Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 10

Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 10
Náttúrufræðingurinn 90 Minkur Minkur (5. mynd) er lítið til meðal- stórt rándýr af marðarætt, upp- runnið í Norður-Ameríku. Hann var fyrst fluttur til Íslands árið 1931 til ræktunar vegna skinna en slapp fljótlega úr haldi og breiddist hratt út. Um 1975 hafði hann numið lág- lendissvæði um land allt.39 Minkur var fluttur til margra Evrópulanda af sömu ástæðu og lifir nú villtur í flestum löndum Norður-Evrópu auk Frakklands, Spánar og hluta gömlu Sovétríkjanna. Hann finnst einnig villtur í Chile í Suður-Ameríku.40 Minkur er talinn hafa valdið tjóni á lífríki mjög víða utan náttúrulegra heimkynna og er meðal 100 verstu ágengu tegunda í Evrópu37 og fjög- urra verstu ágengu spendýrateg- unda álfunnar.41 Minkur heldur sig að miklu leyti við vatn, þangað sem hann sækir stóran hluta fæðu sinnar. Steggir (1,2 kg) eru u.þ.b. tvöfalt þyngri en læður (0,6–0,7 kg). Minkurinn er einfari sem ver óðal og sækist alla- jafna ekki eftir samneyti við aðra minka nema á fengitíma, þegar hver steggur reynir að makast við sem flestar læður. Dýrin ná kynþroska á fyrsta vetri, og eru nær undantekn- 5. tafla. Fjöldi framandi tegunda á Norðurlöndum settur í samhengi við fólksfjölda og flatarmál viðkomandi lands. – Alien species in the Nordic countries with regard to human population size and area of each country (NOBANIS, sept. 2010). margar tegundir um ræðir og hvers konar áhrif þær hafa eða gætu haft. Samkvæmt gagnagrunni NOBANIS voru í nóvember 2010 skráðar sjö framandi ágengar tegundir á Íslandi og 17 mögulega ágengar (1. mynd og 1. tafla). Þá hefur evrópskur sérfræð- ingahópur hjá DAISIE (Delivering Alien Invasive Species Inventories for Europe) tekið saman lista yfir 100 verstu ágengu tegundirnar í Evrópu (af 10.961 tegund) en á Íslandi finn- ast 11 framandi tegundir sem ratað hafa inn á þann lista, þ.e. bjarnarkló, brúnrotta, hafkyrja, hrókönd, hæru- burst, ígulrós, kanadagæs, kransarfi, minkur, rauðflóki og spánarsnigill.37 Einnig hefur sérfræðingahópur GISD (Global Invasive Species Database) tekið saman lista yfir 100 verstu, ágengu tegundirnar á heimsvísu, en á meðal þeirra eru fjórar tegund- ir sem teljast framandi á Íslandi: holugeitungur, kanína, regnboga- silungur og svartrotta.38 Þekktustu ágengu tegundirnar hér á landi eru án efa minkur, alaskalúpína og skógarkerfill. Hér verður stiklað á stóru um helstu einkenni þeirra og hinna fjögurra tegundanna sem flokkaðar eru sem ágengar hér á landi: spánarsnigils, hæruburstar, húshumlu og búrabobba. verulegur innflutningur og dreifing framandi tegunda því byrjað síðar en í nágrannalöndum okkar. Vænt- anlega endurspeglar þetta annars vegar bættar samgöngur til lands- ins og innanlands og hins vegar breytingar á landnotkun Íslendinga síðustu hálfa öldina með t.d. aukinni skógrækt og fjölgun frístundahúsa. Þegar fjöldi framandi tegunda er settur í samhengi við íbúafjölda kemur í ljós að á Íslandi eru næst- um jafnmargar framandi tegundir á hvern íbúa og í Danmörku og hér eru fleiri ágengar tegundir á íbúa en annars staðar á Norðurlöndum, þótt Svíþjóð fylgi reyndar fast á eftir (5. tafla). Þrátt fyrir að Íslendingar virðist hafa verið seinni til að flytja inn mikið af framandi tegundum hefur mikill innflutningur síðari ára gert það að verkum að miðað við íbúafjölda er Ísland á svipuðu róli og þau af hinum norrænu löndunum sem standa verst hvað þetta varðar. Ágengar tegundir á Íslandi Úr því að hér er að finna fram- andi tegundir vaknar sú spurning hvort einhverjar þeirra séu ágengar í íslenskri náttúru og þá hversu Fjöldi framandi tegunda/10.000 íbúa– No. of alien species per 10.000 inhabitants Fjöldi framandi tegunda/10.000 km² – No. of alien species per 10.000 km² Danmörk 4,8 622,1 Ísland 4,2 13,1 Svíþjóð 2,2 46,4 Noregur 1,8 22,2 Finnland 0,4 7,1 Fjöldi ágengra tegunda/100.000 íbúa– No. of invasive species per 100.000 inhabitants Fjöldi ágengra tegunda/10.000 km² – No. of invasive species per 10.000 km² Ísland 2,2 0,7 Svíþjóð 2,2 4,6 Finnland 1,8 2,9 Danmörk 1,3 16,7 Noregur 0,6 0,7 80 3-4#Loka_061210.indd 90 12/6/10 7:22:01 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.