Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 55
135
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
Tryggvi Þórðarson
Kransarfi í
Opnum í Ölfusi
Ritrýnd grein
Náttúrufræðingurinn 80 (3–4), bls. 135–146, 2010
Inngangur
Ágengar tegundir eru þekktar fyrir
að nema ný svæði þar sem þær
fjölga sér á kostnað tegunda sem
fyrir eru. Vandamál vegna ágengra
tegunda verða bráðust á einangr-
uðum, afmörkuðum svæðum, svo
sem á úthafseyjum eða í stöðuvötn-
um og einangruðum fallvötnum1
en þar hafa þær á undanförnum
tveimur áratugum átt afgerandi þátt
í að útrýma tegundum.2
Tegundafjölbreytni vistkerfa dreg-
ur úr neikvæðum áhrifum nýrra
ágengra tegunda.2 Loftslag hér-
lendis ásamt stærð, landfræðilegri
einangrun landsins og stuttum tíma
frá ísöld hefur hins vegar verulega
takmarkað þann fjölda villtra
plöntutegunda sem hér á landi er
að finna.3,4,5 Aðeins 452 tegundir
blómplantna eru á Íslandi.5 Til sam-
anburðar eru þær 56.215 í Brasilíu,
19.473 í Bandaríkjunum6 og 270.000
í heiminum öllum.7 Tegundafjöl-
breytileiki blómplantna á Íslandi er
því fátæklegur og plöntusamfélög
væntanlega almennt illa búin undir
komu ágengra plöntutegunda.
Í ferð vísindamanna að Opnunum
í Ölfusi í janúar 2004 fannst ný
tegund vatnaplöntu í tjörninni þar
(1. og 2. mynd) (Gísli Már Gíslason
2009, munnl. uppl.). Hörður Kristins-
son grasafræðingur greindi hana
sem kransarfa.5,8 Þegar hún fannst
hafði hún þegar myndað þéttar
breiður (Gísli Már Gíslason 2009,
munnl. uppl.) og hefur því að öllum
líkindum borist þangað einhverjum
árum fyrr. Líklega er hér um að
ræða nyrsta vaxtarstað kransarfa í
Kransarfi (Egeria densa) er víða talinn ágeng tegund og hefur valdið tals-
verðum vandræðum í löndum með temprað loftslag. Hann hefur nýlega
borist í volga tjörn í Opnunum í Ölfusi og er orðinn ríkjandi háplöntuteg-
und þar. Hann vex í þéttum breiðum í tjörninni, einnig á veturna þegar
annar gróður er í dvala. Auk þess er hann að finna niður eftir efsta
þriðjungi afrennslis tjarnarinnar en það liggur suðvestur Ölfusforir og út
í ósa Ölfusár. Vaxtarhættir kransarfa voru kannaðir sjónrænt um hálfs-
mánaðarlega í 12 mánuði og fylgst var með hitastigi vatnsins þar sem
hann óx. Hann var einráður yfir háveturinn en fékk samkeppni annars
gróðurs þegar dagsbirta var meiri, sérstaklega þráðþörunga. Um sumarið
myndaði hjartanykra (Potamogeton perfoliatus) víða ósamfellda þekju við
yfirborð, en áður en kransarfinn kom var hún ríkjandi háplanta í tjörninni.
Í lítilli vík í norðvesturhluta tjarnarinnar voru mánaðarmeðaltöl hitastigs
á bilinu 22,3–25,8°C en þar myndaði kransarfinn ekki varanlega þekju.
Mánaðarmeðalhitastig þar sem kransarfinn óx af mestum krafti í suðvest-
urhlutanum var 14,2–22,8°C. Í afrennslinu um 870 m neðan við útfallið
reyndust mánaðarmeðaltöl hitastigs vera 11,5–20,3°C. Í efstu tæplega 2 km
afrennslisins óx kransarfinn í stökum torfum í afrennslinu, mest fjærst
tjörninni en þar var skurðurinn breiðari og framræsluvatn hafði blandast
Opnuvatninu. Ekki er útilokað að kransarfinn gæti náð frekari fótfestu í
sama vatnakerfi eða jafnvel öðrum vötnum hérlendis, sérstaklega þeim
sem eru undir einhverjum áhrifum jarðhita. Líkurnar á almennri, náttúru-
legri dreifingu hans eru þó varla miklar við núverandi loftslag.
1. mynd. Kransarfi í vatnsborðinu í Opnum í Ölfusi. Vegna þrengsla vex hann þarna upp
úr vatninu. – Brazilian waterweed growing at the surface. Due to dense mats at this loca-
tion the plants have grown out of the water. Ljósm./Photo: Tryggvi Þórðarson, 04.11.2009.
80 3-4#Loka_061210.indd 135 12/6/10 7:22:27 AM