Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 3

Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 3
83 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Er að rofa til í umræðu og aðgerðum gegn ágengum framandi tegundum? Samkvæmt Samningi um líffræðilega fjölbreytni er ágeng framandi tegund sú sem dreifst hefur út fyrir nátt- úruleg heimkynni sín og ógnar þar líffræðilegri fjölbreytni. Samþykktir samningsins og fleiri fjölþjóðastofn- ana sýna að enginn ágreiningur ríkir lengur meðal þjóða heims um að ágengar framandi lífverur eru alþjóðlegt vandamál og að útbreiðsla þeirra er meðal helstu þátta sem draga úr líffræðilegri fjölbreytni á heimsvísu. Í alþjóðasamningum er kveðið á um aðgerðir gegn þessari vá og víða um lönd heyja menn kostnaðarsama og erfiða baráttu við að útrýma ágengum lífverum eða halda þeim í skefjum. Íslendingar hafa barist við minkinn í yfir 70 ár og eytt í þá baráttu fjárhæð sem að núvirði nemur á annan milljarð króna. Þetta er hin alþjóðlega stefna varðandi ágengar framandi teg- undir. Þrátt fyrir það hefur reynst afar torsótt að ná fram og fram- fylgja sambærilegri stefnumörkun hér á landi. Ástæðan er djúpstæður ágreiningur meðal íslenskra nátt- úrufræðinga um stefnu varðandi nýtingu, vernd og endurheimt íslensks gróðurríkis. Þar takast á þeir sem vilja þekja landið með sem mestum gróðri, án mikils ef nokk- urs tillits til uppruna og aðferða, og hinir sem eru hlynntir þróun gróðurríkisins eftir eigin lögmálum, þar sem upprunalegar tegundir eru í aðalhlutverki. Vegna þessa ágreinings hefur eng- in samstaða náðst um skilgreiningu vandans, umfang hans eða aðgerðir gegn honum. Sem dæmi má nefna að sérfræðinganefnd um innflutn- ing, ræktun og dreifingu útlendra plöntutegunda, sem starfar sam- kvæmt reglugerð 583/2000 og á m.a. að ákveða hvaða útlendar plöntur skuli óheimilt að flytja til landsins og rækta hér, hefur verið nánast óstarfhæf í fjölda ára. Stjórnkerfið hefur hingað til ekki treyst sér til að taka af skarið þótt Íslendingar, líkt og flestar aðrar þjóðir, hafi skuldbundið sig til aðgerða. Samkvæmt Samningi um líffræðilega fjölbreytni ber okkur að koma í veg fyrir að fluttar séu til landsins ágengar framandi tegundir. Ef ekki tekst að koma í veg fyrir innflutning þeirra og þær ílendast skal stjórna útbreiðslu þeirra eða uppræta þær. Þessi ákvæði eru skýr og við, eins og aðrar þjóðir, þurfum að virða þau. Þetta er ekki síst nauðsynlegt fyrir eyþjóð eins og Íslendinga, því það hefur sýnt sig að vistkerfi einangraðra eyja eru sérstaklega viðkvæm fyrir áhrifum ágengra framandi lífvera. Ein helsta ástæðan fyrir patt- stöðu varðandi þetta viðfangsefni hér á landi er að mínu mati sú að alaskalúpína varð snemma tákn- gervingur umræðunnar um ágeng- ar framandi tegundir fremur en t.d. minkurinn. Þetta er og var bagalegt vegna þess að alaskalúpína sam- einar í einni jurt afar ágenga tegund og mjög duglega uppgræðslujurt, allt eftir því hvernig á málið er litið. Í þessari einu jurt birtist sem sagt „hið heilaga gral“ gróðurbóta- mannsins og „erkióvinur“ nátt- úruverndarans, svo gripið sé til merkimiða og alhæfinga. Alltaf þegar rætt er um ágengar framandi tegundir virðist lúpínan lúra ein- hvers staðar á bak við umræðuna. Fyrir vikið lendir umræðan fyrr eða síðar í gamalkunnum hjólförum þrætubókarlistarinnar. Ákvörðun umhverfisráðherra sl. vor, um að ráðast í átak til að upp- ræta alaskalúpínu og skógarkerfil á hálendinu ofan 400 m, í þjóðgörðum og á öðrum verndarsvæðum og takmarka neikvæð áhrif þessara teg- unda að öðru leyti í íslenskri náttúru, var því mikið fagnaðarefni. Þessi ákvörðun gefur vonir um að stjórn- kerfið sé loksins tilbúið til að höggva á hnútinn og hefja aðgerðir. Það var tími til kominn, því yfirstand- andi loftslagsbreytingar munu að öllum líkindum stórauka vandann og leysa úr læðingi fjölmargar fram- andi lífverur sem enn eru í dróma, eða svokölluðum tregðufasa, í út- breiðslu sinni hér á landi. Það er einnig af þessum sökum mikill fengur í ítarlegum og vönd- uðum greinum Menju von Schma- lensee, í þessu hefti og hinu síðasta af Náttúrufræðingnum, um ágengar framandi tegundir í alþjóðlegu og íslensku samhengi. Snorri Baldursson, þjóðgarðsvörður á vestursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs 80 3-4#Loka_061210.indd 83 12/6/10 7:21:53 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.