Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 47

Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 47
127 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags norðaustur-hluta svæðisins. Vestan þessara tveggja farvega má greina grynnri farvegi, sem hafa tekið við straumum úr giljum í landgrunns- hlíðinni um miðbik svæðisins. Ekki er auðvelt að skýra þessa farvegi með öðru en hraðskreiðum massa eðlisþungs vökva, sem hefur rofkraft til að grafa farvegina og við- halda þeim. Slíkur massi er grugg- straumur. Á djúpsævi undan Miðsuður- landi (2. mynd) sýnir kortið sam- bærilega hluti en miklu stærri í sniðum. Kortið nær yfir töluvert stærra svæði, eins og áður er getið, og sýnir því betur hve stórbrotin nátt- úrufyrirbæri er hér um að ræða. Á kortinu ber mest á tveimur miklum farvegum, sem liggja í suðurátt frá landinu. Þessir farvegir eru Reynis- djúpsgljúfur og Mýrdalsjökuls- gljúfur og á milli þeirra er Vestari Kötluhryggur. Gljúfrin ná að suður- mörkum kortsins og eru augljóslega langt frá því að enda þar. Kortið sýnir því efstu 150 km gljúfranna eða svo. Þó að okkur kunni að finn- ast 150 km löng gljúfur mikil nátt- úrusmíð (lengdin jafngildir loftlínu milli Borgarness og Blönduóss eða milli Víkur í Mýrdal og Jökulsárlóns á Breiðamerkursandi), þá vitum við nú að straumar um þessi gljúfur ná margfalt lengra. Lítum nánar á einstaka hluta kortsins og byrjum á Reynisdjúps- gljúfri. Næst Íslandi sést að gljúfrið sameinar farvegi frá ýmsum hlutum landgrunnsins austan Vestmanna- eyja. Má segja að upptök þess séu á breiðu belti frá landgrunnsbrún sunnan Heimaeyjar austur fyrir Reynisdjúp. Við skoðum upptökin nánar í næsta kafla en í fyrstu virð- ist blasa við að rekja megi farvegina til jökulhlaupa frá Kötlu annars vegar, niður í Reynisdjúp, fram af landgrunnsbrún og út á djúpsævi. Sömuleiðis virðist mega rekja vest- ari farvegina til hlaupa frá Jökulsá á Sólheimasandi eða frá Markarfljóti. Frá ósum Markarfljóts er leið fyrir hlaupefni til austurs eftir Álnum, sem liggur milli Vestmannaeyja og lands. Frá Álnum er greið leið niður Háfadjúp og fram af land- grunnsbrún. Syðri hluti Reynisdjúpsgljúfurs (frá ca. 62°52’N) hefur stefnu rétt vestan við suður. Þrátt fyrir nokkurn veginn beina stefnu má sjá sveigjur (eða svigður) á farveginum. Einnig má sjá merki þess að straumurinn í gljúfrinu hafi flæmst til hliðar við dýpsta hluta farvegarins. Hvort tveggja er t.d. áberandi við 62°20’N. Vestari Kötluhryggur skilur gljúfr- in að. Ætla má að lögun hans ráðist af virkni í gljúfrunum, þ.e. að annars vegar ráði rofkraftur strauma stað- setningu gljúfranna og þar með ytri mörkum hryggjarins. Hins vegar er það vafalaust rétt að hryggurinn er eins konar flóðbakki gljúfranna í þeim skilningi að fínefni, sem skiljast frá straumum í gljúfrunum, setjist til botns til hliðar við straumana, þ.e. á hryggnum (hryggjunum). Kamb- urinn á Vestari Kötluhrygg er mjög mjór á syðsta hluta hans á kortinu. Beggja vegna hans á þessu svæði get- ur að líta skeifulaga brúnir, sem snúa í vestur og austur