Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 36

Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 36
Náttúrufræðingurinn 116 önnur viðföng kerfisins, t.d. fjölda ferðamanna, dvalarlengd og ferða- mynstur. Við val á flokkum viðfanga var horft til fyrrnefndra erlendra fyrir- mynda41,42,44,45 og sömu eða sam- bærilegir meginflokkar viðfanga valdir, þ.e. upplifun (sem ýmist er kölluð eðlisrænir þættir, auðlind- ir eða aðdráttarafl), afþreying og innviðir. Þar sem atvinnugreinin ferðaþjónusta er ung hér á landi, uppbygging víða takmörkuð og litlar fjárfestingar að baki, er þeim viðföngum sem lýsa verðmæti til framtíðar gefið mikið vægi, alls 0,7 (upplifun, afþreyingarmöguleikar og framtíðarvirði). Á móti eru viðföng sem lýsa núverandi stöðu látin vega minna, alls 0,3 (innviðir og notkun). Viðföngin framtíðarvirði og notkun voru ekki notuð í þeim erlendu kerf- isgreiningum sem skoðaðar voru, nema þeirri norsku sem beitt var í „Samlet plan for vassdrag“. Að mati faghóps 2 voru bæði þessi viðföng mikilvæg í íslensku samhengi og voru þau því tekin inn í kerfið. Viðfangið samfélag er eitt af megin- viðföngunum í kerfum Deng, King og Bauer41 og Crouch og Ritchie40 en var ekki haft með í aðferð faghóps 2. Ástæðan er sú að þar sem meg- inþorri þeirri virkjunarhugmynda sem eru til skoðunar í 2. áfanga rammaáætlunar er í náttúrulegu umhverfi og fjarri byggð var minni áhersla lögð á ýmis þau atriði sem einkenna ferðamannastaði í byggð. Jafnframt hafa framkvæmdir á náttúrulegum svæðum, sér í lagi ósnortnum, mun alvarlegri og meiri áhrif en á svæðum sem þegar hefur verið byggt á, eða sem hafa þegar verið nýtt á annan hátt. Viðfangið samfélag hefði unnið gegn þeim áhrifum sem faghópurinn taldi kerf- ið eiga að leggja áherslu á, þ.e. að framkvæmdir á ósnortnum svæðum væru alvarlegri en frekari röskun á svæðum sem væru á einhvern hátt manngerð fyrir. Ef í framtíð- inni verður haldið áfram með þá grunnvinnu sem hér er kynnt og allt landið tekið fyrir, þá væri hins vegar mikilvægt að taka með nýjan flokk viðfanga sem snúa að samfélaginu. Þar væri tekið á þeim þáttum sem auka virði ferðamannastaða í byggð, eins og t.d. þjónustu (svo sem fjöl- breytileika, gæðum), afþreyingu, gestrisni heimamanna og menn- ingu. Þá þyrfti væntanlega að nota tvö mismunandi kerfi, annað fyrir hálendi (eða náttúruleg svæði) og hitt fyrir svæði á láglendi. Hópurinn velti fyrir sér að taka inn í virðismatið ýmis önnur við- föng sem að lokum var fallið frá að taka með. Sem dæmi um þetta má nefna þögn og hljóð (t.d. í fossum, hverum og fuglasöng) sem hvort tveggja skiptir miklu máli fyrir upp- lifun ferðafólks. Þessa þætti er hins vegar erfitt að meta, auk þess sem þeir skipta máli á flestum þeim svæðum sem fjallað er um og var þeim því sleppt úr matinu. Veð- ur skiptir einnig miklu máli þegar ferðamenn standa frammi fyrir vali á áfangastað og á veðursæld sinn þátt í vinsældum staða eins og t.d. Jökulsárgljúfurs og Þórsmerkur. Til þess að meta þetta á hlutlægan hátt þarf hins vegar gögn um veður og veðurspá og hvernig ferðahegðun fólks tengist þeim þáttum. Gögn um ferðamynstur fólks eru hins vegar mjög takmörkuð auk þess sem útreikningar á fylgni þáttanna krefst mun meiri tíma en var fyrir hendi. Faghópurinn hugleiddi einnig að meta hvort ferðamenn upplifðu ferðalög á svæðinu sem áskorun, en eftirspurn eftir svæðum sem hafa slíka eiginleika hefur vaxið mikið undanfarinn áratug. Þetta viðfang reyndist hins vegar mjög erfitt að meta því það sem er mikil áskorun fyrir einn getur verið einfalt og þægilegt fyrir annan og var því fall- ið frá að nota þetta viðfang. Að ein- hverju leyti speglast þessi upplifun í mati á afþreyingu t.d. bátabrölt (e. river rafting). Öryggi skiptir einnig máli fyrir virði ferðamannastaða. Margir staðir á Íslandi eru nokkuð varasamir fyrir ókunnuga og getur virði staðar aukist þegar búið er að gera hann öruggari. Þetta reyndist hins vegar snúið að meta og að lokum var fallið frá því að nota það í virðismatinu. Náttúruvá er þessu nátengd, en þekking ferðamanna á náttúruvá er hins vegar oft mjög takmörkuð56 og var því litið fram hjá þessu atriði. Stærð ferðasvæðanna ræður nokkru um virði þeirra og áhrif virkjana á þau. Ef svæði er skil- greint lítið þá eru meiri líkur á að þau viðföng sem hljóta góða einkunn séu fá og því líklegra að virði svæðisins sé metið minna en ef svæðið hefði verið skilgreint stærra. Skilgreining á stærð svæða hefur einnig áhrif á mat á áhrifum á þau.34 Virkjunarframkvæmd á litlu svæði getur raskað stórum hluta svæðisins og þar með lækkað virði svæðisins mun meira en ef svæðið hefði verið skilgreint stórt og einungis litlum hluta þess verið raskað. Sama fram- kvæmd getur því haft mismikil áhrif eftir því hvort svæði eru skilgreind stór eða lítil. Til að kanna áhrif þessa hefði þurft að gera tilraun með að vinna matið á nokkrum mismunandi mælikvörðum, en vegna tímaskorts var það ekki hægt. Til að lágmarka þessi áhrif leitaðist faghópurinn við að skilgreina svæðin þannig að þau væru af svipaðri stærð. Auk þess er unnið gegn þessu með því að taka inn í einkunn hvers ferðasvæðis aðeins nokkrar hæstu einkunnirnar og velja þannig sjálfkrafa út þá eig- inleika, viðföng, sem mestu máli skipta á hverju svæði. Þannig njóta flest ferðasvæðin þess sem þar er verðmætt, en líða ekki fyrir það sem þar er ekki. Þrátt fyrir þetta eru nokk- ur svæði vanmetin, t.d. hefði þurft á svæðinu Gullfoss að skilgreina ferðasvæðið mun stærra en gert var og meta t.d. einnig þá áfangastaði sem eru innan Gullna hringsins (þ.e. Þingvelli, Skálholt, Kerið, Hveragerði og Reykjavík). Í raun hefði verið æskilegt að skipta öllu landinu í ferðasvæði, en þröngur tímarammi verkefnisins leyfði það ekki. Þegar virkjunarhugmyndir eru metnar er hver framkvæmd metin ein og sér, þ.e. eins og hún sé eini kosturinn sem verði nýttur. Það er hins vegar svo að um leið og búið er að virkja á einum stað getur það haft áhrif á hver sé æskilegasti næsti kostur. Þetta eru annars vegar sam- söfnunaráhrif, þ.e. ef ný virkjun er 80 3-4#Loka_061210.indd 116 12/6/10 7:22:16 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.