og aldursgreiningarnar
rangar eða að rekhraðinn til lengri
tíma litið er vanmetinn, eða þá
hitt að jarðsaga Íslands og hegðun
gosbelta er allfrábrugðin því sem
talið hefur verið.
Summary
Where did the Barðsnes Central
Volcano originate?
Gerpir, the easternmost promontory of
Iceland, is part of the old and extinct
Barðsnes Central Volcano that during
the last 13–14 million years has drifted
towards east, away from its origin inside
one of the volcanic belts. In NW-Iceland
is the Hrafnseyri Central Volcano of sim-
ilar age as Gerpir that has been drifting
towards west away from its origin in-
side a volcanic zone. The petrology and
stratigraphy of Gerpir and Hrafnseyri
central volcanoes indicate that they orig-
inated inside a rift zone, not in a flank
zone. But where was this rift zone or
zones? In Northern Iceland two such
zones are known, the extinct Húnaflói
rift zone and the active N-Iceland rift
zone. Calculations, using 1.8 cm/yr
spreading rate for Iceland, show that
Gerpir can only have reached its current
location 150 km east of N-Iceland rift
axis by very asymmetric spreading with
high eastward drift. Same calculations,
on the other hand, show that Hrafnseyri
Central Volcano can only have reached
its current location, 150 km east of the
Húnaflói rift axis, by very asymmetric
spreading with high westward drift.
This is a dilemma, there is a contradic-
tion between the suggested spreading
rate and the rock age. New ideas about
more frequent rift jumps in Iceland than
previously suggested have been emerg-
ing in recent years. These ideas do not
solve the problem. Ancient crustal wedg-
es hidden deep below the surface can
explain the apparent high drift rate but
no such wedges are known.
80 1-2#loka.indd 75 7/19/10 9:53:21 AM