og liggja nokkurn veginn samsíða dýptarlínum kambs- ins. Vestari brúnin, eða brotsárið, er um 26 km löng og fylgir nokkurn veginn 1.550 m dýptarlínu. Austari brúnin, sem jafnframt er aðeins norðar, er um 28 km löng og fylgir að hluta til 1.500 m dýptarlínu. Skýring- ar á þessum brotsárum hljóta að vera þær að þarna hafi botnsetið orðið óstöðugt, sprungur myndast í botn- inn og setið vestan og austan þeirra sigið á þessum langa kafla. Víða má sjá sams konar fyrirbæri annars staðar á kortinu, sér í lagi í eystri hlíð Vestari Kötluhryggjar frá 62°30’N til 63°N. Þau brot eru ekki eins stór, en því má velta fyrir sér hvort eða að hve miklu leyti brotin stýra lögun hryggjarins á þessum kafla. Mýrdalsjökulsgljúfur er um margt svipað Reynisdjúpsgljúfri. Það nær þó meira dýpi og mælist mest 2.184 m djúpt en Reynisdjúpsgljúfrið mælist 1.981 m. Kortið sýnir ekki nákvæmlega tengsl gljúfursins við landgrunnið en stefna þess er í átt að Skaftárdjúpi og líklegt að uppruninn sé að verulegu leyti tengdur efnis- flutningum um Skaftárdjúp. Um uppruna gljúfranna sunnanlands Augljóst virðist að gruggstraumar hafa myndað farvegi sunnan Íslands, enda hefur sú skoðun verið ríkjandi á undanförnum áratugum. Eins og greint er frá í kaflanum um upp- haf gruggstrauma geta þeir orðið til við aðflutning gruggugs fersk- vatns, sem vegna mikils eðlisþunga myndar straum undir því eðlislétt- ara vatni sem fyrir er. Hins vegar geta þeir myndast við aðstæður sem skapast þegar bunki af seti á vatns- eða hafsbotni verður fyrir hniki. Fyrir Miðsuðurlandi eru bæði þessi skilyrði fyrir hendi. Jökulhlaup af völdum eldvirkni í Kötlu, og öðrum eldstöðvum í Mýrdals- og Eyjafjalla- jöklum, skila á skömmum tíma gríð- armiklu magni af aurblönduðu vatni til sjávar. Sjá má fyrir sér skilyrði þar sem þetta eðlisþunga vatn nær að mynda straum undan halla, yfir landgrunnið og fram af landgrunns- brún. Slíkir straumar myndu fylgja farvegum á landgrunninu þar sem þeir eru fyrir hendi. Því má ímynda sér að jökulhlaup niður Markarfljóts- aura gæti komið af stað grugg- straumi, sem flæddi niður í Álinn og sveigði með honum til austurs og síðan suður Háfadjúp og fram af landgrunnsbrún í mynni Háfa- djúps. Sömuleiðis má telja líklegt að Kötluhlaup, sem ryður hlaupefni til sjávar við Kötlutanga eða við mynni Kúðafljóts, geti komið af stað gruggstraumi niður Reynisdjúp eða Skaftárdjúp og út á djúpsævi. Áhugavert er í þessu samhengi að gera sér nánari grein fyrir tengslum gljúfranna við líklegar efnisflutn- ingsleiðir yfir landgrunnið. Á 3. mynd eru sýndar landgrunnshlíð- arnar á nyrsta hluta kortsins. Þar sjást helstu djúp sem taka við efni úr farvegum á landgrunninu, þ.e. Háfadjúp, Reynisdjúp og Skaftár- djúp. Á þessari mynd kemur í ljós að botn suður af landgrunninu á svæðinu er sundurskorinn af giljum og gljúfrum. Það er einnig áber- andi að þessi gil og gljúfur hafa ekki greinileg tengsl við farvegi á landgrunninu. Rétt er þó að benda 80 3-4#Loka_061210.indd 127 12/6/10 7:22:23 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.